Þjóðmál - 01.03.2012, Page 48

Þjóðmál - 01.03.2012, Page 48
 Þjóðmál VOR 2012 47 með því að einkaréttarlegur samningur fékk sérstaka opinbera viðurkenningu og allsherjarréttarlegar lögfylgjur á borð við skattahagræði . En þegar vindáttin í vestrænum þjóðfélögum breyttist og víðari skilgreiningu á hjónabandi óx fylgi, þá kom tengingin við ríkisvaldið íhaldssömu kristnu fólki í koll, og hinn hefðbundni hjónabandsskilningur þess mætti mun meira andstreymi en ella hefði verið . Að þvinga gildismati á annað fólk hefur jafnan reynst vera bjarnargreiði við þann málstað sem barist er fyrir . En skerðing á persónufrelsi er ekki aðeins óréttlát og grikkur við þann málstað sem skerðingin á að þjóna, heldur gildir hið sama um skerðingu á eignarrétti fólks og efnahagslegu frelsi þess: slík skerðing er í mótsögn við samfélag byggt á sjálfviljugri þátttöku að mati Rons Paul, auk þess sem hann álítur hana grafa undan ábyrgðartilfinningu og minnka hagsæld til muna . Paul telur ríkið ekki vera undanþegið þeirri almennu siðferðisreglu að þvinguð millifærsla fjármuna úr einum vasa í annan sé þjófnaður . Skattheimta yrði því í algjöru lágmarki í fyrirmyndarríki hans og þvinguð tekjujöfnun álitin glæpsamleg . Paul heldur því fram, eins og til að mynda Mises og Rand á undan honum, að rík vernd eignarrétt­ Ron Paul ásamt Ronald Reagan, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna . Paul var lengi meðal náinna samverka manna Reagans, en sneri baki við honum þegar honum fannst Reagan missa tökin á ríkisútgjöldum og fjarlægjast ábyrg frjálshyggjusjónarmið . Í kjölfarið yfirgaf Paul Repúblikanaflokkinn um skeið og fór í forsetaframboð fyrir Frjálshyggjuflokkinn árið 1988 . Nokkrum árum síðar sneri hann aftur í sinn gamla flokk og hefur æ síðan starfað innan hans, enda hefur hann eignast þar öflugt pólitískt bakland .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.