Þjóðmál - 01.03.2012, Side 33

Þjóðmál - 01.03.2012, Side 33
32 Þjóðmál VOR 2012 2 . mynd: Jaðarskattar á tekjur einstaklinga miðað við skatta annars vegar 2007 og hins vegar 2012 . tekin af vefsíðunni thjod fund ur2010.is . Ég hvet lesendur til að gefa jafnframt gaum Excel­skjali sem er að finna á vefnum undir nafninu „Ábendingar frá gestum Þjóðfundar“ . Þar eru 2 .758 stuttar og krúttlegar ábendingar um hvað betur megi fara, t .d . er Alþingi bent á „ekkert rugl!“ og „farið að vinna, hættið að rífast“ . Jafn ­ framt eru ábendingar til Alþingis á borð við „Vinsamlega kynnið ykkur niður­ stöður þjóðfundarins vel, þetta eru skila­ boð frá þjóðinni“ . Stjórnlagaráð vann loks frumvarp til stjórnskipunarlaga með enda lausum óskum um mannréttindi, heil brigði, virðingu gagnvart náttúrunni o .þ .h . Frumvarpið er óraunverulegur kostur, Nirvana­ goðsögn, og krafa um gengdar lausan ríkisrekstur . Leiða má líkur að því að brot á stjórnarskránni verði daglegt brauð verði frumvarpið að stjórnarskrá . Hvað þýðir t .d . 7 . gr .: „Allir hafa meðfæddan rétt til lífs“? Eða 8 . gr .: „Öllum skal tryggður réttur til að lifa með reisn . Margbreytileiki mann lífsins skal virtur í hvívetna .“? 200 blaðsíðna skýrslu stjórnlagaráðs fylgja reyndar leiðbeiningar . En mikilvægustu leiðbeininguna vantar: Hvern ig á að fjármagna óskalistann? Það vantar kredithliðina á umræðuna (gjöldin eru debet megin, að sjálfsögðu vinstra megin) . 80% til Steingríms — 20% til þín K röfur krúttanna leiða það sjálfkrafa af sér að skattar verði háir . Það nefna þau hins vegar aldrei enda er ekki hægt að meta til fjár mannréttindabrot eins og að veita ekki bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á um gervalla heimsbyggðina . Nýlega birti ríkisskattstjóri auglýsingu í Morgun blað inu, þar tilgreinir hann helstu skatta ársins . Tökum dæmi um smið sem á 3 börn, þar af tvö undir 7 ára aldri . Eiginkona hans (eða eiginmaður, kjósi kynjafræðingar að stilla dæminu þannig upp) er heima að sinna þeim og með lágar tekjur í samræmi við það . Vaxtabætur og barnabætur fær hann (eða hún, jú eða hann ef um er ræða tvo feður) frá hinu opinbera . 2 . mynd (sjá að ofan) sýnir jaðarskatta smiðsins og er miðað við að hann skrifi reikning með virðisaukaskatti . Ef hann er t .d . með 250 þúsund á mánuði og honum hefur tekist að betla verkefni fyrir 10 þúsund með vsk . þá greiðir hann 80%

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.