Þjóðmál - 01.03.2012, Page 35
34 Þjóðmál VOR 2012
„Íhaldið er skíthrætt“
Í boði skattgreiðenda er hægt að læra hjá Háskóla Íslands t .d . stjórnmálafræði,
heim speki, kynjafræði, guðfræði, sagn
fræði, viðskiptafræði, mannfræði og
fjölmiðla fræði . Er ekki kominn tími til að
benda mönnum á Amazon, nærliggjandi
kaffihús, erlenda skóla eða einkarekin
námskeið til að ná sér í tiltekna þekkingu?
Bæði ritlist og norræn trú er kennd til
120 eininga á meistarastigi í Háskóla
Íslands . „The usual suspects“ þegar
kemur að tillögum um niðurskurð eru
RÚV, Lýðheilsustofnun, Sinfó, söfnin,
sendiráðin, feðraorlof, Íslenski dans
flokkur inn, Þjóðleikhúsið og lista skólar .
Nám í listdansi kostar okkur 113 milljónir .
Fjölmiðlanefnd 39 milljónir . Má ekki
lítrinn af mjólk kosta 200 krónur? Launa
sjóðir listamanna kosta 489 milljónir . Við
rekum eða styrkjum jafnréttissjóð, forn
rita félag, samhæfingarnefnd fyrir sið ferðis
leg viðmið fyrir stjórnsýsluna, vestnorrænt
menn ingarhús í Kaupmannahöfn, list
skreyt inga sjóð, launasjóð höfunda fræði
rita, norræna samvinnu, æskulýðs rann
sókn ir, skáksamband, mannréttindamál
og bridge samband . Við sólundum 12
milljónum til að kynna menningu, listir
og skap andi greinar á erlendri grundu .
Alþjóðas tofnanir fá 2,2 milljarða og fara
eflaust vel með þá fjármuni . Talsmaður
neytenda fær rúmar 14 milljónir .
Flestir eru sammála um að samfélagið á
að reka öryggisnet, fólk með lítið fé á að
fá lausn meina sinna og geta menntað sig .
Félagslega kerfið er mikilvægt en það er ljóst
að leið krúttana er hins vegar ekki fær . Þau
biðja um allt of mikið . Það er nauðsynlegt
að lækka skatta . Sjálfstæðisflokkurinn
boðar skattalækkun kæmist hann til
valda . En er ekki kominn tími til að skera
hraustlega niður í rekstri hins opinbera?
Stjórnmálamenn bera ekki virðingu fyrir
skattfé þegar það er innheimt í miklu
magni . Sjálfstæðisflokkurinn er hins vegar
of stór til að leiða slíkar breytingar, hann
þorir ekki í 180° beygju í skattamálum .
„Íhaldið er skíthrætt!“ myndi Lady Gaga
hugsanlega orða það .
Smáfuglarnir sögðu frá því fyrir skömmu að DV væri í stórkostlegum fjárhagsvandræðum en
um málið var fjallað m .a . í Viðskiptablaðinu . Í frétt
Viðskiptablaðsins sagði að stærstur hluti skulda blaðs
ins væri vegna ógreiddra skatta, en þar sagði:
„ . . . um 23,9 milljónir króna var ógreidd stað
greiðsla og 10,3 milljónir voru vegna ógreidds trygg
inga gjalds .“
Nú spyrja smáfuglarnir, hvernig leysti DV úr
þess um vanda? Hvaðan komu í það minnsta 34,2
milljónir til að gera upp skattaskuldir? Hver greiddi
skattaskuldir DVG? Og hvað fékk hann í staðinn?
Um svipað leyti sat Jón Ásgeir á fundi í höfuð
stöðvum DV án þess að neinn viti hvað þar fór
fram . Smáfuglarnir sjá ekki betur en að upp frá þeim
fundi hafi tvennt gerst . Fyrst að fjárhagsvandræði
DV hafi verið leyst og svo að allri umfjöllun
um Jón Ásgeir Jóhannesson hafi verið hætt .
Fjöldi mála tengdum Jóni Ásgeiri hefur komið upp
síðan án þess að DV hafi um þau fjallað . Þá var Jón
Ásgeir á „Beinni línu“ blaðsins þar sem blaðamenn
völdu spurningar handa honum . Voru þær allar
mjög erfiðar eins og „Með hverjum heldurðu í ensku
deildinni?“ og „Ætlarðu að klippa á þér hárið?“ .
Smáfuglarnir vona að DV rannsaki hver greiddi
skattaskuldir blaðsins og hvað hann fékk í staðinn .
Það væri áhugaverð úttekt .
„Fuglahvísl“ á amx .is, 5 . mars 2012 .
Hver leysti fjárhagsvanda DV?