Morgunblaðið - 24.09.2015, Side 40

Morgunblaðið - 24.09.2015, Side 40
40 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2015 www.thor.is ÞÓR HF - UMBOÐSAÐILI EPSON Á ÍSLANDI Í MEIRA EN 30 ÁR EPSON EXPRESSION HOME XP-322 Einfaldur og góður prentari og skanni fyrir skólafólk. 13.00 0 EPSO N Exp ressio n Home XP-32 2 ,- TÖLVUVERSLUN - ÁRMÚLA 11 ÞÓR HF Þráðlaus fjölnotaprentari (skanni, ljósritun og prentun). Hentar vel til að prenta allt frá texta yfir í góða ljósmynd. Beinn stuðningur við iPhone/iPad og Android. Hægt er að fá APP til að prenta og skanna með iOS og Android tækjum. Allar helstu skipanir á skjá. Hagkvæmur í rekstri. EPSONWORKFORCEWF5620 20 ppm* EPSONWorkForce Pro eru fjölnota skrifstofuprentarar (fax, skanni, ljósritun, prentun og tölvupóstur). Nettengdur/þráðlaus prentari með þægilegan snertiskjá. Prentar allt að 20 síður á mínútur og getur prentað báðummegin á blaðið. Auðvelt að skipta um blek. Hægt að prenta á umslög og þykkari pappír. EPSONWorkForce Pro er ný kynslóð umhverfisvænna bleksprautuprentara sem leysir af hólmi gömlu laserprentarana. 49.30 0 EPSO NWo rkFor ce ProW F-562 0DWF ,- VIÐTAL Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Þetta er nokkuð sérstakt, því að þarna birt- ast sögur sem hafa legið í handriti í hálfa öld,“ segir Þorsteinn Sæmundsson stjörnu- fræðingur, en hann og Stefán bróðir hans gáfu út fyrir skemmstu smásagnasafnið Veðrabrigði sem geymir tólf smásögur eftir móður þeirra, Svanhildi Þorsteinsdóttur, en hún lést árið 1966. Svanhildur, sem var dóttir skáldsins Þor- steins Erlingssonar, hafði áður gefið út smá- sagnasafnið Álfaslóðir sem kom út 1943. Sú bók fékk afar góðar móttökur, og ýmsir þekktir menn lýstu hrifningu á sögunum. Þorsteinn segir að í ljósi þeirrar velgengni hafi margir átt von á að Svanhildur gæfi út aðra bók, en af því hafi ekki orðið. Synd að birta ekki sögurnar Þorsteinn segir að móðir sín hafi skilið eftir sig allmargar sögur í handriti. Hún hafi látið í veðri vaka að hún myndi gefa út aðra bók þegar sögurnar væru orðnar tólf, líkt og þær voru í Álfaslóðum. „Eftir lát hennar fundum við bræðurnir tólf sögur fullgerðar í handriti og fleiri í smíðum. Þá vaknaði sú spurning hvers vegna hún hefði ekki hugað að útgáfu þegar komnar voru tólf sögur. Var það vegna þess að hún var ekki ánægð með þær, vildi bæta við eða hafa aðrar í staðinn?“ Þorsteinn segir því að þeir bræður hafi ver- ið á báðum áttum með það hvort það ætti að birta þessar sögur eða ekki. Á endanum hafi þeir komist að þeirri niðurstöðu að það væri synd að láta sögurnar liggja óbirtar. „Ég veit ekki hvort móðir mín hefði samþykkt útgáf- una eins og hún er, það er mesta spurningin í mínum huga, en ég vona samt að það hafi verið rétt, þótt seint sé, að koma þessu á framfæri. Svo verður hver og einn að dæma hvernig til hafi tekist,“ segir Þorsteinn. Depurð í bland við ævintýri Í sögunum kennir ýmissa grasa, en í þeim er brugðið upp býsna fróðlegri svipmynd af daglegu lífi í Reykjavík um miðbik 20. ald- arinnar. Þorsteinn segir safnið vera nokkuð fjölbreytt. „Þetta eru bæði alvarlegar sögur og sumar mjög dapurlegar, en svo eru þarna gamansögur og jafnvel ævintýri,“ segir Þor- steinn. Sögurnar eru að nokkru leyti byggðar á lífsreynslu Svanhildar. Til dæmis er síðasta sagan í safninu, „Hofsstaðaferðin“, end- urminningabrot frá því hún var lítil stúlka, meðan faðir hennar, Þorsteinn Erlingsson, var enn á lífi. Þorsteinn segir að áhrifa afa síns hafi gætt hjá Svanhildi, þó að hún hafi einungis verið á níunda ári þegar hann dó árið 1914. „Það fer ekki hjá því, að þar sem hún var dóttir svo þekkts skálds hafi verið gerðar miklar vænt- ingar til hennar. Hún gerði líka miklar kröfur til sjálfrar sín og því sóttust henni ritstörfin seinna en ella,“ segir Þorsteinn. Hann bætir því við, að kannski hafi móðir hans verið vandvirk um of. „Ég þekki það frá sjálfum mér að ef maður er of vandvirkur kemur maður hlutunum síður frá sér, en hinir sem ekki eru smámunasamir koma kannski meiru í verk. Það getur verið bæði kostur og löstur að vera harður við sjálfan sig,“ segir Þor- steinn. Vandvirknin sést í ritstíl Svanhildar, sem er mjög skýr. „Guðmundur Kamban sagði á sínum tíma að Álfaslóðir væri rituð á svo ljósu og léttu máli að það væri hægt að nota hana sem kennslubók í íslensku fyrir útlend- inga. Ég held að það sama gildi um þessa seinni bók, hún er auðlesin.