Þjóðmál - 01.03.2012, Page 38

Þjóðmál - 01.03.2012, Page 38
 Þjóðmál VOR 2012 37 lánanefndar bankans . Lánanefndin var kölluð saman í vikunni áður en neyðarlögin voru sett og bankakerfið hrundi . Á umræddum fundi var lagður fram listi með óafgreiddum lánum og hann samþykktur, þar á meðal voru umrædd lán .4 Al­Thani­fléttan Ólafur Ólafsson er vinur og veiðifélagi sjeiksins Mohamed bin Khalifa Al­Thanis, bróður emírsins af Quatar, en konungsfjölskyldan hefur haldið um stjórnartauma í landinu í hálfa aðra öld . Al­ Thani sér um fjárfestingar fyrir fjölskylduna vítt og breitt um heiminn, en hann var um tíma varaforsætisráðherra landsins og fulltrúi þess í ráðherraráði OPEC, sam­ taka olíuframleiðsluríkja . Quatar er ein auðugasta þjóð veraldar en hún telur um 800 .000 manns . Q Iceland Finance, eignarhaldsfélag í eigu eignarhaldsfélags í eigu sjeiks Al­Thani var skráð fyrir 5,01 prósenta eignarhluta í Kaupþingi við fall bankans, en 22 . sept­ ember 2008 keypti félagið 37,1 milljón hluti á genginu 690 . Félag Al­Thanis var þar með orðið þriðji stærsti hluthafi bankans . Ólafur Ólafsson hafði milligöngu um kaup Q Iceland Finance ehf . á eignarhlut í Kaupþingi . Lán Q Iceland Finance var fjármagnað með láni frá Ólafi sem aftur fékk lán frá Kaupþingi . Kaupþing veitti Ólafi Ólafssyni lán fyrir helmingi kaupverðsins í gegnum félag Ólafs á Bresku Jómfrúareyjum, tryggt með veði í bréfunum sjálfum og án persónulegrar ábyrgðar hans . Í kjölfar tilkynningar um að sjeikinn hefði hug á að gerast stór hluthafi í bank­ anum sendu stjórnendur bankans frá sér orð sendingu til fjölmiðla þess efnis að um trausts yfirlýsingu við bankann væri að 4 Sama heimild . ræða . Við kaupin sagði Sigurður Einarsson, stjórn ar for maður bankans: Okkur er það sannkallað gleðiefni að bjóða hans hátign Sheikh Mohammed Bin Khalifa Al­Thani velkominn í hlut hafahóp Kaupþings banka . Við höfum sífellt verið að laða að okkur nýja fjárfesta og gleðjumst yfir því hvernig stefna okkar um aukna fjölbreytni í hluthafahópnum hefur borið ávöxt . Við hlökkum til samstarfsins við hans hátign Sheikh Mohammed í framtíðinni . Og að sama tilefni lét Al­Thani svo um mælt: Við höfum fylgst náið með Kaupþingi í nokkurn tíma og teljum þetta vera góða fjárfestingu . Staða Kaupþings er sterk og við höfum trú á stefnu bankans og stjórnendum, en Kaupþingi hefur vegnað vel í núverandi umróti og stjórnendur hans sannað að þeir geta lagað sig að nýjum veruleika á bankamarkaði . Við lítum á hlut okkar í Kaupþingi sem langtímafjárfestingu og hlökkum til að eiga góð samskipti við stjórnendur bankans í framtíðinni . Ólafur Ólafsson sagði um kaupin: Ég er ekki í vafa um að þessi kaup munu skipta miklu máli fyrir Kaupþing . Bankar og fjármálafyrirtæki út um allan heim hafa legið utan í mönnum í Katar með það fyrir augum að fá þá inn sem hluthafa . Það gefur því góða mynd af styrk Kaupþings að Sheikh Mohammed [Bin Khalifa Al­Thani] skuli kaupa hlut í bankanum . . .5 Í fyrrnefndri ákæru sérstaks saksóknara eru tilgreind ummæli sem höfð eru eftir Ólafi í Morgunblaðinu og 24 stundum hinn 23 . september 2008, þar sem hann sagði um kaup sjeiksins að þau væru „mikil 5 „Mun skipta miklu máli fyrir Kaupþing“ . 24 stundir, 23 . september 2008 .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.