Þjóðmál - 01.03.2012, Síða 25

Þjóðmál - 01.03.2012, Síða 25
24 Þjóðmál VOR 2012 hersýningu . Ef til átaka hefði komið, hvað hefðu bandarísku hersveitirnar gert? Fyrir Íslendinga, einangraða smáþjóð, varð heimsstyrjöldin djúptæk lífsreynsla . Ótti fólks við þýska innrás eða loftárásir var ekki ástæðulaus . Loftárás var gerð á skip við Austfirði . Focke­Wulf­sprengju/ könnunarflugvélar komu yfir Reykjavík frá Stavanger og við vælið í loftvarnaflautunum forðaði fólk sér í loftvarnabyrgi eða kjallara heima . Spennan var mikil þangað til flaut­ urnar blésu merkið um að hætta væri liðin hjá . Nokkrar flugvélanna voru skotnar niður og hvíla áhafnir þeirra í þýskum hermannagraf­ reit í Fossvogskirkjugarði . Innrásaráætlan ir Þjóð verja, dulkóðaðar Ikarus, voru tvisvar til athug unar af Hitler . Herafli á öflugum her­ skipa flota frá Noregi var talinn ráða vel við það verkefni að hertaka Ísland sem m .a . yrði í höndum austur rískra Alpahersveita . Hins vegar treysti yfir stjórn hersins sér ekki til að halda landinu vegna yfirburða Breta á hafinu . Þjóðfélagið átti í samskiptum við herlið, er taldi nær 50 .000 manns, sem voru í senn þvinguð en einnig fagnaðarefni því að Íslendingar vildu standa gegn Þjóð­ verjum og veita Bandamönnum liðs­ styrk . Það gerðu þeir með því að ís lenski togaraflotinn gekk í hlut verk þess breska, að sjá þeim fyrir ísfiski sem landað var í Grimsby og Fleetwood . En þetta var mikið hættuspil vegna þýsku kafbátanna og tundurdufla og fórn Íslend inga í manntjóni við skipskaðana mjög mikil . Útvarpstilkynningar fyrir kvöldfréttir, um nöfn látinna á hafinu, gátu komið hvenær sem var . Þá unnu íslenskir fiskimenn hetju dáðir við mannbjörg . Skallagrímur bjargaði 353 manna breskri áhöfn 1940 og Skaftfellingur 51 manns af löskuðum þýsk­ um kafbáti í vonskuveðri 1942 . Ísland var Banda mönnum ómetanlegur ávinningur í því að fá yfirráð yfir siglingaleiðum á Norður­Atlantshafi og að hefta skipaferðir frá norðurevrópskum höfnum . Á Íslandi var kjörin aðstaða fyrir flugher Banda­ manna og fylgdarskip með skipalestum í orustunni um Atlantshafið . Keflavík var meðal mestu flugbækistöðva stríðsins og Hvalfjörður sterk flotabækistöð . Frá Íslandi var grandað fjölda þýskra kafbáta og tryggðir flutningar til Bretlands vegna inn rásarinnar . Fyrsta stríðsárið beittu stjórnmálaöflin lengst til vinstri, sem áður höfðu staðið að stofnun Kommúnistaflokksins, áhrifum sínum til að spilla fyrir vinnu vegna hernámsins . Andstaðan við setuliðsvinnuna stóð fram að innrás Þjóðverja í Rússland en þá kom ný Moskvulína . Þessi tímabundna afstaða og áróður vinstri aflanna var þó því miður aðeins byrjun slíkra aðgerða . Þegar kalda stríðið hófst voru Íslend­ing ar tregir í taumi til þátttöku í varn­ ar samvinnu við Bandaríkin . Árið 1946 var óskað var eftir samningi til langs tíma um her stöðvar í Keflavík og Hvalfirði, sem mætti almennri andstöðu . Árið 1949 varð Ísland einn af stofnaðilum NATO og var afstaða Dan merkur og sérstaklega Noregs til aðildar þýðingarmikil varðandi þá ákvörðun . Með varnarsamningnum árið 1951 tóku Banda ríkin á sig tvíhliða skuld­ bind ingar gagnvart Íslandi um að bregðast við okkur til varnar . Þetta er eini slíki samn­ ingur þeirra við erlent ríki . Frá og með 1951 var bandarískur herstyrkur aftur á Íslandi . NATO­aðildin varð mesta átakamál ís ­ lenskra stjórnmála og óeirðirnar við Al þing­ is húsið 1949 þær mestu frá því í krepp unni . Öfgaöfl á vinstri vængnum, með Þjóð vilj­ ann sem málgagn, börðust af ákefð gegn hersetunni og NATO sem hefði það eina markmið að eyðileggja hina sögulegu tilraun „socialismans“ í Sovétríkjunum . Þá vildu sumir forðast allt sem tengdist stríði vegna reynslunnar í heimsstyrjöldinni og vísuðu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.