Þjóðmál - 01.03.2012, Síða 41

Þjóðmál - 01.03.2012, Síða 41
40 Þjóðmál VOR 2012 1993 og stærsta verkefni hans í byrjun var að finna kaupanda að kjölfestuhlut í Samskip­ um . Ólafur leitaði víða fyrir sér erlendis en komst loks í samband við eigendur skipafé­ lagsins Bruno Bischoff í þýska sambands­ ríkinu Bremen og skyldu þeir eignast 34% hlut í Samskipum í gegnum eignarhalds­ félagið NAT, North Atlantic Transport . Bruno Bischoff var gamalt fjölskyldufyrirtæki í eigu Eriku Bischoff, ekkju Brunos og barna þeirra, Nicolas og Brigit . Stjórnendur Samskipa komust í kynni við eigendur Bischoff Gruppe vegna þeirrar óskar yfirvalda í þýska sambandsríkinu Bremen að félagið sigldi til Bremerhaven í stað Hamborgar . Landsbankinn átti um þær mundir 85 af hundraði hlutafjár í Sam­ skipum en fyrirhuguð var hlutafjár aukn ing . Árið 1994 lagði Bischoff Gruppe fram tvær milljónir marka, eða sem samsvaraði um áttatíu milljónum íslenskra króna, til kaupa á bréfum í Samskipum . Bruno Bischoff var með ríkisábyrgð frá bremenska ríkinu til kaupanna en skilyrði hennar var að starfsemi Samskipa í Þýskalandi yrði flutt frá Hamborg til Bremen og Bremerhaven, þrátt fyrir að þeir flutningar teldust ekki sérstaklega hagstæðir fyrir Samskip . Hér réð því þýsk innanlandspólitík för . Bremen er minnsta ríkið í þýska ríkjasambandinu með um 700 þúsund íbúa . Ríkið er því smáríki „og þar ráða smáklíkur för,“ eins og einn heimildarmanna orðaði það . Landsbankinn lánaði Bruno Bischoff til kaupanna .14 Bruno Bischoff var kynnt fyrir íslenskum fjárfestum sem traust, þýskt aldargamalt fyrirtæki og úr varð að nokkur íslensk stórfyrirtæki og fjárfestingarsjóðir komu með nýtt hlutafé inn í Samskip . Lands­ bankinn fjármagnaði jafnframt að hluta kaup í slensku félaganna, en þar var um að ræða Hof, eignarhaldsfélag Hagkaups fjöl­ skyldunnar, Samherja, Fóðurblönduna, 14 Ónafngreindur heimildarmaður . Vinnslu stöðina í Vestmannaeyjum, Vá­ trygg ingafélag Íslands (VÍS), Olíufélagið hf . og Sam vinnu lífeyrissjóðinn .15 Ný stjórn settist að völdum, en þar áttu sæti Gunnar Jóhanns son í Fóðurblöndunni, formaður, Þorsteinn Már Baldvinsson í Samherja, Geir Magnússon, forstjóri Olíufélagsins, Axel Gíslason, forstjóri VÍS, og Jón Pálmason, fulltrúi Hagkaupsfjölskyldunnar . Kaup þessi voru á margan hátt söguleg, því hér tóku höndum saman fyrirtæki sem áður höfðu tengst Sambandinu annars vegar og hins vegar fyrirtæki sem höfðu verið um árabil í framvarðasveit einkaframtaksins . Blaðamaður lýsti þessu svo á sínum tíma: Mikil ánægja ríkir innan hluthafahópsins með þátttöku þýska skipafélagsins Bruno Bischoff í Samskipum og gera menn sér miklar vonir um að samstarf fyrirtækjanna tveggja og dóttur­ fyrirtækis Bruno Bischoff, Team Line, muni skila báðum aðilum aukinni hagkvæmni og auknum tekjum .16 Rúmi ári síðar, eða í nóvember 1995, sagði frá því í fréttum að Hof hygðist selja bréf sín í Samskipum til annarra hluthafa . Í tengslum við sölu hlutabréfanna sagði Ólafur Ólafsson að Hof hefði ákveðið að selja hlutabréfin „vegna þess að það hafi aldrei ætlað sér að vera í flutningastarfsemi til langframa“ .17 Hér hallaði Ólafur réttu máli . Jón Pálmason, sonur Pálma í Hagkaupum, Gunnar Jóhannsson og Þorsteinn Már Baldvinsson seldu hluti fyrirtækja sinna í Samskipum árið 1995 vegna þess að Ólafur hafði leynt þá því að hann sjálfur var eigandi að helmingi hlutafjár í NAT, North Atlantic Transport .18 15 „Ný fyrirtæki inn í Samskip“ . Morgunblaðið, 10 . júlí 1994 . 16 „Átta íslenskir aðilar og einn erlendur lögðu félagi­ nu til 510 milljónir króna“ . Morgunblaðið, 9 . júlí 1994 . 17 „Hlutabréf Hofs í Samskipum til sölu“ . Morgun­ blaðið, 16 . nóvember 1995 . 18 Ónafngreindir heimildarmenn .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.