Þjóðmál - 01.03.2012, Síða 49

Þjóðmál - 01.03.2012, Síða 49
48 Þjóðmál VOR 2012 arins sé hornsteinn hins frjálsa samfélags, að án slíkrar verndar sé öllu frelsi teflt í voða, viðskiptafrelsi jafnt sem persónulegu frelsi . Mergurinn í róttækri frjálshyggju er þannig róttækur kapítalismi; litið er á séreignarréttinn og valdheimildir tengdar honum sem undirstöðu einstaklingsfrelsis og skynsamlegrar valddreifingar . Nú kynnu einhverjir að halda að slík stefna félli í kramið hjá forríku fólki, stórfyrirtækjum og þrýstihópum þeirra . Sú er hins vegar alls ekki raunin . Sannleikur­ inn er sá að „stórkapítalið“ hefur jafnan ekki stutt hreinan kapítalisma, enda er vald þess iðulega falið í pólitískum tengslum eða lagasetningu sem tryggir fákeppni með markaðshindrunum eða með öðrum hætti . Enginn er harðari andstæðingur Wall Street­ fjármálaklíkunnar og þrýstihópa hennar í Washington en Ron Paul . Hann hefur beint athygli almennings að uppgangi hálf­ fasískrar fyrirtækjahyggju (e . corporatism) í Bandaríkjunum, en slík hugmyndafræði er andstæða þess róttæka kapítalisma sem Paul boðar . Í forvalinu fyrir fjórum árum var hann eini frambjóðandinn sem þáði enga styrki frá stórum fjármálafyrirtækjum eða þrýstihópum í Washington . Hið sama er uppi á teningnum í forvalinu sem fer fram um þessar mundir . Hins vegar skortir framboð hans ekki fé, þar sem framlög til hans frá almenningi eru meiri en til nokkurs annars frambjóðanda . Ekki aðeins „stórkapítalið“ heldur „kerfið“ (e . establishment) allt berst gegn Ron Paul­ hreyfingunni, þar á meðal flestir stóru fjölmiðlarnir . Sýnt hefur verið fram á skefja­ lausa hlutdrægni stórra sjónvarpsstöðva í Bandaríkjunum í umfjöllun um fram­ bjóðendur, Paul í óhag . Stundum fær hann litla sem enga athygli þrátt fyrir gott gengi . Mótstaða kerfisins kemur þó ekki á óvart, enda tilheyrir Paul hinu andkerfislega hægri . Ekki aðeins róttæk frjálshyggja gerir hann að andkerfislegum hægrimanni, heldur er tvennt annað sem kemur til — og gerir stefnu hans að byltingarkenndri hægri­ stefnu . Í fyrsta lagi tekur Ron Paul eindregna afstöðu gegn skipulagi peningamála . Hann vill leggja niður seðlabankakerfi Bandaríkjanna (e . Federal Reserve System) og mælir með að gjaldmiðillinn verði aftur settur á gullfót eða einhvers konar málmfót, þannig að peningaseðlar og mynt verði ávísun á tiltekið magn af gulli eða viðkomandi málmi eða málmblöndu . Fyrsta skrefið í þá átt, og ef til vill eina nauðsynlega skrefið, fælist í því að gera slíkan gjaldmiðil að löglegum og raunhæfum valmöguleika . Bandaríski seðlabankinn var stofnaður fyrir tilstuðlan stórra bandarískra fjármála­ fyrirtækja árið 1913 . Skipulag bankans þykir loðið; að hluta til er bankinn opinber stofnun en að hluta til einkastofnun — og hann lýtur ekki sama aðhaldi og sömu endurskoðun og opinberar stofnanir . Ron Paul er tíðrætt um valdheimildir seðla­ bankans og afleiðingar gjörða hans . Þegar bankinn eykur peningamagn í umferð rýrir hann gildi gjaldmiðilsins; verðlag hækkar smám saman og kaupmáttur minnkar nema að laun hækki að sama skapi . Líkt og margir hagfræðingar gera, þá bendir Paul á þann falda skatt sem fólginn er í framangreindu og þá millifærslu fjármuna sem fylgir í kjölfarið . Þeir sem fá nýju peningana fyrst, það er að segja þá peninga sem bætast við vegna aðgerða seðlabankans, geta grætt með því að nota þá áður en sú verðbólga sem af hlýst mælist, en aðrir upplifa hins vegar kaupmáttarrýrnun, hækkandi verðlag á meðan laun hækka minna eða standa í stað . Um er að ræða umfangsmikla millifærslu fjármuna frá lágstéttar­ og millistéttarfólki til ríkra og voldugra einstaklinga og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.