Þjóðmál - 01.03.2012, Side 28
Þjóðmál VOR 2012 27
óbein þátttaka . Er þá ekki Rússland næsta
mál á dagskrá?
Aðrar þjóðir en aðildarríki Norður
skautsráðsins reyna að þrengja sér að sem
þátt tak endur . Þeim hefur verið haldið utan
við þessa samvinnu . Frá Beijing hafa bor
ist yfirlýsingar um að Kínverjar, sem öðr
um fremur þurfa meiri orku og hráefni,
muni sækja í Norðurskautið . Svo hugleikin
ráðgáta sem þetta risaveldi og saga þess er,
skal heldur ekki litið fram hjá herveldinu
Kína og stefnunni varðandi vígbúnað . Kína
er með 2 .3 milljónir manna undir vopnum
og þar með stærsta landher heims . Herinn
er búinn því nýtískulegasta í vopnum og
Kínverjar framleiða t .d . ágætar orustuþotur,
einnig fyrir helsta bandamanninn Pakistan,
þann misjafna sauð . Með fasta setu í Öryggis
ráðinu er Kína eitt af fimm ríkjum sem eru
viðurkennd kjarnavopnaveldi . Í vopna búri
sínu hafa þeir yfir að ráða langdræg um
eldflaugum . Nú hefur það bæst við að Kína
er að koma sér upp öflugum sjóher með fyrsta
flugvéla móður skipinu . Hver er skyndilegur
áhugi þeirra, fyrir milligöngu Huang
Nabo, að kaupa eða taka á leigu stærðar
landsvæði, einmitt í þeim landshluta sem á
framtíðina fyrir sér í þróuninni á norður
slóðum, annar en að koma sér fyrir á réttum
stað? Grímsstaðir á Fjöllum eru væntanlega
síðasti staðurinn fyrir golfvöll á Íslandi en
ekki flugvöll, sem skáldið Huang hefur
einnig viljað byggja . Þetta svæði er einmitt
baklandið fyrir hugsanlega framtíðarhöfn
fyrir norðursvæðið og viturlegast að það
sé óskert í höndum okkar . Þessi landshluti
var reyndar áður ofarlega á blaði fyrir vara
flugvöll sem NATO fékk ekki leyfi fyrir og
vafalaust hefði fullnægt kröfum nútímans
betur en Egilsstaðaflugvöllur .
Hernámið 1940 og herseta stríðsins varð til þess að landið fór úr fátækt
í velmegun . Stríð og friður færðust beint
inn í líf fólks . Sú spurning vaknar af hverju
heimsstyrjöld og kalt stríð leiddi ekki til
þess að Íslendingar gerðust almennt árvakrir
og sinnugir um hvað þeir gætu sjálfir gert
eða átt að frumkvæði í varnarsamvinnu
við lýðræðisþjóðir . Af hverju gætir enn
þeirrar skoðunar að það sé ekki okkar að
sýsla með mál sem snerta öryggi og varnir
þjóðarinnar því að við séum lítil, vopnlaus
þjóð í einangrun sem enginn muni skaða?
Fyrir því gætu verið ýmsar ástæður, en
okkur, sem lifðum þennan tíma allan,
er þó minnisstæðastur sá linnu lausi og
harði áróður sem öfgamenn til vinstri og
Þjóðvilj inn ráku gegn þeim sem studdu
NATOaðild og veru varnarliðsins og
byrjaði með átökunum við Alþingishúsið
1949 . Sá áróður hefur skilið eftir sig spor .
Þeir sem studdu vestræna varnar samvinnu
gátu hafa veigrað sér við að fara í slag þar
sem persónuníð var daglegt brauð . Allt tal
um samvinnu við varnar liðið var stimplað
sem landráð . En þetta var þá og er best
gleymt .
Í mars 2009 kom út Áhættumatsskýrsla
fyrir Ísland sem unnin var af þverfaglegum
hópi á vegum utanríkisráðuneytisins og
höf und ur tók þátt í . Þar var fjallað um þær
breytingar á skilningi á öryggi og ógnum
sem orðið hafa frá dögum kalda stríðsins .
Hér að framan er farið yfir sögu síðari
heims styrjaldarinnar og kalda stríðsins og
hernaðar legt mikilvægi Íslands, sem var úr
sögunni á fyrri forsendum við að árásar
hættan í austri hvarf með hruni Sovét ríkj
anna og Varsjárbandalagsins 1991 . Þau ríki
eiga nú annaðhvort aðild að NATO eða að
sérstökum samstarfsvettvangi þess . Þetta
stækkaða Atlantshafsbandalag sinnir öryggi
ríkjanna sameiginlega við algjör lega breyttar
aðstæður frá því sem var á liðinni öld .
Þær breytingar eru sumpart skil greindar í
Áhættumatsskýrslunni með því sem nefnast
„nýjar ógnir“ (new threats), þ .e . hnatt ræna