Morgunblaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 68
68 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2015
✝ Hörður Hún-fjörð Pálsson
fæddist á Skaga-
strönd 27. mars
1933. Hann lést á
Landspítalanum
við Hringbraut 15.
september 2015.
Foreldrar Harðar
voru Páll Svein-
björnsson, f. 8.3.
1909, d. 3.6. 1970,
bifreiðastjóri á
Sauðárkróki, og Sigrún Ásbjörg
Fannland, f. 29.5. 1908, d. 14.3.
2000, skáldkona. Systkini Harð-
ar: Haukur Frímann, f. 20.1.
1931, d. 13.6. 2011, mjólk-
urfræðingur á Sauðárkróki;
Óskar Sveinbjörn, f. 3.3. 1932, d.
24.5. 2000, bifvélavirki í Kefla-
vík; Kolbeinn Skagfjörð, f. 11.8.
1934, d. 2.6. 2007, versl-
unarmaður í Keflavík; Ásta
Eygló, f. 2.2. 1938, myndlist-
arkona í Keflavík, og Bragi, f.
4.4. 1939, d. 6.10. 1986, verka-
maður í Keflavík. Eftirlifandi
eiginkona Harðar er Inga Þórey
Sigurðardóttir, f. 12.7. 1933,
húsfreyja. Foreldrar hennar
voru Sigurður Sandhólm Magn-
ússon, verkstjóri á Hellissandi,
og Guðrún Jónasdóttir hús-
árkróki. Hann starfaði hjá Guð-
jóni í Sauðárkróksbakaríi til
1958, tók þá við rekstri Alþýðu-
brauðgerðarinnar á Akranesi
og rak hana 1958-63. Hann
keypti þá bakaríið, breytti nafni
þess í Harðarbakarí og starf-
rækti það til 1998. Hörður var
einn af stofnendum Íþrótta-
félagsins Drangeyjar á Sauð-
árkróki, en það sameinaðist
ungmennafélaginu Tindastóli
1948. Hann æfði og keppti í
frjálsum íþróttum, sat síðar í
knattspyrnuráði Akraness og
var formaður þess 1988-89.
Hörður gekk ungur í stúku, var
æðsti templar stúkunnar Gleym-
mér-ei á Sauðárkróki, starfaði í
stúkunni Akurblóminu á Akra-
nesi og sat lengi í stjórn Stór-
stúku Íslands. Hörður söng í
kirkjukór Sauðár-króks og síð-
an í kirkjukór Akra-ness. Hann
stofnaði, ásamt þremur öðrum
Skagakvartettinn 1967 og starf-
aði í Oddfellow-reglunni frá
1960. Hörður var bæjarfulltrúi
fyrir Sjálfstæðisflokkinn á
Akranesi 1974-86, sat í skóla-
nefnd Fjölbrautaskóla Vest-
urlands, í stjórn Dvalarheimilis-
ins Höfða og var
stjórnarformaður Skipa-
smíðastöðvarinnar Þorgeir og
Ellert á Akranesi 1994-2008.
Hann var sæmdur riddarakrossi
Hinnar íslensku fálkaorðu 2003.
Útför Harðar verður frá
Akraneskirkju í dag, 24. sept-
ember 2015, kl. 11.
freyja. Börn Harð-
ar og Ingu eru Guð-
rún Bryndís, f.
23.12. 1956, sendi-
herrafrú, gift Stef-
áni Lárusi Stef-
ánssyni sendiherra
og eru synir þeirra
Hörður Páll og
Stefán Lárus; Sig-
urður Páll, f. 16.7.
1961, bæjarverk-
fræðingur hjá
Akranesbæ, en kona hans er Ás-
laug Árnadóttir, starfsmaður
við íþróttamiðstöðina á Akra-
nesi, og eru börn þeirra Inga
Tinna, Magnús Björn og Pétur
Aron; Hörður, f. 31.7. 1965,
starfsmaður hjá Íslandsbanka,
búsettur í Kópavogi en kona
hans er Sigríður Bjarnadóttir
skrifstofumaður og eru dætur
þeirra Una Dís og Eva Rós, en
börn Harðar frá fyrra hjóna-
bandi eru Auður Elísa, Hörður
Þór og Maron Snær; Sigríður
Anna, f. 5.7. 1974, húsfreyja í
Kópavogi en maður hennar er
Jón G. Ottósson, starfsmaður
hjá Stakkavík í Grindavík, börn
þeirra eru Ottó Andrés, Guðrún
Inga og Magnús Ari.
