Þjóðmál - 01.03.2012, Blaðsíða 57

Þjóðmál - 01.03.2012, Blaðsíða 57
56 Þjóðmál VOR 2012 Ef Íslendingar nýta orkulindir sínar af skyn­ semi, má álykta sem svo, að þeir muni verða á meðal þriggja auðugustu þjóða Evrópu. Samanburður á álveri og sæstreng Af Rammaáætlun má ráða, að auðlindir Íslands til raforkuvinnslu í stórum stíl séu í raun afar takmarkaðar . Þetta er nýtt af nálinni . Það er aðeins verjanlegt að nýta sjálfbærar orkulindir til nýrrar stóriðju og sæstrengja, þ . e . a . s . um 10 000 GWh/a samkvæmt Rammaáætlun, en jarðvarminn standi þá undir álagsaukningu almenningsveitna um langa framtíð (500 ár), enda hentar hæg álagsaukning jarð­ varmas væðum ágætlega . Ólíklegt er, að nokkrum detti í hug að leggja sæstreng til Evrópu með minni flutningsgetu en 1000 MW . Ef slíkur verður einhvern tíma talinn þjóðhagslega hagkvæmur, þarf að snúa flestum gildum á haus, sem nú eru góð og gild . Sæstrengur með 1000 MW flutningsgetu gæti hæglega flutt 6000 GWh orku á ári utan eða 60% af tiltækri sjálfbærri orku samkvæmt téðri Rammaáætlun . Þá væru 4000 GWh/a eftir fyrir stóriðju, sem duga aðeins til að framleiða um 275 kt af áli . Það er of lítið til að hagkvæmt geti talizt fyrir nýja álverksmiðju . Þess vegna er hætt við, að 4000 GWh/a til nýrrar stóriðju muni þykja þunnur þrettándi og að þjóðhagslegur samanburður muni bera sæstrenginn ofurliði við slíkar aðstæður . Við samanburð á verðmætum afurða ál­ vinnslu og sæstrengs má stilla upp eftir­ farandi töflu: Forsendur K aupandi 10 000 GWh/a af raforku er í þessum samanburði annars vegar eigandi álvers og hins vegar eigandi sæ­ strengs . 1) Ef gert er ráð fyrir heildarorkunýtni 14,3 kWh/kg, sem er jafnvel nokkuð hátt fyrir nýtt álver, getur álverið framleitt 700 kt af áli með 10 000 GWh . Sæ strengs­ eigandinn fær 10 000 GWh inn á inn­ taksmannvirki sitt, en verður fyrir mikl u orkutapi á leiðinni, sem varlega áætlað nemur 15% . 2) Spáð er 4% raunverðshækkun áls á ári næsta áratuginn, svo að að einum áratug liðnum mun álverð nema 4000 USD/t . Ef gert er ráð fyrir sömu hækkun raforkuverðs, 50%, sem kann að vera ríflega í lagt, munu fást 120 USD/MWh fyrir orkuna á afhendingarstað erlendis að áratug liðnum . 3) Af kostnaði við rekstur, viðhald, endur­ nýjun og þróun álvera verða a . m . k . 40% eftir í landinu . Þá er ekki tekið tillit til innanlandsveltu á byggingarskeiði álvers, sem þó er umtalsverð . Með mikilli bjart­ sýni má búast við að 15% söluandvirðis orku um sæstreng komi til Íslands . 4) Miðað við gengið 120 ISK/USD verða 134 milljarðar króna eftir í landinu vegna ál versrekstrar og 18 milljarðar króna vegna sæstrengsrekstrar . 5) Þjóðhagslegt gildi sæstrengs reynist vera aðeins 13% af þjóðhagslegu gildi álvers . Sjá þá allir, hvílíkt glapræði sæ strengs­ valkosturinn er, ef völ er á álveri . Kaupandi Afurð Söluandvirði (3) Landstekjur (4) Landstekjur (5) mia. Hlutfall (6) (1) (2) MUSD MUSD ISK Álver 700 t Al 2800 1120 134 100% Sæstrengur 10 000 GWh 1020 153 18 13%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.