Þjóðmál - 01.03.2012, Side 44
Þjóðmál VOR 2012 43
Af faglegum mannaráðningum
Vinstri flokkarnir hafa ætíð haft mikinn áhuga á fag mennsku við ráðningar starfsmanna í stjórn
kerfinu . Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra
skýrði þennan áhuga nýlega í grein .
„Frá því að ég tók við sem forsætisráðherra hef ég
lagt mikla áherslu á umbætur í stjórnsýslu og eru
ráðningar starfsmanna þar stór þáttur . Staðreyndirnar
tala sínu máli . . .“
Vefþjóðviljanum þykir því sjálfsagt að renna yfir
nokkur fagverk ríkisstjórnarinnar í mannaráðningum
svo ófaglegir geti lært örlítið til verka .
Fyrst ber að sjálfsögðu að telja ráðningu skrif
stofu stjóra í forsætisráðuneyti Jóhönnu því þar
koma jafnréttismál einnig við sögu . Að faglegum
ráðningum slepptum hefur Jóhanna ætíð lagt mesta
áherslu á jafnréttismál og forsætisráðuneytið hefur nú
tekið málaflokkinn yfir til að geta gert honum vegleg
skil . Anna Kristín Ólafsdóttir stjórnsýslufræðingur
var meðal umsækjenda um starf skrifstofustjóra en
fékk ekki eftir faglega jafnréttismeðferð Jó hönnu .
En kærunefnd jafnréttismála úrskurðaði að forsætis
ráðherra hafi brotið gegn ákvæðum jafnréttislaga
þegar karl var ráðinn . Anna Kristín ætlar að sækja
bætur fyrir fagmennsku Jóhönnu fyrir dómstólum .
Næst verður að telja ráðningu Norðmannsins
Svein Harald Øygard í starf seðlabankastjóra . Í 20 .
grein stjórnarskrár er kveðið á um að „engan megi
skipa embættismann, nema hann hafi íslenskan ríkis
borgararétt“ . Stjórnarskráin bannar að útlendingur
sé skipaður í embætti á Íslandi, og af því leiðir að
sjálfsögðu að óheimilt er að setja hann í starfið .
En Norðmaðurinn stoppaði stutt við í starfi seðla
banka stjóra . Haustið 2009 var í hans stað ráð inn Már
Guðmundsson . Jóhanna Sigurðardóttir forsætis ráð
herra lofaði Má háum launum en setti einnig þá reglu
að enginn mætti vera með hærri laun en hún sjálf .
Már hefur nú stefnt Seðlabankanum fyrir dóm til
að fá launin leiðrétt . Áður hafði Már þó lýst því yfir
að hann þæði ekki 400 þúsund króna launahækkun
yrði hún boðin . Már skýrði jafnframt Jóhönnu
Sigurðardóttur frá því að „í hinum alþjóðlega
seðlabankaheimi“ væri grannt fylgst með því hvort
hann fengi 400 .000 króna launahækkunina sem
honum hefði verið lofað í forsætisráðuneytinu, þrátt
fyrir úrskurð kjararáðs . Það myndi hafa slæm áhrif á
orðspor Íslands ef launin yrðu ekki hækkuð .
Í júní 2010 hætti Guðmundur Bjarnason sem for
stjóri Íbúðalánasjóðs . Tóku þá við margra mán aða
slagsmál stjórnar Íbúðalánasjóðs og Árna Páls Árna
sonar félagsmálaráðherra um ráðningu nýs forstjóra . Í
lok ágúst sagði Hákon Hákonarson, stjórnarformaður
Íbúðalánasjóðs, íhlutun félagsmálaráðherra í ráðn
ingu forstjóra sjóðsins koma sér á óvart . Ráðherra
sendi stjórn inni bréf þar sem hann stakk upp á að
skipa val nefnd sem fjalla ætti um umsækjendur
um starfið . Honum leist ekki á að stjórnin kæmist
að réttri niður stöðu . Meðal umsækjenda var Yngvi
Örn Krist insson sem Árni hafði fengið til liðs við
sig í félags málaráðuneytið sem ráðgjafa . Stjórnin lét
und an þrýst ingi ráðherrans um að skipa valnefnd og
í kjöl farið dró Ásta H . Bragadóttir, starfandi fram
kvæmda stjóri Íbúðalán asjóðs, umsókn sína til baka .
Ekki fékkst botn í málið fyrr en í byrjun nóvember
þegar nýr framkvæmdastjóri tók loks við .
Hinn 3 . ágúst 2010 lét Runólfur Ágústsson af starfi
umboðsmanns skuldara og hafði þá gegnt því óslitið
frá sólarupprás . Eða frá því að Árni Páll Árnason réð
hann í starfið og þar til Árni Páll Árnason óskaði
eftir því við Runólf að hann hefði sig á brott úr
starfinu . Árna þótti opinber umræða um fjárfestingar
Runólfs fyrir hrun óþægileg en þó segist Runólfur
hafa upplýst ráðherrann um stöðuna þegar hann var
ráðinn í starfið .
Bankasýsla ríkisins er ný ríkisstofnun vinstri flokk
anna sem þeir hafa reist frá grunni með fagmennsku
að leiðarljósi . Elín Jónsdóttir var ráðin forstjóri að
hinni nýju stofnun . Einu og hálfu ári síðar hvarf hún
á braut án þess að vera búin að ráða sig til annarra
starfa og auglýst var eftir nýjum forstjóra . Stjórnin
ákvað að ráða Pál Magnússon, bæjarritara í Kópavogi,
því hún taldi hann hæfastan umsækjenda . En áður
en Páll tók við starfinu hófst mikill bægslagangur á
bloggum og í Helga Hjörvar í ræðustól á Alþingi . Það
endaði með því að Páll þáði ekki starfið .
Að síðustu hlýtur vinstri stjórnin verðlaun félags
faglegra fyrir ráðningu og einkum uppsögn Gunnars
Andersen forstjóra Fjármálaeftirlitsins . Svo farsælt
og faglegt er það mál allt saman að stjórn eftirlitsins
hefur kært Gunnar til lögreglu og Gunnar telur á
móti að stjórnin hafi brotið margvíslega á sér .
„Helgarsprokið“ íVefÞjóðViljanum,
andriki .is, 4 . mars 2012 .