Þjóðmál - 01.03.2012, Síða 69

Þjóðmál - 01.03.2012, Síða 69
68 Þjóðmál VOR 2012 svartliðum Himmlers aðstoð við að hafa upp á gyðingum, og var föngunum safnað saman á íþróttaleikvangi í einu úthverfi Parísar, Vel d’Hiv . Hefur sú aðgerð jafnan verið talin eitt sorglegasta dæmið um undanlátssemi Frakka við Þjóðverja í heimsstyrjöldinni síðari . Var aðbúnaður fanga á leikvanginum hræðilegur . Robert var síðan fluttur í fangabúðir í Drancy og sendur þaðan í 25 . lestinni til Auschwitz 28 . ágúst 1942, og þar lét hann lífið .12 Þýski málvísindamaðurinn Bruno Hugo Kress var tveimur árum yngri en Henný Goldstein­Ottósson og ættaður eins og hún frá einum af útjöðrum þýska keisaradæmisins . Hann fæddist í smáþorpinu Selz í Elsass 11 . febrúar 1907 og var næstyngstur sex systkina . Móðir hans, Emma, var fædd Friedrichs, en faðir hans, Karl, var starfsmaður þýsku járnbrautanna . Eftir ósigur Þjóðverja í Norðurálfuófriðnum mikla 1914–1918 fluttist Kress­fjölskyldan til Berlínar . Bruno gekk menntaveginn og nam málvísindi í Berlínarháskóla, sem þá hét Friedrich Wilhelms­Universität .13 Þar var aðalkennari hans prófessor Gustav Neckel, sem fylgdi nasistum að málum .14 Bróðir Brunos var einnig nasisti og í liði brúnstakka, SA .15 Haustið 1932 varð Bruno Kress skiptinemi á Íslandi og leigði þá herbergi hjá Sigurði Thoroddsen yfirkennara að Fríkirkjuvegi 3 . Jafnframt því sem hann stundaði íslenskunám í Háskóla Íslands, tók hann nemendur í einkatíma í þýsku og sænsku . Eftir valdatöku nasista í Þýskalandi í ársbyrjun 1933 var hafist handa um að efla flokksstarf erlendis . Sá utanlandsdeild, Auslandsorganisation, flokksins um það . Kress gerðist einn af stofnendum Íslands­ deildar þýska Nasistaflokksins 1 . mars 1934 og var félagi nr . 3 .401 .317 .16 Einn nemandi í einkatímum Kress í þýsku vetur­ inn 1934–1935, Geir Þorsteinsson, síðar verkfræðingur og forstjóri, minnist þess, að Kress hafi gefið sér blöð með ræðum Hitlers . Geir gekk á stríðsárunum í verkfræðisveit, sem starfaði með svartliði nasista, SS, á austur vígstöðvunum .17 Skömmu eftir stofnun Íslandsdeildar Nas ista flokksins vorið 1934 kom nýr aðal­ ræðis maður Þjóðverja til landsins, dr . Günter Timmermann náttúrufræðingur . Tók hann við forystu deildarinnar þá um haust ið . Bruno Kress þótti hins vegar Timm er mann, sem vann af miklum áhuga að vísinda riti um íslenska fugla, reka erindi nasista slælega hér á landi og kærði hann því til höfuð stöðva flokksins í Berlín 25 . janúar 1935 . Taldi hann „ófremdarástand í flokks­ deild inni í Reykjavík“ . Kæra Kress á hendur ræðis mann inum, yfirmanni deildarinnar, var í sjö liðum: 1 . Deildin hefði ekki haldið veislu, þegar hafrannsóknaskipið Meteor hefði komið til Reykjavíkur (í október 1934) . 2 . Deildin hefði ekki haldið jóla trés­ skemmtun 1934 . 3 . Starfsemi vetrarhjálparinnar hefði ekki hafist fyrr en 16 . janúar 1935 . 4 . Deildin hefði ekki fagnað sérstaklega frelsun Saar­héraðs . 5 . Deildarmenn á Íslandi væru ekki færir um að halda uppi kraftmiklu starfi . 6 . Deildarforingjanum þætti gott að sitja í þægilegu starfi . 7 . Deildarforinginn hefði móðgað sig með aðfinnslum um einkalíf sitt .18 Með hinu síðasta átti Bruno eflaust við það, að hann og heimasætan á Fríkirkjuvegi 3, Kristín Anna Thoroddsen, voru að draga sig saman . Hún var komin undir þrítugt, þegar þau kynntust, þremur árum eldri en hann, og kenndi matreiðslu í Miðbæjarskólanum . Timmermann ræðismaður reiddist hins
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.