Þjóðmál - 01.03.2012, Side 61

Þjóðmál - 01.03.2012, Side 61
60 Þjóðmál VOR 2012 Það sem helst háði þeim sem vildu berjast fyrir frjálsum markaði og fullveldi þjóðarinnar, þegar kom fram á 20 . öld, var sundurlyndi þeirra, margir flokkar voru stofnaðir en illa gekk að ná samstöðu . Þegar Frjálslyndi flokkurinn og Íhalds flokkurinn sameinuðust svo í Sjálf stæðis flokkn um, náðist loksins samstaða um þessi mikil­ vægustu hagsmunamál þjóð a r innar . Helsta vegsemd Sjálfstæðisflokksins er sú, að hann var stofnaður sem flokk­ ur allra stétta, en hinir flokkarnir voru ein­ göngu hags munabandalög ákveð inna stétta, Alþýðu flokkur og sósíalistar voru hags­ muna bandalög verkalýðsins og Fram sókn ar­ flokkurinn var hagsmuna banda lag bænda . Hagsmunabandalög eru aldrei hæf til að stjórna þjóð sem telur margar stéttir, þess vegna hafa hinir flokkarnir aldrei getað stjórnað án aðkomu Sjálfstæðisflokksins . En vandi Sjálfstæðisflokksins var sá, að hann þurfti alltaf að taka tillit til hinna flokkanna . Erfiðlega gekk þegar Ólafur Thors mynd­ aði fyrstu ríkisstjórn sína með Framsóknar­ mönnum og krötum . Fljótlega kom upp ágreiningur um, hvernig taka skyldi á verðbólguvandanum, svo sauð endanlega upp úr, þegar sjálfstæðismenn vildu breytta kjördæmaskipan, en sú kjördæmaskipan sem þá ríkti gerði framsóknarmönnum kleift að fá fleiri þingmenn en þeir áttu skilið að fá, miðað við kjörfylgi . Vandi Sjálfstæðisflokksins var mikill eftir að fyrsta stjórnin, sem leidd var af Sjálf­ stæðisflokknum, neyddist til að hverfa frá völdum og við tók utanþingsstjórn sem var eitur í beinum þingræðissinnans Ólafs Thors . Honum þótt það afar sárt, að utanþingsstjórn skyldi sitja við völd þegar draumur hans um lýðveldið Ísland rættist loks, árið 1944 . Segja má að nýsköpunarstjórnin, sem stofnuð var í upphafi lýðveldistímans, hafi verið ansi mikil málamiðlun af hálfu Sjálfstæðisflokksins, en hún var eini kosturinn í þeirri stöðu sem uppi var þá, framsóknarmenn voru öskuillir út í sjálfstæðismenn og þeir gátu ekki hugsað sér að starfa í ríkisstjórn sem leidd væri af Sjálf stæðisflokknum . Færa má gild rök fyrir því, að sú ríkisstjórn hafi að mörgu leyti verið vinstri stjórn, en erfitt var fyrir Sjálf­ stæðis flokkinn að vera eini hægri flokkur­ inn í þriggja flokka stjórn . Vegsemd Sjálfstæðisflokksins varð svo mikil, þegar viðreisnarstjórnin var mynd uð, þá voru höftin afnumin og á Íslandi hófst langt og stöðugt hagsældarskeið . Það kom reyndar talsvert bakslag þegar síldin hvarf . Bjarni Benediktsson lést með hrylli legum hætti, þannig að sorgin lá eins og mara á sjálfstæðis mönnum og erfitt var að fylla það stóra skarð, sem hinn mikli leiðtogi skildi eftir sig . Vinstri flokkarnir stökkva alltaf til, þegar Sjálfstæðisflokkurinn veikist, og þá tekst þeim að telja þjóðinni trú um að þeir geti stjórnað . Þeir vita sem er, að sjálfstæðis­ menn eru friðsamir og svara oftast ekki fyrir sig, þannig að vinstri flokkarnir eiga gjarna umræðuna á hinu pólitíska sviði . Sjálfstæðisflokkurinn var lamaður að mestu leyti, frá því að viðreisnarstjórnin hvarf frá völdum árið 1971 og þangað til Davíð Oddsson tók við formennsku tuttugu árum síðar og leiddi þjóðina inn í nýtt hagvaxtarskeið sem ríkti árum saman, vegna þess að sjálfstæðisstefnan fékk að njóta sín . Reyndar skal það viðurkennt, að þjónk un við samstarfsflokkana hafi verið of mikil og ríkisútgjöld jukust upp úr öllu valdi . Svo kom bankahrunið og margir sjálf­ stæði smenn skömmuðust sín fyrir að vera til . Þá stukku vinstri flokkarnir fram og

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.