Hörður ólst upp á Sauð-
Elskulegur pabbi okkar, Hörð-
ur Pálsson, er látinn. Við systkinin
viljum fá að minnast þín með örfá-
um orðum. Það fyrsta sem kemur
í hugann er mikið þakklæti fyrir
að hafa átt þig sem pabba. Þú
varst vakandi og sofandi yfir vel-
ferð okkar, hvernig okkur vegnaði
í lífi og starfi og gladdist manna
mest þegar vel gekk. Í erfiðleikum
og mótlæti varst þú kletturinn
sem alltaf var hægt að leita til og
stuðningur þinn var ætíð ómetan-
legur. Ekki er hægt að lýsa þakk-
læti okkar í þinn garð með orðum.
Söknuður okkar er sár og tekur
í þegar nú rennur upp fyrir okkur
að þú ert horfinn af þessu tilve-
rusviði og tekur ekki lengur þátt í
amstri daganna.
Eftirleiðis verða sigrar lífsins
litlausari og mótbyr tilverunnar
mun taka meira á þegar elsku
pabba nýtur ekki lengur við.
Þú kenndir okkur margar lexí-
ur fyrir lífið, sérstaklega hvernig
þú umgekkst vini þína og sam-
borgarana alla. Þú valdir alltaf
sáttaleiðina í öllum deilum og vild-
ir öllum vel. Framkoma þín end-
urspeglaði það sem við sjáum nú
að er mikilvægast í lífinu, að gefa
af sér og vera í sem mestri sátt við
guð og menn. Faðir okkar var ekki
langrækinn maður en hann stóð
fast á sínu og var ekki skaplaus og
fólk vissi alveg hvar það hafði
hann ef því var að skipta. Ef hann
skipti skapi var það oft og einatt
með þeim hætti að skapið sem
glitt hafði í um stundarsakir hvarf
eins og dögg fyrir sólu og allt varð
með sama hætti á eftir.
Áhugi þinn á lífinu og öllu í
kringum þig var mikill og allt um-
lykjandi. Ekkert uppi á Skaga var
þér óviðkomandi. Þú varst ein-
dreginn félagsmálamaður, stund-
um svo mikill að fjölskyldunni
þótti nóg um.
Þú hafðir ástríðufullan áhuga á
íþróttum frá unga aldri, fyrst sem
keppnismaður í frjálsum íþróttum
með félagi þínu á Sauðárkróki og
síðar sem keppnismaður í brids.
Þú tókst síðan virkan þátt í
íþróttaiðkun barna okkar og
studdir þau með ráðum og dáð.
Sérstakan sess í hjarta þínu
skipaði knattspyrnulið ÍA sem gaf
þér margar góðar stundir í gegn-
um árin.
Minningarnar streyma fram og
þá helst þær þar sem við höfðum
þig og mömmu út af fyrir okkur.
Þið mamma voruð mikil jólabörn
og fengum við og okkar börn að
njóta þess í ríkum mæli. Allar
ferðirnar hvort heldur veiðiferðir,
utanlandsferðir eða bara ferðalag
út í óvissuna með kaffi og tilheyr-
andi verða vel varðveittar í hjört-
um okkar allra.
Pabbi, það er við hæfi að við
kveðjum þig með ljóði eftir móður
þína og ömmu okkar Sigrúnu
Fannland.
Vagninn er kominn.
Til ferðar er búist fljótt
Fjarlægðin bíður og heimtar
að tekið sé far.
Sviðið lokast.
Hratt veltur tímans hjól.
Hverfa þó aldrei draumar
um það sem var.
Drúpa höfði
blómin í brattri hlíð.
Bros þeirra striðnað.
Sólin í felum er.
Himinninn grætur.
Í fjöllin hann fellir tár,
fullur samúð með þeim
sem kveður og fer.
Hvíl þú í friði, elsku pabbi okk-
ar, og hafðu þökk fyrir allt sem þú
varst okkur og barnabönum þín-
um. Þín verður sárt saknað.
Guðrún Bryndís, Sigurður
Páll, Hörður, Sigríður Anna.
