Þjóðmál - 01.03.2012, Page 25

Þjóðmál - 01.03.2012, Page 25
24 Þjóðmál VOR 2012 hersýningu . Ef til átaka hefði komið, hvað hefðu bandarísku hersveitirnar gert? Fyrir Íslendinga, einangraða smáþjóð, varð heimsstyrjöldin djúptæk lífsreynsla . Ótti fólks við þýska innrás eða loftárásir var ekki ástæðulaus . Loftárás var gerð á skip við Austfirði . Focke­Wulf­sprengju/ könnunarflugvélar komu yfir Reykjavík frá Stavanger og við vælið í loftvarnaflautunum forðaði fólk sér í loftvarnabyrgi eða kjallara heima . Spennan var mikil þangað til flaut­ urnar blésu merkið um að hætta væri liðin hjá . Nokkrar flugvélanna voru skotnar niður og hvíla áhafnir þeirra í þýskum hermannagraf­ reit í Fossvogskirkjugarði . Innrásaráætlan ir Þjóð verja, dulkóðaðar Ikarus, voru tvisvar til athug unar af Hitler . Herafli á öflugum her­ skipa flota frá Noregi var talinn ráða vel við það verkefni að hertaka Ísland sem m .a . yrði í höndum austur rískra Alpahersveita . Hins vegar treysti yfir stjórn hersins sér ekki til að halda landinu vegna yfirburða Breta á hafinu . Þjóðfélagið átti í samskiptum við herlið, er taldi nær 50 .000 manns, sem voru í senn þvinguð en einnig fagnaðarefni því að Íslendingar vildu standa gegn Þjóð­ verjum og veita Bandamönnum liðs­ styrk . Það gerðu þeir með því að ís lenski togaraflotinn gekk í hlut verk þess breska, að sjá þeim fyrir ísfiski sem landað var í Grimsby og Fleetwood . En þetta var mikið hættuspil vegna þýsku kafbátanna og tundurdufla og fórn Íslend inga í manntjóni við skipskaðana mjög mikil . Útvarpstilkynningar fyrir kvöldfréttir, um nöfn látinna á hafinu, gátu komið hvenær sem var . Þá unnu íslenskir fiskimenn hetju dáðir við mannbjörg . Skallagrímur bjargaði 353 manna breskri áhöfn 1940 og Skaftfellingur 51 manns af löskuðum þýsk­ um kafbáti í vonskuveðri 1942 . Ísland var Banda mönnum ómetanlegur ávinningur í því að fá yfirráð yfir siglingaleiðum á Norður­Atlantshafi og að hefta skipaferðir frá norðurevrópskum höfnum . Á Íslandi var kjörin aðstaða fyrir flugher Banda­ manna og fylgdarskip með skipalestum í orustunni um Atlantshafið . Keflavík var meðal mestu flugbækistöðva stríðsins og Hvalfjörður sterk flotabækistöð . Frá Íslandi var grandað fjölda þýskra kafbáta og tryggðir flutningar til Bretlands vegna inn rásarinnar . Fyrsta stríðsárið beittu stjórnmálaöflin lengst til vinstri, sem áður höfðu staðið að stofnun Kommúnistaflokksins, áhrifum sínum til að spilla fyrir vinnu vegna hernámsins . Andstaðan við setuliðsvinnuna stóð fram að innrás Þjóðverja í Rússland en þá kom ný Moskvulína . Þessi tímabundna afstaða og áróður vinstri aflanna var þó því miður aðeins byrjun slíkra aðgerða . Þegar kalda stríðið hófst voru Íslend­ing ar tregir í taumi til þátttöku í varn­ ar samvinnu við Bandaríkin . Árið 1946 var óskað var eftir samningi til langs tíma um her stöðvar í Keflavík og Hvalfirði, sem mætti almennri andstöðu . Árið 1949 varð Ísland einn af stofnaðilum NATO og var afstaða Dan merkur og sérstaklega Noregs til aðildar þýðingarmikil varðandi þá ákvörðun . Með varnarsamningnum árið 1951 tóku Banda ríkin á sig tvíhliða skuld­ bind ingar gagnvart Íslandi um að bregðast við okkur til varnar . Þetta er eini slíki samn­ ingur þeirra við erlent ríki . Frá og með 1951 var bandarískur herstyrkur aftur á Íslandi . NATO­aðildin varð mesta átakamál ís ­ lenskra stjórnmála og óeirðirnar við Al þing­ is húsið 1949 þær mestu frá því í krepp unni . Öfgaöfl á vinstri vængnum, með Þjóð vilj­ ann sem málgagn, börðust af ákefð gegn hersetunni og NATO sem hefði það eina markmið að eyðileggja hina sögulegu tilraun „socialismans“ í Sovétríkjunum . Þá vildu sumir forðast allt sem tengdist stríði vegna reynslunnar í heimsstyrjöldinni og vísuðu

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.