Þjóðmál - 01.03.2012, Blaðsíða 64
Þjóðmál VOR 2012 63
Í tveimur nýlegum, íslenskum skáld sögum er nokkurt efni sótt í sögu tveggja
útlendinga, sem settust að á Íslandi á mesta
umbrotaskeiði síðustu aldar, annar til ævi
loka, hinn í nokkur ár . Í Flóttanum eftir
Sindra Freysson, sem kom út 2004, greinir
meðal annars frá Íslendingi, sem hraðar sér
á fund breskra yfirvalda strax eftir hernám
Íslands vorið 1940 og varar við þýskum
nasista: „Konan mín, sem er gyðingur,
rekur kjólasaumastofu í Kirkjuhvoli og
þessi maður notar hvert tækifæri til að sýna
henni óvild og fjandskap .“1 Maðurinn var
bersýnilega Hendrik Ottósson, en konan
Henný GoldsteinOttósson, sem flýði
Þýska land skömmu eftir valdatöku Hitlers
ásamt móður sinni og ungum syni, giftist
Hendrik 1938, rak lengi saumastofu í
Kirkju hvoli og bar hér beinin . Í Enn er
morg unn eftir Böðvar Guðmundsson, sem
kom út 2009, er stuðst við ýmis atriði úr
ævi þýska málfræðingsins Brunos Kress, sem
dvaldist hér fyrir stríð, kvæntist íslenskri
konu og eignaðist með henni dóttur,
en var sendur í breskar fangabúðir eftir
hernám og sneri síðan aftur til Þýskalands .
Örlög þeirra Hennýar GoldsteinOttósson
og Brunos Kress tengjast einkennilega í
rannsóknarstofnun SSsveitanna þýsku,
Ahnenerbe, sem hafði sérstakan áhuga á
Íslandi, og einnig í óvæntum endurfundum
þeirra á Íslandi árið 1958, þegar Kress kom
hingað í fyrsta sinn eftir stríð . Hér verður
þessi saga rakin stuttlega eftir heimildum,
sem flestar eru óbirtar, en óhætt er að segja,
að veruleikinn sé þar lygilegri en nokkur
skáldskapur .
Gyðingakona á flótta
Johanna Lippmann fæddist í höfuðborg þýska keisaradæmisins, Berlín, 28 . mars
1905 . Foreldrar hennar, Leo Lippmann og
Minna, fædd Glass, voru bæði gyðingar frá
austurhluta landsins, sem nú er vesturhluti
Póllands . Henný, eins og hún var jafnan
kölluð, átti tvo eldri hálfbræður, Harry og
Siegbert Meinhardt Rosenthal, syni Minnu
frá fyrra hjónabandi . Faðir Hennýar barðist
í Norðurálfuófriðnum mikla 1914–1918,
en Rússar tóku hann höndum, og hann lést
farinn að heilsu sumarið 1919, skömmu
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Gyðingastjarnan og
hakakrossinn
Örlög tveggja útlendinga á Íslandi