Þjóðmál - 01.03.2012, Side 68

Þjóðmál - 01.03.2012, Side 68
 Þjóðmál VOR 2012 67 Kallaði hann karlana til sín hvern af öðrum og dældi efni í eistu þeirra, og var það mjög sársaukafullt . Kvenfangarnir höfðu hins vegar ekki eftir neinu að bíða . Að kvöldi 11 . ágúst voru fimmtán kvennanna reknar inn í afhýsi eitt, látnar afklæða sig og leiddar inn í lítinn klefa, en síðan skellt í lás . Eiturgufum var eftir það dælt um rör inn í klefann . Konurnar brutust um, börðu á veggi, hristu hurðir og æptu, en misstu fljótlega meðvitund og dóu . Þær Mágkona Hennýar Goldstein­Ottósson, Erna Rosen­ thal, með hvítvoðunginn Denny, son þeirra Sieg­ berts, í skemmtigarði í Berlín 11 . nóvember 1939 . Nasistar myrtu þau mæðgin bæði í helför gyð inga, í Ausch witz vorið 1943 . konur, sem voru eftir, voru myrtar á sama hátt tveimur dögum síðar . Líkunum var hlaðið á lítinn vörubíl og ekið með þau í líffærafræðistofnun Strassborgarháskóla . Siegbert Rosenthal og hinir karlarnir í fangahópnum frá Auschwitz voru látnir lifa í nokkra daga í viðbót, á meðan prófessor Hirt kannaði áhrif efnisins, sem hann hafði dælt í eistu þeirra . Þeir voru síðan myrtir á sama hátt og konurnar í litla gasklefanum í Natzweiler­ búðunum í tveimur hópum 17 . og 19 . ágúst 1943 . Þegar líkin af körlunum komu í líffærafræðistofnun Strass borgar háskóla, skar einn aðstoðarmaður Hirts annað eistað af mörgum fanganna, enda taldi prófessorinn sig þurfa þau til frekari rannsókna á ófrjósemi . Lík fanganna voru flest geymd í vínanda, og þannig kom her bandamanna að þeim í stríðslok . Þegar framkvæmdastjóri Ahnenerbe, Wolfram Sievers, var dæmdur til dauða og tekinn af lífi eftir stríð, var eitt sakarefnið á hendur honum fjöldamorðin í Natzweiler­búð unum, „beinagrindasafnið“ svonefnda . Prófessor Hirt hafði hins vegar stytt sér aldur í stríðslok .10 Hér úti á Íslandi spurði stundum móðir Siegberts, Minna Lippmann, hvað orðið hefði um son sinn og sonarson . Minna lést árið 1947 . Henný sagði henni aldrei það, sem henni var tilkynnt eftir stríð, að Siegbert og fjölskylda hans hefðu verið flutt til Auschwitz vorið 1943, en síðan ekkert af þeim frést .11 Sjálf vissi Henný ekki, hvernig bróðir hennar hefði verið myrtur í Natzweiler­búðunum . Fyrrverandi eigin­ maður hennar og faðir sonar hennar, Robert Goldstein, lést einnig í Auschwitz . Eftir að Þjóðverjar hernámu norðurhluta Frakklands sumarið 1940 og leyfðu samvinnuþýðum Frökkum að stjórna suðurhlutanum, gekk Robert í andspyrnuhreyfinguna frönsku . Hann var tekinn höndum ásamt fjölda annarra í mikilli aðgerð dagana 16 .–17 . júlí 1942, þar sem franska lögreglan veitti

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.