Þjóðmál - 01.03.2012, Qupperneq 81
80 Þjóðmál VOR 2012
á gengisfellingu, en stjórn völd þráuðust við
og afleiðingin var gjaldeyris skortur sem ekki
var unnt að mæta nema með því að skammta
gjaldeyri . Jón Þorláksson fjármálaráðherra
hafði hækkað gengi krónunnar 1925 vegna
þess að hann taldi útflutningsatvinnuveginn,
sjávarútveginn, búa við góðæri . Það hefði því
verið rökrétt að fella gengið strax haustið 1930
þegar saman fór mikið verðfall og samdráttur
í eftirspurn eftir útflutningsafurðum okkar .
En það var ekki gert og afleiðingin var ekki
aðeins haftakerfið heldur var sjávarútveg in
um nánast látið blæða út á kreppuára tugn
um, 1930–1940 . Frá því heimsstyrjöldin
síðari skall á 1939 bjuggum við svo við mun
meiri verðbólgu hér á landi en í viðskipta
löndum okkar og það náttúrlega rýrði verð
mæti krónunnar . En gengisfelling var nánast
bannorð í íslenskum stjórnmálum í þrjátíu
ár . Almenn ingur hræddist þá kjaraskerðingu
sem af henni myndi hljótast, ríkisvaldinu og
inn flytjendum stóð stuggur af því að erlendar
skuldir hækkuðu í krónum talið og í hugum
sósíalista og kommúnista var gengisfelling
einfaldlega vatn á myllu „stór gróða aflanna“ .
Sjálf gengisfellingin hefði þó aðeins verið
táknræn aðgerð, viðurkenning á orðnum hlut,
— og ef hún var ekki framkvæmd, þá var
óhjákvæmilegt að grípa til dulbúinna gengis
fellinga til að laga okkur að þeirri staðreynd að
raungengi krónunnar hafði lækkað . Og þær
dulbúnu gengisfellingar voru höftin .
Krónan var skráð of hátt og stjórnvöld
þurftu því að skammta gjaldeyrinn, sem síðan
kall aði á víðtækar verslunarhömlur og fjár
fest ingar eftirlit, samfara flóknu milli færslu
kerfi til að halda útflutnings atvinnu veg in um
— sjávarútveginum — á floti . Afl eið ing arn
ar voru rýrnandi lífskjör, minnk andi þjóða
rtekj ur, minni hagvöxtur . Höftin lögðust eins
og mara yfir allt atvinnulíf og ein staklings
fram takið var drepið í dróma; hvarvetna
blasti afkasta rýrnun við og hinir óheilbrigðu
verslunar hættir bitnuðu á öllum . Skuldir
hlóðust upp í útlöndum og gjaldeyrissjóðir
landsmanna gengu til þurrðar . Hinar miklu
haftastjórnir tímabilsins (1934–1939, 1947–
1949, 1956–1958) hrökkluðust allar frá völd
um þegar ekki varð lengra komist á hafta
brautinni og strandið blasti við — eða eins
og efna hagsráðunautur vinstri stjórnarinnar
1956–1958 orðaði það: „Við erum að ganga
fram af brúninni .“
Í landi mikillar utanríkisverslunar skiptir
mestu að þeir atvinnuvegir sem afla gjaldeyris
séu öflugir og verslunin frjáls . Forsenda hvors
tveggja er raunhæf gengisskráning .
Óðaverðbólga er til vitnis um sjúkt efna hags líf,
en hún stofnar í sjálfu sér ekki verslun ar frels inu
í hættu, eins og við reyndum á árunum 1971–
1991, svo fremi sem þess er gætt að láta það ekki
dragast úr hömlu að leiðrétta hina opinberu
gengisskráningu . Hversu mikil sem verðbólgan
kann annars að vera, skiptir höfuðmáli fyrir
lítið opið hagkerfi eins og Ísland að skrá gengi
krónunnar jafnan í samræmi við raungildi
hennar . Miklar gengissveiflur eru auðvitað
óæski legar, gengisfelling er eðli máls samkvæmt
neyðar úrræði, — en til að komast hjá sífelldum
gengisfellingum er engin leið önnur en að halda
verðþenslunni innanlands á svipuðum nótum
og í öðrum vestrænum ríkjum .
En hvers vegna átti haftastefnan þá svo
miklu fylgi að fagna að þjóðin kaus hana yfir
sig þrjátíu ár samfleytt þrátt fyrir alla hennar
ókosti og enga auðsæja kosti?
Eflaust réð þar mestu að láglaunafólk er
ber skjaldað fyrir kjaraskerðingunni sem óhjá
kvæmilega hlýst af gengisfellingu og miklum
örðugleikum bundið að bæta því hana upp
án þess að hleypa af stað verðbólguhrinu og
þar með rýra krónuna á ný og kalla þannig
á síbylju gengisfellinga . Ef snúa átti af
haftabrautinni þurfti víðtæka samstöðu, eins
konar þjóðarsátt, og hún náðist ekki fyrr en
1960; þá loks gat viðreisnin hafist úr rústum
haftastefnunnar .
Haftafyrirkomulagið virtist líka stundum
þrauta minnstu ráðstafanirnar í bili til að mæta
aðsteðjandi vanda . Kjaraskerðingin af gengis
fellingu var augljós og hraðvirk en skað vænleg
áhrif haftafyrirkomulagsins komu fram á lengri