Kynslóðir koma og kynslóðir
fara. Hörður Húnfjörð Pálsson
lést fyrir rétt rúmri viku á Land-
spítalanum, hann var tengdafaðir
minn og afi drengjanna okkar
Guðrúnar, elsta barns hans. Herði
kynntist ég árið 1985 þegar leiðir
okkar Guðrúnar lágu fyrst saman.
Hún var þá með annan fótinn á
Bjarkargrundinni á Akranesi þar
sem Hörður og Inga tengda-
mamma höfðu búið sér og börn-
unum sínum stórglæsilegt heimili.
Hörður var bakarameistari og rak
um árabil Harðarbakarí á Akra-
nesi. Tengdapabbi var ótrúlegur
eljumaður, sem aðrir geta vitnað
til um betur en ég. Hann var mikill
drifkraftur í atvinnulífi og margs
konar félagsstarfi og var mjög
gefandi í samfélaginu á Akranesi.
Sjálfstæðisflokknum fylgdi Hörð-
ur dyggilega alla tíð og lét ekki sitt
eftir liggja að aka oft suður til
Reykjavíkur á fundi eftir langa
vinnudaga.
Hann var af þeirri kynslóð sem
ólst upp í mikilli fátækt á kreppu-
tímum á Sauðárkróki. Af ótrúleg-
um dugnaði náði hann að mennta
sig sem bakari og sótti sér fram-
haldsmenntun til Noregs og vann
um tíma við iðn sína á Sauðár-
króki. Fátæktin í æsku hafði
greinilega markað sín spor hjá
Herði því strax og hann hafði efn-
islega burði til byrjaði hann að
gefa frá sér án þess að gera
mannamun og var jafnframt ós-
ínkur á tíma, sem oft á tíðum var
af skornum skammti. Hörður hélt
fast en mildilega utan um fjöl-
skyldu sína og sú skynjun var
sterk að hann vildi allt fyrir sitt
fólk gera.
Í áranna rás hef ég oft hugsað
til þess hvað hefði getað orðið um
þennan hæfileikamann ef hann
hefði fæðst á öðrum tíma, á öðrum
stað. Hörður skartaði gullfallegri
söngrödd af guðs náð og hafði yndi
af því að syngja fyrir fólk, hvort
sem um var að ræða einsöng eða í
kór. Ég hef einu sinni tárast undir
söng í útför, en það var þegar
Hörður söng einsöng í útför Birgis
nágranna síns af Bjarkargrund-
inni. Hann söng einnig í útför
móður minnar í kirkjunni á Ingj-
aldshóli á Snæfellsnesi, algerlega
óvænt og óundirbúinn, og jók við
helgi athafnarinnar.
Hörður hafði mikla hæfileika
bæði sem bridsspilari sem og í
skák, en það var á sömu bókina
lært, hvar sem hann bar niður í
íþróttum, það var ekki hætt fyrr
en sigurinn var í höfn. Hátt á ní-
ræðisaldri náði hann tökum á int-
ernetinu og tileinkaði sér fljótlega
að fara inn á alþjóðlegar keppn-
issíður í brids og keppa þar við er-
lenda spilamenn og hafa betur.
Þessi mikli keppnismaður hafði
ekki sigur undir lokin, en þá hafði
mikið verið á hann lagt í veikind-
unum. Hörður Pálsson er nú kom-
inn á leiðarenda. Að segja að það
sé skarð fyrir skildi nær ekki al-
veg að túlka eftirsjá aðstandenda
eða lýsa því tómarúmi sem þessi
merki maður skilur eftir sig. Þessi
orð eru of fátækleg og einungis
brotabrot hugsana sem ná hvergi
yfir lífshlaup þessa einstaka per-
sónuleika. Drengjunum okkar
Guðrúnar, þeim Herði og Stefáni,
sem nú sjá á eftir afa sínum, auðn-
aðist að kynnast Herði og Ingu
náið í heimsóknum þeirra þegar
við bjuggum erlendis. Sá tími
verður þeim dýrmætur minning-
arsjóður, sérstaklega heimsókn
afa og ömmu til Tókýó, sem verð-
ur okkur öllum ógleymanleg.
Inga horfir nú á eftir lífsföru-
naut sínum en hún er umvafin
þeim kynslóðum hún og Hörður
komu á legg.
Guð blessi minningu Harðar
Pálssonar.
Stefán Lárus Stefánsson,
Hörður Páll Stefánsson,
Stefán Lárus Stefánsson.
