Þjóðmál - 01.03.2012, Page 71
70 Þjóðmál VOR 2012
sem þegar er getið, Ahnenerbe . Heinrich
Himmler, foringi svartliða, hafði sérstakan
áhuga á Íslandi, eins og dr . Þór Whitehead
prófessor hefur rakið í bókinni Íslands ævin
týri Himmlers (1998), og hafði Schweizer
komið nokkrum sinnum til Íslands . Nú
undir bjó hann mikinn rannsóknarleið
angur, sem Ahnenerbe hugðist gera út
hingað . Kress kynnti Schweizer þá hug
mynd sína að skrifa íslenska málfræði á
þýsku . Schweizer leist vel á, og tókst honum
eftir mikil bréfaskipti að útvega Kress styrk
frá Ahnenerbe, 100 mörk á mánuði í eitt ár,
til að skrifa þessa bók .23 Hófust greiðsl urnar
frá og með 1 . maí 1939 .24
Bruno Kress var nú ekki aðeins orðinn
styrk þegi Ahnenerbe, heldur hafði hann
losnað við höfuðfjandmann sinn, Timmer
mann ræðismann, sem kallaður var heim .
Vorið 1939 var í stað hans sendur til Íslands
höfuðsmaður í SS, dr . Werner Gerlach,
sem var í vinfengi við Himmler og átti
meðal annars að greiða fyrir fyrirhuguðum
rannsóknarleiðangri Ahnenerbe til Íslands .
Tók Gerlach til óspilltra mála við að
endur reisa flokksdeildina í Reykjavík, sem
var sundurtætt eftir átök þeirra Kress og
Timmermanns . Var fyrsti fundur deildar
innar í ræðismannstíð hans haldinn 14 . júní
1939, og sótti Kress hann eins og alla aðra
fundi, sem deildin hélt eftir það fram að
hernámi Breta .25 Nokkur munur var raunar
á því, hversu ákafir flokksmenn þýsku
nasistarnir á Íslandi voru . Flóttamaður hér
af gyðingaættum, Hans Mann, sagði, að
sumir þeirra hefðu verið kurteisir við sig og
jafnvel ráðið sér til að að dveljast hér áfram,
úr því að hann væri kominn hingað . Kress
hefði hins vegar ekki virt sig viðlits . Hann
hefði verið ruddalegur og komið fram við
gyðinga hér eins og þeir væru réttlausir,
svipað og gerðist í Þýskalandi . Hann hefði
verið „vondur maður“ .26
Hendrik Ottósson, maður Hennýar
GoldsteinOttósson, var ekki aðeins í góðu
sambandi við þýska flóttamenn af gyðinga
ættum á Íslandi, heldur fylgdist hann líka
vel með þýskum nasistum hér . Hann gerði
lista yfir hættulegustu nasistana í Reykjavík,
og var Kress ofarlega á honum .27 Þegar
Bretar hernámu Ísland 10 . maí 1940,
hraðaði Hendrik sér til njósnaforingja breska
landgönguliðsins og afhenti honum listann .
Var það því eitt fyrsta verk breska liðsins að
leita Kress uppi til að flytja hann úr landi eins
og aðra nasista . Fyrir orð Pálma Hannessonar
menntaskólarektors var honum hins vegar
leyft að vera á Íslandi, uns prófum lyki þá
um vorið, gegn heiti um, að þá gæfi hann sig
fram .28 Kress fór því ekki til Bretlands fyrr en
í júlí 1940 . Hann var vistaður eins og margir
aðrir þýskir stríðsfangar frá Íslandi á gömlum
gisti heimilum á Mön á Írlandshafi, og var
aðbúnaður prýðilegur .29 Kress bjó í Camp L
í Ramsay, þar sem nú stendur Peveril Hotel .
Frá Mön skrifaðist Kress ekki aðeins á við
konu sína á Íslandi, heldur líka Ahnenerbe .
Í bréfi til Ahnenerbe vorið 1942 kvaðst hann
vera langt kominn með þýska málfræði, en
sig vantaði ritvél með íslenskum stöfum til
þess að geta lokið henni . Spurði hann, hvort
Ahnenerbe gæti útvegað sér hana . Wolfram
Sievers, framkvæmdastjóri Ahnenerbe, svar aði
honum, kvaðst glaður að heyra, að hann væri
á lífi, en taldi ólíklegt, að hann gæti útvegað
honum ritvél, enda myndu Bretar væntanlega
ekki hleypa slíkum grip inn á Mön .30
Bruno Kress var stríðsfangi á Mön í rösk
fjögur ár, en ekki er þess getið, að hann
hafi skrifast frekar á við framkvæmdastjóra
Ahnenerbe, enda hafði Wolfram Sievers í
nógu að snúast næstu árin, svo sem fyrr segir .
Haustið 1944 bauðst þýskum stríðsföngum
frá Íslandi að fara til Þýskalands í
fangaskiptum . Sumir þeirra kærðu sig ekki
um að snúa aftur til Þýskalands og þáðu
því ekki boðið . Kress gerði það þó, og fóru
fangaskiptin fram í Gautaborg í Svíþjóð .