Þjóðmál - 01.03.2012, Page 54
Þjóðmál VOR 2012 53
„Megingagnrýnin á evrusvæðið var allt
af reist á því sjónarmiði að eitt ríki væri
óhjákvæmilegt fyrir eina mynt . Þýsk
franska elítan, sem er drifkrafturinn að baki
Evrópuverkefnisins [þróun í átt til sam
bands ríkis], hefur nú áttað sig á þessu .“
David Owen veltir fyrir sér hvort þetta nýja viðfangsefni elítunnar muni skila
þeim árangri sem að sé stefnt og spyr: Eru
þjóðir Evrópu tilbúnar til að verða undir
merki evrunnar eins og íbúar NýjuMexíkó,
Pennsylvaníu og Kaliforníu í Bandaríkj
unum undir merki dollarans? Spurningin
ein krefjist þess að ímyndunaraflið sé teygt
til hins ítrasta . Hann telur þó að verði Þjóð
verjar tilbúnir til að fjármagna evrusvæðið,
með því skilyrði að það sé í raun eitt land,
muni flest ESBríkin vilja slást í hópinn .
Hann segir að Bretar eigi að halda að
sér höndum . Þeir séu aðilar að núgildandi
ESBsáttmála og honum verði ekki breytt
nema öll aðildarríki hans samþykki það .
Bretar eigi að sitja við borðið á meðan rætt
sé um nýjan sáttmála . Owen bætir við:
„Við verðum að hafa þrek til að leggja
fram tillögu um nýja tvískipta Evrópu —
víða og þrönga — þar sem menn búa saman
í jafnvægi hlið við hlið . Það mun leiða til
umtalsverðrar endurskipulagningar, ekki
aðeins á Evrópusambandinu eins og það
er nú heldur einnig á evrópska efnahags
svæðinu (EES) sem nær til Íslands, Noregs
og Liechtensteins og átti einnig að rúma
Sviss en því var hafnað þar í þjóðar atkvæða
greiðslu .
Víð Evrópa næði frá upphafi til Tyrk
lands, ekki aðeins EESlandanna, ef þau
vildu, ásamt ESBríkjunum 28, öll þessi
ríki tækju þátt í að móta efnahagslegan
og stjórnmálalegan ramma samstarfsins .
Þar ætti innri markaður ESB að verða
þungamiðjan en ekki yrði gert ráð fyrir
frjálsu flæði vinnuafls . Það yrði lýst yfir
vilja til að fylgja áfram umhverfisstefnu og
löggjöf ESB . Ekki yrði nein sameiginleg
land búnaðarstefna, sameiginleg sjávar út
vegs stefna, félagsmálastefna eða utanríkis
og öryggismálastefna . Stjórnmála sam
starfi ð yrði eins og það var á áttunda og
níunda ára tug n um . Ríkin yrðu næstum
öll í NATO . Mannréttindasáttmáli Evrópu
yrði endur skoðaður og blásið yrði nýju lífi í
Evrópu ráðið .“
Ríki utan ESB gætu gengið til hins víð
tæka Evrópusamstarfs og yrðu þátttökuríkin
að lokum um 40 . InnriEvrópa mundi
hins vegar í vaxandi mæli lúta eigin stjórn
og nota eigin mynt, evruna . Þar fylgdu
menn sameiginlegri stefnu um land búnað,
sjávarútveg og hvaðeina annað og þar
starfaði framkvæmdastjórn ESB og Seðla
banki Evrópu . Bretar þyrftu ekki að hafa
áhyggjur af þróuninni í innri Evrópu því að
þeir hefðu varla áhuga á að gangast undir
kröfur slíks samstarfs sem þó yrði áfram
opið þeim sem kysu að slást í hópinn . Kalla
ætti innri Evrópu Bandaríki Evrópu, BNE,
á ensku USE, the United States of Europe,
líklega vildu menn þó halda í gamla heitið,
Evrópusambandið, ESB . Hina víðari
Evrópu ætti hins vegar að kalla European
Comm un ity á ensku, Evrópubandalagið á
íslensku .
Owen spáir því að þróunin í þá átt sem
hann lýsir verði hröð vegna þess að hún sé
óhjákvæmileg í þágu evrunnar . Bretar þurfi
ef til vill að taka afstöðu til spurninga af
þessu tagi á því kjörtímabili sem nú er og
lýkur árið 2015 . Það muni ekki breyta miklu
hver sigri í frönsku forsetakosningunum í
maí nk . eða í þýsku þingkosningunum árið
2013 .
_________
Á eVrópuVaKtinni, evropuvaktin .is, birt ast dag
lega fréttir, fréttasKýringar og rit stjórnar grein
ar um Þróun eVrópusambandsins og eVrópsKra
stjórnmÁla.