Þjóðmál - 01.03.2012, Síða 63
62 Þjóðmál VOR 2012
merkja ekki það sama og að ganga í banda
lag við þær .
Hagsmunahópar eiga að takast á,
stjórnmálamenn eiga að hefja hug sinn upp
yfir deilur og dægurþras . Pólitík er mikil
jafnvægislist sem lærist hægt, en lærist samt,
stundum þarf að grípa inn í, en oftast er
best að láta borgarana um að leysa deilur
sínar, þá verða mestar líkur á að sátt skapist
að lokum .
Vegsemd Sjálfstæðisflokksins er mikil,
vandi hans er líka stór . Með því að leysa
vandann smátt og smátt aukum við veg
semdina um leið . Vert er að enda hér á
litlu broti úr ljóði eftir sjálfs tæðis manninn
Tómas Guðmundsson, en það ættu allir
sjálfstæðismenn að kunna og kjörnum
fulltrúum Sjálfstæðisflokksins ber skylda til
að kunna það og skilja hvert orð sem þar
stendur;
Og stór er hlutur þinn ef þjóð þín byggir,
á þér sitt traust og krefst af þér,
þess fórnarstarfs sem frjálsum manni tryggir,
það föðurland sem honum ber .
Og enginn fær til æðri tignar hafist,
né öðlast dýpri rétt en þann
að geta vænst af sjálfum sér og krafist,
að saga landsins blessi hann .
Nú hefur Jóhann Hauksson loksins verið ráðinn blaðafulltrúi for sætis ráðuneytisins .
Hann á eflaust að skrifa sví virð ingar um
sjálfstæðismenn, eins og hann hefur verið iðinn
við síðustu misserin . Áður var hann sem kunnugt
er málaliði Baugs: Samkvæmt upplýsingum
Arnþrúðar Karlsdóttur á Útvarpi Sögu borguðu
Baugs feðgar beint fyrir útvarpsþátt sem hann
hafði þar umsjón með .
En vinstri stjórnin á sér fleiri blaðafull trúa .
Tveir þeirra vinna einmitt á Fréttablað inu hjá
Baugsfeðgum, þeir Þórður Snær Júlíusson
og Kolbeinn Óttarsson Proppé . Þórður Snær
tekur að sér að skýra og afsaka skattahækkanir
stjórnarinnar (sem Ríkis stjórnarútvarpið er farið
að nefna skatta breytingar) .
Kolbeinn birtir fréttir í samfellu um að „reiði“
sé í Samfylkingunni með þá flokks menn sem
greiddu atkvæði á móti því að ekki mætti ræða
Landsdómsmálið gegn Geir á Alþingi og að
„reiði“ sé í Vinstri grænum með þá flokksmenn
þar sem greiddu atkvæði á sama veg . En er engin
reiði í hinum herbúðunum í þessum flokk um?
Eru ýmsir í Samfylkingunni og Vinstri grænum
ekki reiðir vegna hótana og yfirgangs Jóhönnu
Sigurðardóttur? Eru Össur og Ragnheiður Ásta
ekki reið, bara fólkið sem var andvígt þeim? Af
því skrifar Kolbeinn engar fréttir .
Það komst heldur betur upp um Þórð Snæ
sem vinir hans kalla „Dodda“ árið 2010 . Þá
skrifaði aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur,
Elías Jón Guðjónsson, í tölvupósti:
Tussufínt.
Það er spurning hvernig við prjónum þetta.
Doddi vill ólmur fá að skúbba einhverju fyrir
fundinn og sé ég ákveðið tækifæri í því að láta
það eftir honum.
Já, nú verður „Doddi“ látinn skúbba áfram, og
allt verður það á einn veg: til að koma vinstri
stjórninni vel og Sjálfstæðisflokknum illa . Og
það verður í boði Baugsfeðga alveg eins og
útvarpsþáttur Jóhanns Haukssonar fyrr á tíð .
Jóhann Hauksson mun áreiðanlega sjá „tæki
færi í því að láta eftir honum“ að skúbba .
Blogg Skafta Harðarsonar á Eyjunni,
eyjan .is, 28 . janúar 2012 .
„Doddi“ og fleiri blaðafulltrúar