Þjóðmál - 01.03.2012, Page 24

Þjóðmál - 01.03.2012, Page 24
 Þjóðmál VOR 2012 23 Íslendingar bjuggu við það í aldanna rás að landfræðileg einangrun tryggði öryggi fyrir afskiptum stríðandi þjóða .1 Sem fullvalda ríki árið 1918 lýstu Íslend­ ingar yfir ævarandi hlutleysi til áréttingar stöðu landsins . Síðustu tengslin við Danmörku voru enn við lýði þegar stríð braust út 1939 . Yfirlýst hlutleysi Dana var til einskis og Þjóðverjar hernámu landið 1940 . Íslendingar biðu í ugg og ótta þess sem verða vildi, sem er höfundinum sterklega í barnsminni . Að því kom að morgni 10 . maí 1940 að einangrunin var rofin fyrir fullt og allt . Breski tundurspillirinn HMS Berwick sigldi inn á ytri höfnina í Reykjavík og á land gekk lið úr Royal Marines sem hernam borgina . Ægilegar þóttu okkur drunur sjóflugvélar af Walrus­gerð sem hringsólaði yfir hálfruglaðri Reykjavík . Flugvélar voru ennþá nær óþekkt fyrirbæri enda af að státa aðeins litlum grasflugvelli í Vatnsmýrinni . Athyglin beindist að umsvifum hermanna sem óðum voru að koma sér fyrir eða hand­ 1 Stuðst er við ritgerð höfundar, At a Crossroads — Iceland´s Defence and Security Relations 1940–2011, sem birt var á vefsíðu Alþjóðamálastofnunar Há skóla Ísland og nokkuð stytt á vefsíðu Strategic Studies Institute, U .S National Army War College . taka nokkra hérstadda Þjóðverja, þeirra á meðal SS­foringjann, konsúl þeirra, í Túngötu . Nú var því greinilega lokið að Reykjavík væri róleg og hljóðlát borg . Af stríðinu stafaði ógn sem varð daglegt um­ hugsunarefni . Fljótlega voru komnir 25 .000 breskir og kandadískir hermenn sem byggja þurfti yfir braggana sem risu hvarvetna . Vorið 1941 stendur stríðsrekstur Breta illa og þeim ber brýn nauðsyn til að losa her liðið frá Íslandi . Eftir samn inga viðræður Churchills við Roosevelt og íslenskra stjórn valda við Bandaríkin taka Banda­ ríkja menn við vörnum Íslands . Í júlí 1941 kemur 6 . herfylki landgönguliðs bandaríska flotans til Reykjavíkur . Her mann Jónasson forsætis r áðherra kunn gerir samn ing um varnir Íslands . Þar er gert ráð fyrir að her­ menn irnir hverfi frá Íslandi í stríðslok . Það varð þó ekki í raun fyrr en 65 árum síðar, árið 2006 . En í júlí 1941 eru Banda­ ríkin ekki stríðsaðili . Varð þessi her seta á stríðssvæðinu sem Ísland er á, ekki upphaf de facto þátttöku þeirra í heimsstyrjöld inni? Er það ekki Ísland fremur en Pearl Harbor sem á að standa á spjöldum sögunnar? Í ágúst 1941 heimsækir Churchill Ísland og kannar breskar og amerískar liðssveitir saman í Einar Benediktsson Öryggi landsins

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.