Þjóðmál - 01.03.2012, Qupperneq 37

Þjóðmál - 01.03.2012, Qupperneq 37
36 Þjóðmál VOR 2012 og eru aftur farnir að ganga . Ekki er ólíklegt að við munum ranka við okkur eftir nokkur ár og sjá að eigendur bankanna verða margir hinir sömu og fyrir hrun . Þá geta þeir aftur farið að semja við sjálfa sig .2 Því miður er flestöll umfjöllun um íslenskt viðskiptalíf í samtímanum þessu marki brennd . Einblínt er á fall bankanna haustið 2008, en sögulegar skírskotanir og skýringar úr fyrri fortíð eru vandfundnar í opinberri umræðu . Höfundur forystugreinarinnar gat þess að auðmanninum hefði verið „bjargað aftur“, en færa mætti rök fyrir því að verið væri að bjarga viðkomandi „enn og aftur“ . Ríkisbankinn Landsbanki Íslands kom Ólafi til bjargar 1999 þegar rekstur Samskipa var orðinn afar þungur svo dæmi sé tekið . Þekking á sögu viðskiptalífsins er því miður af skornum skammti og til að skilja feril Ólafs Ólafssonar þarf að líta lengra aftur . Stórkostleg lán frá Kaupþingi Félög Ólafs Ólafssonar voru meðal stærstu hluthafa Kaupþings . Kaupþing lánaði félögum tengdum Ólafi Ólafssyni 73 milljarða króna frá í janúar 2007 og þar til bankinn féll tæpum tveimur árum síðar . Skuldir félaga Ólafs við Kaupþing námu 96,2 milljörðum króna þegar bankinn hrundi . Sú upphæð jafngilti um það bil átján prósentum af eigin fé bankans . En þetta eru einungis skuldir félaga Ólafs í Kaupþingi . Skuldbindingar þeirra gagnvart Glitni námu fimmtíu milljörðum króna . Frá miðju ári 2006 voru félög Ólafs, Kjalar og Egla, umfangsmestu lántakendur Kaupþings, líkt og fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis . Hlutur Eglu í Kaupþingi var færður í dótturfélagið Kjalar Invest síðla árs 2006, en Kjalar var skráður í Hollandi . Bandaríski bankinn Citibank 2 „Auðmanni bjargað aftur“ . DV, 12 . október 2011 . endurfjármagnaði hlutafjáreignina sumarið 2007 og var hluturinn eftir það færður í annað dótturfélag Eglu sem einnig var skráð í Hollandi . Við fall bankans átti Egla um tíu prósenta hlut og var næststærsti hluthafinn . Lán til félaga Ólafs Ólafssonar jukust veru lega síðustu misserin sem bankinn starf­ aði, en það var meðal annars tengt veðkalli Citi banks á Eglu, sem krafðist aukinna trygg inga eftir mikla lækkun á gengi krón­ unnar og lækkunar á gengi hlutabréfa í Kaupþingi . Bankinn kom Ólafi til bjargar og lán aði honum 120 milljónir evra, eða jafn virði rúmra ellefu milljarða króna til að mæta veðkallinu . Glitnir kom Ólafi einnig til hjálpar og í sumarbyrjun 2008 höfðu bank arnir tveir lánað félögum Ólafs fjögur hundruð milljónir evra, eða tæpa fjörutíu milljarða króna til að forða því að Citibank leysti til sín hlutabréf Ólafs í Kaupþingi, en þá hefði Citibank orðið meðal allra stærstu hlut hafa bankans . Gríðarmiklum lánveitingum til varnar hluta bréfaeign Ólafs var þó hvergi nærri lokið því hálfum mánuði fyrir fall bankans fengu tvö félög Ólafs 130 milljónir evra eða 17,7 milljarða króna að þávirði til kaupa á skulda tryggingum á Kaupþing . Viku síðar krafði Deutsche Bank félög Ólafs um auknar trygg ingar og að því tilefni lánaði Kaupþing hon um jafnvirði sautján milljarða íslenskra króna . Lánasamningar þeir sem Kaupþing gerði við Ólaf og fleiri vildarviðskiptavini bankans síðustu daga sem bankinn starfaði voru þess eðlis að þeir gátu ekki tapað á þeim . Umræddar lánveitingar voru ekki samþykktar í lánanefnd bankans áður en þær voru afgreiddar .3 Engu að síður var áhættan af umræddum lánveitingum svo mikil að rétt hefði verið að afla samþykkis 3 „Milljarðalán án áhættu“ . Morgunblaðið. Viðskipti, 20 . janúar 2010 .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.