Þjóðmál - 01.03.2012, Side 40

Þjóðmál - 01.03.2012, Side 40
 Þjóðmál VOR 2012 39 fjármagn inn í landið, en það var engu að síður talin ein höfuðforsenda þess að hann var valinn fram yfir fjárfestingarfélagið Kaldbak sem einnig hugðist kaupa hlut ríkisins í bankanum . Íslandsbanki var strax í upphafi útilokaður frá kaupum þar sem talið var að áhugi hans samræmdist ekki markmiðum um samkeppni . Þrátt fyrir það var sameining Búnaðarbanka og Kaupþings heimiluð aðeins fáeinum mánuðum eftir einkavæðingu, en fulltrúar S­hópsins og Kaupþings höfðu samið um sameiningu löngu fyrir einkavæðingu Búnaðarbankans . Þeir sameiningarfundir voru haldnir á skrifstofum eignarhaldsfélagsins Sunds í litla turni Kringlunnar . Þar lögðu Ólafur Ólafsson og Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, grunn að langvinnu samstarfi sínu .12 Sameinaður banki Kaupþings og Búnaðarbankans fjármagnaði fjöldamörg verkefni félaga Ólafs á næstu árum . Þeir Ólafur og Sigurður eru nú ákærðir í 12 Ónafngreindur heimildarmaður . sameiningu fyrir ýmis brot í tengslum við meint kaup Al­Thani á hlut í Kaupþingi .13 Einkavæðing Búnaðarbankans markaði upphafið að uppskiptingu íslensks fjármálalífs í þrjár meginblokkir . Í raun var tekin pólitísk ákvörðun um að búa til tvær fylkingar í viðskiptalífinu utan um bankana tvo og skyldu þær í upphafi vera sem jafnastar að stærð . Enn ein fylking hlaut óhjákvæmilega að verða til um þriðja bankann í fyllingu tímans líkt og raunin varð á . Fjárhagsleg endurskipu­ lagning Samskipa Falið eignarhald undir merkjum Hauck & Aufhäuser og Al­Thani minnir á aðkomu Bruno Bischoff að Samskipum árið 1994 . Ólafur Ólafsson varð forstjóri Samskipa árið 13 Ákæra sérstaks saksóknara samkvæmt lögum nr . 135/2008 á hendur Hreiðari Má Sigurðssyni, Sigurði Einarssyni, Ólafi Ólafssyni og Magnúsi Guðmundssyni, dags . 16 . febrúar 2012 .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.