Þjóðmál - 01.03.2012, Síða 58
Þjóðmál VOR 2012 57
Aðrar orkulindir:
Ef mark er takandi á Rammaáætlun, er virkjanleg og sjálfbær orka í landinu
úr hinum hefðbundnu orkulindum mun
minni en áður var talið . Munar þar 100% m .
v . hámarksgildið samkvæmt Rammaáætlun,
sem er 22 579 GWh/a . Hér hefur þó ekki
verið minnzt á ýmsa orkukosti, sem munu
verða tiltækir . Þar má nefna vindorku,
bylgjuorku hafsins, sjávarföll, gasvinnslu
úr sorpi, sorpbrennslu til raforkuvinnslu og
hitaveitu og ræktun repju til olíuframleiðslu
fyrir dísilvélar .
Reynsla er af raforkuvinnslu með vindorku
frá um 1990 . Árið 2010 nam uppsett afl
vind orkuvera í heiminum 150 GW (150 000
MW), sem er 60falt uppsett afl í öllum virkj
unum Íslands . Ekki er ólíklegt, að vindafl á
Íslandi geti náð 1% af þessu eða 1500 MW og
sparað mikið vatn í miðlunarlónum lands ins
og/eða treint jarðvarmaforðann . Um hverfi s
lega og tæknilega er þó að ýmsu að hyggja,
t . d . fugladauða, hávaða og neikvæð um sjón
rænum áhrifum . Vindmyllurnar fara stækk
andi og nýtni þeirra hefur batnað . Ef meðal
stærð íslenzkra vindmylla verður 10 MW,
sem er reyndar tvöföldun algengrar stærðar
erlendis nú, þyrfti aðeins 150 vindmyllur til
að ná téðu gildi, sem er ekki yfirþyrmandi
fjöldi fyrir Ísland .
Tilraunir standa nú yfir á vegum ESB
úti fyrir ströndum Skotlands og Frakklands
með sjávarfallavirkjanir og bylgjuvirkjanir .
Vandinn er að leiða orkuna í land og að
viðhalda búnaðinum á hafi úti, þar sem
gríðarleg vélræn og efnafræðileg áraun
(tæring) er á búnaðinn .
Þessar virkjanir kunna að verða hamlandi
fyrir siglingar og munu tæplega hafa mikil
áhrif á orkubúskap Íslendinga, þó e . t . v .
góð búbót sums staðar . Sólarorka verður
væntanlega aldrei fýsilegur valkostur, nema
fyrir sumarhúsaeigendur .
Stefnumörkun
Á skal að ósi stemma . Það á ekki sízt við um orkumálin . Það er og verður
orkuskortur í heiminum þar til tæknibylt
ing verður við raforkuvinnslu, t . d . með
sam run atækni, þ . e . við samruna tveggja
vetn is atóma í eitt helíumatóm . Samkvæmt
Ramma áætlun og viðbót frá óhefðbundnum
orku verum má gera ráð fyrir, að um 25
000 GWh/a af raforku geti með sjálfbærum
hætti verið til ráðstöfunar fyrir notkun utan
heimilis notkunar, smáiðnaðar, landbúnaðar,
fisk vinnslu, dælingar á heitu og köldu vatni,
götu lýsingar og aðra lítt orkukræfa starfsemi.
Sýnt hefur verið fram á í þessari grein,
með samanburði á þjóðhagslegri hag
kvæmni, að stórfelld orkusala um sæstreng
virðist nú vera hreint óráð . Sú röksemd,
að hagkvæmt sé að fá raforku um sæstreng
til Íslands í þurrkaárum heldur ekki vatni .
Miklu þjóðhagslega hagkvæmara er að virkja
nokkurt varaafl, t . d . 300 MW af jarðvarma,
og selja þá orku sem afgangsorku á lágu
verði í 27 ár af 30, þegar tölfræðilega er ekki
orkuskortur, til starfsemi, sem ekki þarf
nauðsynlega forgangsorku . Sá markaður er
nú þegar fyrir hendi .
Vel kemur þó til greina í fyllingu tímans,
e . t . v . 2015–2020, að leggja um 100 MW
sæstreng til Færeyja og losa Færeyinga út úr
orkuskorti sínum .
Til ráðstöfunar af sjálfbærum orkulindum
verða um 12 000 GWh/a raforku, sem hik
laust á að nýta fyrir fjölbreytilega starfsemi,
sem krefst mikillar raforku . Þar má nefna
klór, magnesíum, kísil, járnblendi og ál .
Þetta þýðir auðvitað engan veginn, að
annars konar starfsemi („einhverju öðru“)
verði ýtt til hliðar, eins og nauðhyggjumenn
hafa verið iðnir við að halda að fólki, því
að jarðvarminn mun standa undir slíkri
starfsemi .
Til að gefa hugmynd um framleiðslumagn ið