Þjóðmál - 01.03.2012, Side 12

Þjóðmál - 01.03.2012, Side 12
 Þjóðmál VOR 2012 11 settist ekki að í forsætisráðuneytinu fyrr en 1 . febrúar 2009, eftir að lykilákvarðanir um viðbrögð við hruninu höfðu verið teknar og stefnan mörkuð um meginaðgerðir vegna þess . Hið versta er að framkvæmd stefn­ unnar hefur verið í höndum óhæfra ráðherra og seðlabankastjóra . Sannaðist þetta best í Icesave­samningaferlinu og vandræða gang­ inum við að afnema gjaldeyrishöft in . Þegar litið er á ytri umgjörð þjóðarbú­ skaparins um þessar mundir verður vart á betra kosið, sérstaklega í samanburði við raunir annarra þjóða . Mikill fiskur berst á land og verðmæti hans er mikið, álver hér á landi eru meðal hinna hagkvæmustu í heimi, fjöldi ferðamanna stefnir í 700 .000 á ári og sé litið til flugrekstrar er spáð 7% vexti á sama tíma og stöðnun er austan hafs og vestan, ef ekki beinn samdráttur . Yfir framkvæmdavilja þjóðarinnar hvílir hins vegar lamandi skattheimtuhrammur ríkisstjórnarinnar og meginmarkmiðin þrjú sem nefnd voru í upphafi skapa upplausn og óvissu . Þá hefur ríkisstjórnin farið eyðandi hendi um innviði stjórnsýslunnar með breytingum á stjórnarráðinu og uppstokkun ráðuneyta . Í því efni hefur hún misnotað skýrslu rannsóknarnefndar alþingis á hinn herfilegasta hátt og skýlt sér á bak við illa unnar álitsgerðir háskólamanna sem hika ekki við að veita stjórnarherrunum fræðilegt skjól með aðstoð hlutdrægra fréttamanna og álitsgjafa ríkisútvarpsins . Í skjóli ríkisstjórnarinnar og meirihluta hennar á þingi hafa hinir misvitru fræði­ menn og álitsgjafar leitast við að ná sér niðri á andstæðingum sínum eftir að hafa þjáðst sem ímyndaður minnihlutahópur í tæpa tvo áratugi . Er svo komið að það vekur undrun erlendra manna hve fúst þetta fólk er til að ganga í spunalið stjórnarherranna . Sambærileg þjónkun þekkist ekki annars staðar í vestrænum lýðræðisríkjum, hana megi helst greina í Rússlandi Pútíns . II . Af þremur lokamarkmiðum ríkisstjórnar­ innar skal fyrst litið til þess hvernig staðið er að breytingum á lögunum um stjórn fiskveiða . Samkvæmt nýrri skýrslu um sjávarklasann er framlag hans til landsframleiðslu um 26% . Sjávarútvegurinn skapar því stærstan hluta útflutningstekna þjóðarinnar . Afkoma sjávarútvegsins í heild var mjög góð á árinu 2010, framlegð upp undir 30% af tekjum . Framlegðin á árinu 2010 var um 60 milljarðar kr . Ætla má að hún nálgist 70 milljarða á árinu 2011 . Þeir sem við þessa lykilatvinnugrein starfa halda þó að sér höndum vegna óvissunnar sem ríkisstjórnin hefur skapað um framtíð hennar . Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar Sam­ fylkingarinnar og VG frá 10 . maí 2009 var kynnt að endurskoða skyldi lög um stjórn fiskveiða með það að markmiði að fiskveiðar umhverfis landið yrðu hagkvæmar og sköpuðu verðmæti og störf en væru jafnframt sjálfbærar og vistvænar . Greininni yrðu sköpuð bestu rekstrarskilyrði og rekstrargrundvöllur tryggður til langs tíma, jafnframt yrði leitað sátta um stjórn fiskveiða og gætt atvinnufrelsis auk þess sem jafnræðis yrði gætt við úthlutun afnotaréttarins og aðgengi að hinni sameiginlegu auðlind . Að hrinda þessum markmiðum í framkvæmd hefur reynst þung þraut . Ríkisstjórnin skipaði starfshóp um málið undir formennsku Guðbjarts Hannes son­ ar, þáverandi þingmanns Samfylkingar­ innar, nú velferðarráðherra . Hópurinn fékk síðan heitið „sáttanefndin“ og skilaði áliti í september 2010 . Í skýrslu hópsins kom fram að byggja ætti á aflamarks­ og/eða aflahlutdeildarkerfi, en rétt væri að skoða einstaka þætti kerfis ins nánar . Við úthlutun afla heimilda bæri að

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.