Í dag kveð ég mikinn vin og
læriföður. Hann var alltaf til stað-
ar og var sannkallaður hornsteinn
fjölskyldunnar. Það lýsir Herði
ágætlega að hann var bæði hrjúf-
ur og ljúfur, ákveðinn í mörgum
málefnum og kom ávallt sínum
sjónarmiðum að. Eitt af því fyrsta
sem hann sagði við mig þegar við
settumst niður í bakaríinu var:
„Jón minn, þú hittir alltaf sjálfan
þig.“ Það eru orð að sönnu og á
jafnt við í atvinnulífinu og heima
fyrir. Hörður var maður mikilla
sátta og nálgaðist hann málin á
sinn sérstaka hátt. „Komdu með
mér í smá bíltúr,“ sagði hann þeg-
ar eitthvað þarfnaðist afgreiðslu
eða hann vildi fá álit á einhverju
tilteknu máli. Þá var hratt og
örugglega gengið í málin og þau
kláruð, kostur sem ég hef ávallt
kunnað vel að meta.
Hörður hjálpaði mér til
mennta. Ég man það eins og gerst
hafi í gær þegar ég var við vinnu í
bakaríinu, að skera rúgbrauð sem
var bæði heitt og þungt, að Hörð-
ur kom að máli við mig. Hann gaf
mér í raun tvo valkosti, annað-
hvort kæmi ég meira að bakaríinu
með honum eða hann myndi fylgja
mér upp á Bifröst daginn eftir.
Eftir stutta umhugsun varð Bif-
röst ofan á og hefur það reynst
lykill að störfum mínum alla tíð
síðan.
Stangveiði og fótbolti var Herði
ávallt ofarlega í huga. Ég varð
þeirrar gæfu að njótandi að fara
með Herði í margar veiðiferðir og
kenndi hann mér það sem ég kann
í því góða sporti. Auk veiðinnar
fékk tónlistin að njóta sín í þessum
ferðum, sem og annars staðar þar
sem Hörður var, en hann var mik-
ill tónlistarunnandi. Upp úr þurru
stóð hann upp og sagði: „Nú lang-
ar mig til að syngja aðeins fyrir
ykkur“.
Eins fórum við oft saman á völl-
inn og stendur upp úr ferð sem við
fórum saman í vor á leik Man-
chester United og Manchester
City. Í þeirri ferð skein í gegn sá
einlægi áhugi sem Hörður hafði
fyrir íþróttinni, spennan var líkt
og hjá fimm ára dreng. Þannig er
Herði lýst einna best, allt var tekið
með trukki.
Að kynnast Herði og fjölskyldu
hans hefur verið mín mesta gæfa
og er ég honum ævinlega þakk-
látur fyrir þau kynni. „Þetta var
frábært!“ sagði hann gjarnan þeg-
ar hann kom út af skemmtunum.
Ég geri þau orð að lokaorðum
mínum í þessari stuttu minningu,
en þau lýsa vel kynnum okkar
Harðar. Þetta var frábært.
Þinn tengdasonur,
Jón Guðmundur Ottósson.
Elsku tengdapabbi minn er lát-
inn eftir harða baráttu við ólækn-
andi mein.
Ég á þér margt að þakka, elsku
Hörður. Þú varst mér og börnun-
um mínum, Ingu Tinnu, Magga og
Pétri, ómetanlegur stuðningur,
fyrirmynd hins góða í lífinu.
Það var alltaf gaman að fá þig í
heimsókn í smá kaffispjall, þú
stoppaðir yfirleitt stutt en komst
þá þeim mun oftar.
Takk fyrir allt, elsku Hörður
minn, við söknum þín sárt. Minn-
inguna um þig mun ég varðveita í
hjarta mér.
Við munum öll hugsa vel um
Ingu þína.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Þín tengdadóttir,
Áslaug (Ása).
Elsku afi minn. Mér finnst erf-
itt að hugsa til þess að fá ekki að
sjá þig aftur.
Þú hefur spilað svo stórt hlut-
verk í mínu lífi allt frá því að ég
fæddist og glætt líf mitt svo mörg-
um fallegum og góðum minning-
um.
