Þjóðmál - 01.03.2012, Qupperneq 55

Þjóðmál - 01.03.2012, Qupperneq 55
54 Þjóðmál VOR 2012 Bjarni Jónsson Orkunýtingarstefna Það er kunnara en frá þurfi að segja, að orkuvinnsla og orkunýting eru undir ­ stöður nútíma velmegunarþjóðfélags . Hag­ sæld og mannfjölgun á Vesturlöndum tóku stakkaskiptum með iðnvæðingunni um miðja 18 . öld, en undirstaða hennar var gufuvél Watts, og við upphaf olíuvinnslu, beizl un raforkunnar og smíði fyrstu raf­ tækjanna, hreyfla, ljósgjafa ofl ., á síðari hluta 19 . aldar . Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, og nú er svo komið, að þessi sama orkuvinnsla og orkunýting stendur mannkyninu fyrir þrifum . Ástæðan er sú, að enn eru notaðar ósjálf­ bærar og mengandi aðferðir við vinnslu raf magns . Megnið af raforkuvinnslu heims­ ins er með kolum og nýtni orkunnar er ábótavant, t . d . í bensín­og dísilhreyflum, og í margs konar rafbúnaði . Kyoto­bókunin reyndist gagnslítil, nema til að hamla aukningu losunar á Vesturlöndum, því að í þróunarríkjunum hefur orðið hömlulaus aukning á losun gróðurhúsalofttegunda og annarrar mengunar út í andrúmsloftið með þeim afleiðingum, að upp úr miðri 21 . öldinni mun styrkur koltvíildis í and­ rúmslofti ná gildi, sem talið er munu hækka meðalhitastig á jörðunni um a . m . k . 2°C, en eftir það telja sumir vísindamenn, að hitastigshækkun andrúmslofts og sjávar muni verða stjórnlaus, og þá verður úti um lífið á jörðunni í sinni núverandi mynd . Hér er um svo alvarlegt mál að ræða, að ná verður alþjóðlegu samkomulagi um áhrifa­ ríkar aðgerðir hið fyrsta til að ná tökum á óheillaþróun . Orkuumgjörð Íslands: Auðlindir Íslendinga eru aðallega fólgn­ar í fiskveiðilögsögunni, sem er sjöföld að flatarmáli á við landið, land inu sjálfu með gnótt drykkjarvatns og miklu og lítt menguðu landrými á íbúa, endur nýjan­ legum orkulindum og harð dug legum og sæmilega vel menntuðum íbúum . Reiknað er með, að frumorkunotkun lands manna hafi árið 2010 numið 185 Petajoule (PJ)(1), og eru 82% eða 152 PJ af henni vistvæn, innlend orka . Núverandi verðmæti þessarar orku má áætla 330 milljarða kr . (m . v . gengi 120 ISK/ USD)(2), ef verðmæti olíujafngilda(3) eru lögð til grundvallar . Þetta er svipuð upphæð og útflutningsverðmæti iðnvarnings frá landinu og jafngildir um 20% af VLF(4) . Hér skal fullyrt, að þessi verðmæti skipta sköpum um hagi landsmanna, og að orku­ auðlindirnar, vatnsföllin og jarðhitinn eru stökkbretti til enn meiri framfarasóknar og lífskjarabata . Um 18% frumorkunnar eða 33 PJ koma frá innfluttum orkugjöfum, 16% frá bensíni og olíu, sem námu 623 kt(5) árið 2010 að andvirði 61 mia . kr .(6), og 2% frá kolum til iðnaðar .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.