Þjóðmál - 01.03.2012, Page 65
64 Þjóðmál VOR 2012
eftir að hann var látinn laus . Eldri bróðirinn,
Harry, fékk hins vegar járnkrossinn tvisvar
fyrir vasklega framgöngu á vígstöðvunum .
Henný nam kjólasaum og giftist vorið
1926 manni af trúflokki sínum, Robert
Goldstein . Hann var tólf árum eldri en
hún, fæddur 1893 . Þau eignuðust soninn
Peter Lothar í nóvember 1927, og stuttu
síðar héldu þau til Kólumbíu, þar sem
bróðir Roberts átti gistihús í Medellín, og
störfuðu þar næstu árin . Þau Henný og
Robert skildu hins vegar í ársbyrjun 1930
og sneru eftir það bæði aftur til Þýskalands .2
Henný fékk vinnu í tískuhúsi í Berlín og
varð forstöðukona þess . Eftir valdatöku
nasista í ársbyrjun 1933 ókyrrðust þau bæði
í Þýskalandi . Robert, sem var mjög vinstri
sinnaður, flýði til Frakklands, en Henný
svaraði auglýsingu, sem birtist sumarið 1934
í þýsku blaði um, að kjólameistara vantaði
á saumastofunni Gullfossi í Reykjavík . Hún
var ráðin og hélt ein síns liðs til Reykjavíkur
þá um sumarið . Hún gat sér gott orð, og
ári síðar var hún endurráðin til þriggja ára
og fékk líka dvalarleyfi þann tíma . Þá sendi
hún eftir móður sinni og syni, sem komu
til Íslands sumarið 1935 . Leigði þessi litla
fjölskylda sér herbergi að Garðastræti 9 .3
Í Reykjavík kynntist Henný Hendrik
Ottós syni, sem var ákafur andstæðingur nas
ismans og reyndist mörgum þýskum flótta
mönnum af gyðingaættum vel . Best reyndist
hann þó Henný . Þegar ráðningarsamningur
hennar var á enda sumarið 1938, hugðist
hún stofna eigin saumastofu . Þá kærði
vinnuveitandi hennar hana fyrir yfirvöldum,
þar eð atvinnu og dvalarleyfi hennar
var að renna út . Var þetta venjulega látið
óátalið, ef athygli yfirvalda var ekki vakin
sérstaklega á því . Skömmu áður en vísa
átti Henný úr landi, greip Hendrik til þess
ráðs að kvænast henni, en við það öðlaðist
hún íslenskan ríkisborgararétt, svo að hún
gat dvalist hér áfram ásamt móður sinni og
syni, en ella hefði hún orðið að snúa aftur
til Þýskalands, þar sem ofsóknir mögnuðust
nú mjög gegn gyðingum . Vinnuveitandi
hennar höfðaði samt sem áður mál gegn
henni fyrir samningsrof, og dæmdi Hæsti
réttur honum nokkrar bætur úr hendi
hennar .4 Næstu árin rak Henný saumastofu
í Kirkjuhvoli við Kirkjutorg nálægt dóm
kirkjunni . Tókust góðar ástir með þeim
Hendrik, og gekk hann syni hennar í
föður stað . Haustið 1938 komst einnig
eldri bróðir Hennýar, Harry Rosenthal,
til Íslands . Í Þýskalandi hafði hann verið
einn af forstjórum skófyrirtækisins mikla,
Salamanders, og setið í íþróttaráði Berlínar,
enda hafði hann iðkað knattspyrnu á yngri
árum og verið dómari á Olympíuleikunum
í Amsterdam 1928 . Hann skildi allar eigur
sínar eftir í Þýskalandi, þar á meðal íbúð,
bíl og sumarbústað, nema hvað hann tók
með sér hingað gullúr og Leicamyndavél,
sem hann seldi í Reykjavík og keypti fyrir
andvirðið lítinn reit í jaðri bæjarins, þar sem
hann ræktaði grænmeti og seldi bæjarbúum .
Unnusta hans, Hildegard Heller, kom til
landsins sumarið 1939, og þau gengu í
hjónaband og fluttust til Akureyrar, þar sem
þeim vegnaði vel . Gerðist Harry íslenskur
ríkis borgari og kallaðist Höskuldur Mark
ús son .5
Yngri bróðirinn, Siegbert Meinhardt, var
kyrr í Berlín, þar sem hann var skrifstofu
maður . Til þess var sú ástæða, að hann og
kona hans, Erna, höfðu lengi þráð og reynt
að eignast barn, en það tókst loks sumarið
1939, skömmu áður en Þjóðverjar réðust
inn í Pólland og seinni heimsstyrjöldin
hófst . Var hinum nýfædda syni þeirra gefið
nafnið Denny . Hendrik og Henný buðust til
að taka við sveininum til fósturs, en Siegbert
og Erna gátu ekki hugsað sér að senda hann
burt .6 Í stríðinu skrifuðust fjölskyldurnar í
Berlín og Reykjavík á fyrir milligöngu Rauða
krossins . Þá hafði Siegbert misst starf sitt, og