Þjóðmál - 01.03.2012, Side 15
14 Þjóðmál VOR 2012
afgreiðslu stjórnskipunar og eftirlitsnefndar
í bréfi til forsætisnefndar alþingis eftir að
málinu hafði verið vísað til ráðsins . Í bréfinu
gerir Salvör „alvarlegar athugasemdir“ við
það hversu fyrirvarinn til að kalla saman
stjórnlagaráð sé skammur og hversu óskýrt
hlutverk fyrirhugaðs fundar ráðsins sé, „bæði
um hvað hann eigi að fjalla og hverju hann
eigi að skila“ . Þá segir Salvör: „Vert er að geta
þess að ekkert samstarf var haft við stjórn
stjórnlagaráðs við mótun þingtillögunnar .“
Að því er stefnt á alþingi að meðferð
þess á stjórnlagatillögum verði lokið fyrir
29 . mars svo að leggja megi málið undir
þjóðaratkvæði samhliða forsetakosningum
30 . júní 2012, en þrír mánuðir þurfa að líða
frá því að þjóðaratkvæðagreiðsla er boðuð
þar til hún fer fram . Í ályktun alþingis
um atkvæðagreiðsluna er ekki vikið einu
orði að um hvað hún skuli snúast heldur
segir aðeins: „Alþingi skal standa fyrir
víðtækri kynningu á efni þeirra tillagna og
spurninga sem bornar verða upp í þjóðar
atkvæðagreiðslu, sbr . 6 . gr . laga um fram
kvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna .“ Í þessari
lagagrein segir: „Alþingi skal standa fyrir
víðtækri kynningu á því málefni sem borið
er undir þjóðaratkvæði skv . 1 . mgr . 1 . gr .
Forsætisnefnd Alþingis skal setja nánari
reglur um fyrirkomulag kynningar .“ Ályktun
þingsins ber með sér uppgjöf meirihluta
þess í glímunni við tillögur stjórnlagaráðs .
Meginreglan samkvæmt lögunum um
þjóðar atkvæðagreiðslur er að leggja skal fyrir
kjósendur spurningu sem þeir geta svarað
með því að segja já eða nei . Hvernig unnt er
að fara að þessari reglu þegar um er að ræða
skjal með meira en 100 greinum sem auk þess
eru hvorki ræddar til fulls eða samræmdar er
óljóst eins og allt annað í þessu máli .
Allir fræðimenn í lögum sem tekið hafa til
máls opinberlega um afgreiðslu meirihluta
alþingis á tillögum stjórnlagaráðs lýsa undrun
og hneykslun yfir málsmeðferðinni . „Mér
finnst þetta vera allsherjar handarbakavinna
og í raun algjört klúður,“ sagði Sigurður
Líndal, prófessor við Háskólann á Bifröst, í
Morgunblaðinu 24 . febrúar 2012 . „Eins og
málin standa í bili, að það takist að leysa þetta
á einum mánuði . Ég held það myndi jaðra
við almættisverk . Ég tel að það sé einfaldlega
ekki tími til þess að leggja þetta fyrir þjóðina
þannig að hún geti tekið vitræna afstöðu .
Það er kjarni málsins . Tíminn er of stuttur
og málið of vanbúið til að hægt sé að greiða
atkvæði um það . Ég tel ekki að það sé hægt
að leysa það á einum mánuði .“
Undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur
og þeirra sem fylgja henni eins og blindir
kettlingar er borin von að skynsamlega
verði staðið að breytingu á stjórnarskránni .
Jóhanna rakst á vegg þegar hún ætlaði að
svipta alþingi hlutverki stjórnarskrárgjafa
fyrir kosningar í apríl 2009 . Hún hefur
síðan reynt að bjarga þessu hjartans máli
sínu fyrir horn . Til þessa hefur þetta brölt
kostað þjóðina um einn milljarð króna .
Þessari vegferð er því miður ólokið . Forsætis
ráðherra ræðir málið eins og um heilagt stríð
sé að ræða . Ábyrgð þeirra er mikil sem taka
ekki fram fyrir hendur ráðherrans .
IV .
A ðildarviðræðurnar við ESB mjakast áfram án þess að ríkisstjórnin hafi gert
grein fyrir samningsmarkmiðum sínum í
landbúnaðarmálum eða sjávarútvegsmálum .
Steingrímur J . Sigfússon fór til Brussel 25 .
janúar 2012 til að votta framkvæmdastjórn
ESB virðingu sína og sýna að til sögunnar væri
kominn ráðherra „stóru“ meginmálaflokkanna
sem gæti skipst á skoðunum við þá . Stein
grímur J . segir þingmönnum að þegja þegar
spurt er um efnislegt erindi hans til Brussel .
Til þessa hefur ekkert verið að marka
tíma setningar sem ráðherrar nefna vegna
aðildarviðræðnanna . Hvers vegna skyldi