Þjóðmál - 01.03.2012, Side 14
Þjóðmál VOR 2012 13
ráðherra, á stöðu málsins 22 . febrúar 2012 .
Hann sagði að nýtt ríkisstjórnarfrumvarp
um fiskveiðistjórnun yrði lagt fram á
næstu vikum . Hann hefði haldið „upp
lýsingafundi með ýmsum í greininni,
kynnt hvernig við nálgumst þetta“ . Nefndi
hann útvegsmenn, sjómannasamtökin og
Starfsgreinasambandið til sögunnar . Hann
efndi til slíkra viðræðna til að það væri
„talsamband á milli aðila“ . Þá hefði hann
rætt við félaga sína í stjórnarflokkunum
og auk þess hefðu „þau komið aðeins að
þessu Guðbjartur Hannesson og Katrín
Jakobsdóttir sem voru í ráðherranefndinni“ .
Ekki væri hægt að neita því að vinnan væri
nokkuð á eftir áætlun .
Vinnan er ekki aðeins á eftir áætlun
heldur fer á milli mála hvað fólst í samtölum
Steingríms J . við hagsmunaaðila . Í Morgun
blaðinu 23 . febrúar birtust samtöl við þrjá
þeirra aðila sem hafa mikilla hagsmuna að
gæta í sjávarútvegi, talsmenn samtaka sjó
manna, útvegsmanna og fiskverkafólks .
„Við höfum enga aðkomu að þessari vinnu,“
sagði Friðrik J . Arngrímsson, fram kvæmda
stjóri LÍÚ, um gerð nýs laga frumvarps .
Hann sagði að fulltrúar LÍÚ hefðu hitt
ráð herra á stuttum fundi 19 . janúar . Sævar
Gunnar sson, formaður Sjómanna sam bands
Íslands (SSÍ), sagði að engin efni satriði
væntanlegs frumvarps hefðu komið fram
á fundi þeirra með sjávarútvegs ráð herra .
Björn Snæbjörnsson, formaður Starfs greina
sambands Íslands (SGS), sagði að ekki hefði
verið haft samráð við þá um frum varps
gerðina . Fiskverkafólk er innan SGS .
Jóhanna Sigurðardóttir boðaði í lok janúar
framlagningu nýs frumvarps um stjórn
fiskveiða í febrúar 2012, eins og áður sagði .
Hún sagði á alþingi 23 . febrúar 2012 að
Steingrímur J . Sigfússon ynni að málinu
af kappi . Þetta hefði verið forgangsmál hjá
honum og hann ætlaði sér að leggja það fram
eins fljótt og auðið væri . „Þær spurnir hef
ég af því, eftir samtöl við hann, að eitthvað
muni það dragast . Hann er í samráði við
ýmsa aðila um þetta mál en vonandi kemst
það það fljótt inn í þingið að við getum
afgreitt það á þessu vorþingi . Það er mjög
mikilvægt og er eitt af forgangsmálum ríkis
stjórnarinnar,“ sagði í Jóhanna vegna fyrir
spurnar frá Bjarna Benediktssyni, for manni
Sjálf stæðisflokksins .
Þegar litið er á stöðu þessa forgangsmáls
ríkisstjórnarinnar í lok febrúar 2012 er hún
ekki björguleg . Samráð virðist af skornum
skammti milli Jóhönnu og Steingríms J . og
enginn veit í raun um stefnu þeirra í málinu,
farið er með hana eins og mannsmorð . Þá
er samráð Steingríms J . við hagsmunaaðila
frekar til að sýnast en að ræða efnisatriði
og komast að sameiginlegri niðurstöðu .
Menn þurfa ekki að vera mjög spámannlega
vaxnir til að komast að þeirri niðurstöðu
að Jóhanna Sigurðardóttir hafi ekkert vald
á þessu forgangsmáli sínu, hvorki á efni
málsins né tímamörkum .
III .
Sé staðan óbjörguleg varðandi fisk veiðistjórnina, er hún ömurleg þegar kemur
að stjórnarskrármálinu . Stjórn skip unar og
eftirlitsnefnd alþingis gafst upp við að brjóta
tillögur stjórnlagaráðs til mergjar og segja
álit sitt á þeim . Nefndin fékk tillög urnar
til meðferðar í október 2011 og afgreiddi
þær óbreyttar frá sér 22 . febrúar 2012 í
skjóli þingsályktunartillögu frá Þór Saari,
þingmanni Hreyfingarinnar, og fleirum .
Með samþykkt tillögunnar vannst tvennt:
keyptur var stuðningur Hreyfi ngar innar við
ríkisstjórnina og stjórnarskrár tillög urnar
komust út úr alþingi til stjórn lag a ráðs .
Hvernig stjórnlagaráð, sem er jafnvel
um boðs lausara nú en það var áður, tekur
á málinu er óljóst . Salvör Nordal . for
maður hins afsetta stjórnlagaráðs, gagnrýndi