Ein af mínum fyrstu minning-
um er þegar þú hélst á mér og
söngst Úmbarassa en það lag átt-
um við eftir að syngja oft á mínum
bernskuárum. Þá sló ég taktinn á
magann á þér og náðum við þann-
ig góðum samhljómi. Það var allt-
af gaman að vera með þér, elsku
afi, en til að bæta ofan á þá ham-
ingju varstu líka bakari, sem færði
jafn mikla gleði og jólasveinninn á
jólunum.
Öll aðfangadagskvöld, frá því
ég fæddist, var ég hjá ykkur
ömmu á Bjarkargrundinni. Frá
því ég fyrst man eftir mér, bjugg-
um við til falleg piparkökuhús
bökuðum hálfmána og fleira góð-
gæti. Á aðfangadag birtist svo
jólasveinninn á vélsleða með
pakka inn um dyrnar og söng jóla-
lögin með okkur. Ég horfði á þig
syngja með kirkjukórnum og svo
var borðaður jólamatur og pakka-
flóðið tekið upp. Þegar við fjöl-
skyldan fórum að halda jólin í
Borgarnesi kom ég alltaf til ykkar
ömmu seinna um kvöldið því í mín-
um huga eru jólin samverustund
með ykkur.
Ég var oft í afabakaríi, eins og
ég kallaði það, og fékk að hjálpa til
og smakka allt það sem hugurinn
girntist. Það var jafnframt minn
fyrsti vinnustaður, þar sem ég af-
greiddi en náði varla upp fyrir
búðarborðið. Þér fannst það lítið
tiltökumál og sagðir mér að gefa
viðskiptavininum til baka með því
að fara hinum megin við búðar-
borðið, sem ég og gerði.
Ég á ógleymanlegar stundir
með þér og ömmu á Kanaríeyjum.
Ég var aðeins níu ára þegar ég fór
með ykkur fyrst. Þá fékk ég frí í
skólanum en þú sást til þess að ég
lærði á kvöldin og hjálpaðir mér
við námið. Á milli bóka fórum við í
mínígolf, spiluðum kínverska skák
og margt fleira. Þið amma fóruð
síðan með mig í allar ferðir og þá
viðburði sem mér fundust spenn-
andi. Ég var oft á tíðum spurð að
því hvort mér leiddist ekki að vera
með eldra fólkinu á Kanarí, en
svarið kom beint frá hjartanu:
„Bestu og skemmtilegustu ferðir
sem ég hef upplifað.“
Í seinni tíð hefur þú alltaf tekið
þátt í öllu því sem ég hef tekið mér
fyrir hendur, hvort sem það er í
námi, leik, íþróttum eða starfi. Þið
amma hafið ávallt stutt mig í einu
og öllu og verð ég ykkur ævinlega
þakklát fyrir það. Þegar á móti
blés veittuð þið mér stuðning og
þú lagðir þig fram við að finna
lausnir til þess að láta mér líða
betur.
Þú hefur alltaf verið hrókur alls
fagnaðar, það vita allir sem
þekktu þig. Það er erfitt að hugsa
til þess að vera í veislu þar sem þú
stendur ekki upp og heldur ræðu
og tekur lagið „Heimaleikfimi“
sem allir taka undir.
Ég veit að þú varst stoltur af
mér og ég mun gera það sem ég
get svo þú getir haldið því áfram.
Nú hefur þú betra útsýni til að
fylgjast með og ert fallegasti eng-
illinn á himnum. Þú mátt vita það
að ég hef alltaf verið stolt af því að
vera barnabarn Harðar bakara.
Ég lofa því að passa upp á
ömmu. Ég elska þig, afi minn, og
sakna þín. Hvíl í friði. Þitt fyrsta
barnabarn,
Inga Tinna.
Elsku bróðir.
Það er ótrúlegt að þú sért horf-
inn á braut svona fljótt eftir stutta
legu á sjúkrahúsi. Við vorum sex
systkinin, fimm bræður og ég, nú
eruð þið allir farnir og ég er ein
eftir og er það ótrúlega sárt. Það
er margs að minnast á langri ævi.
Þú varst alltaf góð fyrirmynd,
glæsilegur ungur maður og hrók-
ur alls fagnaðar hvar sem þú
komst.