“ Listvænt æskuheimili Þorsteinn rifjar upp að eftir andlát Þor- steins hafi ekkja hans, Guðrún Erlings, haldið áfram heimili í húsi þeirra við Þingholts- stræti, og vinir skáldsins oft sótt hana heim. „Ragnar í Smára sagði í blaðaviðtali að þetta hefði verið einstaklega menningarlegur stað- ur, þar sem skáld og rithöfundar hefðu hist, rætt um bókmenntir, trúmál, heimspeki og stjórnmál. Þarna hefur móðir mín alist upp í návígi við helstu menn og konur úr skáld- heiminum, og það hefur áreiðanlega haft sín áhrif á hana.“ Þorsteinn segir að Svanhildur hafi, áður en hún hóf ritstörf, haft áhuga á leiklist og leikið nokkrum sinnum með Leikfélagi Reykjavík- ur. Hún lék einnig í að minnsta kosti tveimur kvikmyndum, þar á meðal þeirri fyrstu sem gerð var hér á landi. Þorsteinn segir að smásagnaformið hafi alltaf heillað Svanhildi mest. Uppáhalds- höfundar hennar hafi verið meistarar smá- sagnanna eins og hinn franski Guy de Mau- passant og Rússinn Anton Tsékov, auk þess sem breski rithöfundurinn Somerset Maug- ham var í eftirlæti hjá henni. Þorsteinn segir aðspurður að ekki hafi komið til tals að gefa út Álfaslóðir á ný í kjöl- far Veðrabrigða. „Það væri vissulega athug- andi,“ segir hann og rifjar upp í því samhengi að Álfaslóðir, sem kom út haustið 1943 í tvö þúsund eintökum, hafi nánast verið uppseld fyrir jól. Ragnar í Smára, sem sá um útgáf- una, hafi haft á orði að hann hefði getað selt þúsund eintök í viðbót, ef til hefðu verið. Nú á eftir að koma í ljós hvaða móttökur nýja bókin fær, en hún er gefin út í fimm hundruð eintökum. Veðrabrigði eftir hálfrar aldar bið  Nýtt smásagnasafn eftir Svanhildi Þorsteinsdóttur komið út, 49 árum eftir andlát hennar  Fyrri bók hennar fékk lofsamlega dóma  Svanhildur gerði miklar kröfur til sjálfrar sín um vandvirkni Morgunblaðið/Júlíus Veðrabrigði Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur með smásagnasafn móður sinnar. Merk ævi Svanhildur Þorsteinsdóttir skrifaði smásögur og lék á sviði og í kvikmyndum. Stór hluti þeirra 26 lífeindafræð- inga sem sögðu upp störfum sínum við Landspítalann í sumar hefur dregið umsóknir sínar til baka. Formaður félags lífeindafræðinga, Gyða Hrönn Einarsdóttir, telur vinnu Landspítalans við að upp- fylla stofnunarsamning síðan 2013 helstu ástæðuna fyrir því að fólk hafi ákveðið að draga uppsagnir til baka. „Síðast þegar ég vissi voru ekki alveg allir búnir að draga upp- sagnirnar til baka. Ég hef til að mynda ekki upplýsingar um að líf- eindafræðingar á hjarta- og lungnadeild hafi dregið uppsagnir til baka. Síðan er einn og einn á hinum deildunum sem ég veit ekki um,“ sagði Gyða í samtali við mbl.is. Óskar Reykdalsson, fram- kvæmdastjóri rannsóknarsviðs, segir þetta vera mikið fagnaðar- efni. „Við erum núna að gera ýms- ar breytingar á vinnufyrirkomulagi og breytingar á aðferðum til að gera vinnustaðinn góðan og efla þátttöku starfsmanna í því,“ segir Óskar og bætir við að nú hafi verið farið yfir starfsþróun allra geisla- og lífeindafræðinga á sviðinu. „Við höfðum að hluta til ekki staðið okk- ur sem stjórn. Það eru nokkrir sem eiga inni launahækkun vegna stofn- anasamnings sem hefur láðst að klára. Við höfum beðið afsökunar á því og munum bæta það upp.“ Morgunblaðið/Ómar Staðan Framkvæmdastjóri rannsóknarsviðs segir þetta vera fagnaðarefni. Lífeindafræðingar hætta við uppsagnir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.