Þjóðmál - 01.03.2012, Qupperneq 44

Þjóðmál - 01.03.2012, Qupperneq 44
 Þjóðmál VOR 2012 43 Af faglegum mannaráðningum Vinstri flokkarnir hafa ætíð haft mikinn áhuga á fag mennsku við ráðningar starfsmanna í stjórn­ kerfinu . Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra skýrði þennan áhuga nýlega í grein . „Frá því að ég tók við sem forsætisráðherra hef ég lagt mikla áherslu á umbætur í stjórnsýslu og eru ráðningar starfsmanna þar stór þáttur . Staðreyndirnar tala sínu máli . . .“ Vefþjóðviljanum þykir því sjálfsagt að renna yfir nokkur fagverk ríkisstjórnarinnar í mannaráðningum svo ófaglegir geti lært örlítið til verka . Fyrst ber að sjálfsögðu að telja ráðningu skrif­ stofu stjóra í forsætisráðuneyti Jóhönnu því þar koma jafnréttismál einnig við sögu . Að faglegum ráðningum slepptum hefur Jóhanna ætíð lagt mesta áherslu á jafnréttismál og forsætisráðuneytið hefur nú tekið málaflokkinn yfir til að geta gert honum vegleg skil . Anna Kristín Ólafsdóttir stjórnsýslufræðingur var meðal umsækjenda um starf skrifstofustjóra en fékk ekki eftir faglega jafnréttismeðferð Jó hönnu . En kærunefnd jafnréttismála úrskurðaði að forsætis­ ráðherra hafi brotið gegn ákvæðum jafnréttislaga þegar karl var ráðinn . Anna Kristín ætlar að sækja bætur fyrir fagmennsku Jóhönnu fyrir dómstólum . Næst verður að telja ráðningu Norðmannsins Svein Harald Øygard í starf seðlabankastjóra . Í 20 . grein stjórnarskrár er kveðið á um að „engan megi skipa embættismann, nema hann hafi íslenskan ríkis­ borgararétt“ . Stjórnarskráin bannar að útlendingur sé skipaður í embætti á Íslandi, og af því leiðir að sjálfsögðu að óheimilt er að setja hann í starfið . En Norðmaðurinn stoppaði stutt við í starfi seðla ­ banka stjóra . Haustið 2009 var í hans stað ráð inn Már Guðmundsson . Jóhanna Sigurðardóttir forsætis ráð­ herra lofaði Má háum launum en setti einnig þá reglu að enginn mætti vera með hærri laun en hún sjálf . Már hefur nú stefnt Seðlabankanum fyrir dóm til að fá launin leiðrétt . Áður hafði Már þó lýst því yfir að hann þæði ekki 400 þúsund króna launahækkun yrði hún boðin . Már skýrði jafnframt Jóhönnu Sigurðardóttur frá því að „í hinum alþjóðlega seðlabankaheimi“ væri grannt fylgst með því hvort hann fengi 400 .000 króna launahækkunina sem honum hefði verið lofað í forsætisráðuneytinu, þrátt fyrir úrskurð kjararáðs . Það myndi hafa slæm áhrif á orðspor Íslands ef launin yrðu ekki hækkuð . Í júní 2010 hætti Guðmundur Bjarnason sem for­ stjóri Íbúðalánasjóðs . Tóku þá við margra mán aða slagsmál stjórnar Íbúðalánasjóðs og Árna Páls Árna­ sonar félagsmálaráðherra um ráðningu nýs forstjóra . Í lok ágúst sagði Hákon Hákonarson, stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs, íhlutun félagsmálaráðherra í ráðn­ ingu forstjóra sjóðsins koma sér á óvart . Ráðherra sendi stjórn inni bréf þar sem hann stakk upp á að skipa val nefnd sem fjalla ætti um umsækjendur um starfið . Honum leist ekki á að stjórnin kæmist að réttri niður stöðu . Meðal umsækjenda var Yngvi Örn Krist insson sem Árni hafði fengið til liðs við sig í félags málaráðuneytið sem ráðgjafa . Stjórnin lét und an þrýst ingi ráðherrans um að skipa valnefnd og í kjöl farið dró Ásta H . Bragadóttir, starfandi fram­ kvæmda stjóri Íbúðalán asjóðs, umsókn sína til baka . Ekki fékkst botn í málið fyrr en í byrjun nóvember þegar nýr framkvæmdastjóri tók loks við . Hinn 3 . ágúst 2010 lét Runólfur Ágústsson af starfi umboðsmanns skuldara og hafði þá gegnt því óslitið frá sólarupprás . Eða frá því að Árni Páll Árnason réð hann í starfið og þar til Árni Páll Árnason óskaði eftir því við Runólf að hann hefði sig á brott úr starfinu . Árna þótti opinber umræða um fjárfestingar Runólfs fyrir hrun óþægileg en þó segist Runólfur hafa upplýst ráðherrann um stöðuna þegar hann var ráðinn í starfið . Bankasýsla ríkisins er ný ríkisstofnun vinstri flokk­ anna sem þeir hafa reist frá grunni með fagmennsku að leiðarljósi . Elín Jónsdóttir var ráðin forstjóri að hinni nýju stofnun . Einu og hálfu ári síðar hvarf hún á braut án þess að vera búin að ráða sig til annarra starfa og auglýst var eftir nýjum forstjóra . Stjórnin ákvað að ráða Pál Magnússon, bæjarritara í Kópavogi, því hún taldi hann hæfastan umsækjenda . En áður en Páll tók við starfinu hófst mikill bægslagangur á bloggum og í Helga Hjörvar í ræðustól á Alþingi . Það endaði með því að Páll þáði ekki starfið . Að síðustu hlýtur vinstri stjórnin verðlaun félags faglegra fyrir ráðningu og einkum uppsögn Gunnars Andersen forstjóra Fjármálaeftirlitsins . Svo farsælt og faglegt er það mál allt saman að stjórn eftirlitsins hefur kært Gunnar til lögreglu og Gunnar telur á móti að stjórnin hafi brotið margvíslega á sér . „Helgarsprokið“ íVefÞjóðViljanum, andriki .is, 4 . mars 2012 .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.