Við áttum góða æsku á Krókn-
um þó það hafi verið á kreppuár-
unum og oft hafi lítið verið til. Þú
fórst ungur að læra að verða bak-
ari hjá Guðjóni Sigurðssyni bak-
ara á Króknum. Einu sinni sem
oftar var árshátíð hjá Iðnaðar-
mannafélaginu, bauðst þú litlu
systir með þér, þá var ég 16 ára
gömul, ég man hvað ég var glöð að
þú skyldir bjóða mér stelputrypp-
inu og þá var dansað fram á rauða
nótt í gömlu Bifröst. Svo liðu árin
og þú kláraðir námið og varst svo
eitt ár í Noregi að fullnema þig í
iðninni.
Þú kynntist eiginkonu þinni,
Ingu Sigurðardóttur frá Hellis-
andi, þar sem hún var á kvenna-
skólanum Löngumýri í Skagafirði
og bjugguð þið nokkur ár á
Króknum áður en þið fluttuð suð-
ur á Akranes með fjölskyldu þína,
vannst þú fyrst hjá Alþýðubrauð-
gerðinni áður en þú stofnaðir þitt
eigið bakarí þar. Þú varst mjög
farsæll í starfi, þú hefur alltaf ver-
ið mér góður bróðir. Þakka þér
fyrir alla þína gjafmildi við mig í
gegnum tíðina. Þú eignaðist góða
fjölskyldu, elskulega konu, hana
Ingu, og börnin þín Guðrúnu,
Sigga Palla, Hörð og Siggu, sem
öll hafa staðið sig svo vel. Ég
þakka þér svo elsku bróðir alla
þína gæsku við mig og mína, ég
veit að bræðurnir og mamma og
pabbi taka vel á móti þér.
Vagninn er kominn
til ferðar er búist fljótt
fjarlægðin bíður og heimtar
að tekið sé far
sviðið lokast
hratt veltur tímans hjól
hverfa þó aldrei draumar
um það sem var.
Drjúpa höfði
blómin í brattri hlíð
bros þeirra stirðnuð
himinninn grætur
í fjöllin hann fellur tár
fullur af samúð með þeim
sem kveður og fer.
(Sigrún Fannland)
Elsku Inga mín, innilegar sam-
úðarkveðjur til þín og barna
þinna, tengdabarna og barna-
barna.
Ásta systir og Sveinn.
Það er með miklum trega sem
ég kveð meistara minn Hörð Páls-
son bakarameistara. Ég hóf bak-
aranám hjá Herði árið 1962 og alla
tíð síðan hefur hann verið stór
hluti af lífi mínu. Hann var góður
yfirmaður, strangur en sanngjarn.
Ég mun ekki rekja æviferil
Harðar því það gera aðrir sem
þekkja betur til, en Hörður lagði
gjörva hönd á margt á löngum
æviferli. Ég get þó ekki annað en
sagt að ég tel að Hörður hafi verið
með betri sonum Skagafjarðar og
mér er til efs að Sauðárkrókur
hafi átt betri sendiherra en Hörð
Pálsson. Eftir að Hörður flutti á
Akranes hafði hann ávallt mikinn
metnað fyrir framgangi bæjar-
félagsins, ekki síst í atvinnu- og
velferðarmálum, en hann sat um
langt skeið í bæjarstjórn Akra-
ness. Á langri og farsæll vegferð
kom hann að mörgum framfara-
málum bæjarfélagsins. Áhugamál
okkar voru mörg en lágu ekki
hvað síst saman á sviði knatt-
spyrnunnar og pólitíkur.
Báðir vorum við formenn
Knattspyrnufélags ÍA og bæjar-
Hörður Húnfjörð
Pálsson
HINSTA KVEÐJA
Tryggð
Hve ást þín mig á örmum bar
hve innileg vor gleði var
er saman tvö við sátum þar
svo saklaus góð og hrein
sem fuglar tveir er syngja á sömu
grein.
(Tómas Guðmundsson)
Hvíl í friði, þín eigin-
kona,
Inga.
Með klökkum huga þig ég kveð,
ég þakka allt sem liðið er,
Guð okkur verndi og blessi.
Það er sárt að kveðjast við dauð-
ans dyr.
En svona er lífið og dauðinn ei
spyr,
hvort finnist oss rétti tíminn til,
dauðinn hann engum sleppir.
(Ingimar Guðmundsson)
Ég vil gera orð skáldsins
að mínum um leið og ég
þakka kærum vini mínum
yfir 20 ára samfylgd.
Ástvinum öllum bið ég
Guðs blessunar.
Guðleif Andrésdóttir.