Þjóðmál - 01.03.2012, Side 57
56 Þjóðmál VOR 2012
Ef Íslendingar nýta orkulindir sínar af skyn
semi, má álykta sem svo, að þeir muni verða á
meðal þriggja auðugustu þjóða Evrópu.
Samanburður á álveri og sæstreng
Af Rammaáætlun má ráða, að auðlindir Íslands til raforkuvinnslu í stórum
stíl séu í raun afar takmarkaðar . Þetta er
nýtt af nálinni . Það er aðeins verjanlegt
að nýta sjálfbærar orkulindir til nýrrar
stóriðju og sæstrengja, þ . e . a . s . um 10
000 GWh/a samkvæmt Rammaáætlun, en
jarðvarminn standi þá undir álagsaukningu
almenningsveitna um langa framtíð (500
ár), enda hentar hæg álagsaukning jarð
varmas væðum ágætlega .
Ólíklegt er, að nokkrum detti í hug að leggja
sæstreng til Evrópu með minni flutningsgetu
en 1000 MW . Ef slíkur verður einhvern
tíma talinn þjóðhagslega hagkvæmur, þarf
að snúa flestum gildum á haus, sem nú eru
góð og gild . Sæstrengur með 1000 MW
flutningsgetu gæti hæglega flutt 6000 GWh
orku á ári utan eða 60% af tiltækri sjálfbærri
orku samkvæmt téðri Rammaáætlun . Þá
væru 4000 GWh/a eftir fyrir stóriðju, sem
duga aðeins til að framleiða um 275 kt af
áli . Það er of lítið til að hagkvæmt geti talizt
fyrir nýja álverksmiðju . Þess vegna er hætt
við, að 4000 GWh/a til nýrrar stóriðju muni
þykja þunnur þrettándi og að þjóðhagslegur
samanburður muni bera sæstrenginn ofurliði
við slíkar aðstæður .
Við samanburð á verðmætum afurða ál
vinnslu og sæstrengs má stilla upp eftir
farandi töflu:
Forsendur
K aupandi 10 000 GWh/a af raforku er í þessum samanburði annars vegar
eigandi álvers og hins vegar eigandi sæ
strengs .
1) Ef gert er ráð fyrir heildarorkunýtni
14,3 kWh/kg, sem er jafnvel nokkuð hátt
fyrir nýtt álver, getur álverið framleitt 700
kt af áli með 10 000 GWh . Sæ strengs
eigandinn fær 10 000 GWh inn á inn
taksmannvirki sitt, en verður fyrir mikl u
orkutapi á leiðinni, sem varlega áætlað
nemur 15% .
2) Spáð er 4% raunverðshækkun áls á
ári næsta áratuginn, svo að að einum
áratug liðnum mun álverð nema 4000
USD/t . Ef gert er ráð fyrir sömu hækkun
raforkuverðs, 50%, sem kann að vera
ríflega í lagt, munu fást 120 USD/MWh
fyrir orkuna á afhendingarstað erlendis að
áratug liðnum .
3) Af kostnaði við rekstur, viðhald, endur
nýjun og þróun álvera verða a . m . k . 40%
eftir í landinu . Þá er ekki tekið tillit til
innanlandsveltu á byggingarskeiði álvers,
sem þó er umtalsverð . Með mikilli bjart
sýni má búast við að 15% söluandvirðis
orku um sæstreng komi til Íslands .
4) Miðað við gengið 120 ISK/USD verða
134 milljarðar króna eftir í landinu vegna
ál versrekstrar og 18 milljarðar króna
vegna sæstrengsrekstrar .
5) Þjóðhagslegt gildi sæstrengs reynist vera
aðeins 13% af þjóðhagslegu gildi álvers .
Sjá þá allir, hvílíkt glapræði sæ strengs
valkosturinn er, ef völ er á álveri .
Kaupandi Afurð Söluandvirði (3) Landstekjur (4) Landstekjur (5) mia. Hlutfall (6)
(1) (2) MUSD MUSD ISK
Álver 700 t Al 2800 1120 134 100%
Sæstrengur 10 000 GWh 1020 153 18 13%