Þjóðmál - 01.03.2012, Síða 85

Þjóðmál - 01.03.2012, Síða 85
84 Þjóðmál VOR 2012 Þannig sköpuðu höftin ákjósanlegan jarð­ veg fyrir óheilbrigða viðskiptahætti . Ekki má samt gera of mikið úr spillingu . Kunningja­ og ættartengsl hafa ævinlega verið rík á Íslandi, tryggð við vini jafnan talin til hinna bestu dyggða, auk þess sem blóðskylda var og er mikill þáttur í þjóðlífi okkar . Beinar mútur munu almennt ekki hafa þekkst í stórum stíl heldur kom einfald lega greiði á móti greiða í flestum tilvikum . Það fór hins vegar aldrei dult á haftaár un­ um að stjórnmálaflokkarnir notuðu þau völd sem höftin færðu þeim í hendur til að reyna að treysta sig í sessi og ívilna sínum mönn­ um . Sósíalistinn Einar Olgeirsson vakti athygli á því á Alþingi, að rétt fyrir kosningarnar 1953 hefðu tveir menn verið skipaðir til að úthluta lánum til byggingar smáíbúða — og það voru „formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík og formaður íhaldsfélagsins í Reykjavík,“ eins og Einar komst að orði, fullur hneykslunar . Þegar Innflutningsskrifstofan var sett á fót voru einnig skipaðir tveir forstjórar . Af hverju ekki einn eða þrír? spurði Einar og svaraði sér sjálf ur: Af því að ríkisstjórnarflokkarnir voru tveir! — Einar hafði hinsvegar engin orð um hvað til stæði þegar hans eigin flokkur settist í stjórn, og hlýðir því að geta þess hér að þegar vinstri stjórnin tók við völdum 1956 var forstjórum Innflutningsskrifstofunnar undireins fjölgað í fjóra, svo að Alþýðubandalagið og Alþýðu­ flokkurinn gætu átt þar sína menn líka! „Sannleikurinn var sá, að það var orðið óþol andi fyrir stjórnmálamenn að standa í þessu,“ sagði Bjarni Benediktsson, þáverandi vara formaður Sjálfstæðisflokksins: Og það var viðbúið, ef hinu sama héldi fram, að þessi úthlutunarstarfsemi gerði í raun og veru allt heiðvirt stjórnmálastarf í land inu ómögulegt . Og ekki síst vegna þess, að úthlut­ un arstarfið var í raun og veru það, að það var sama og verið væri að úthluta peningum; það var sama og verið væri að gefa stórgjafir þeim mönnum sem leyfin fengu . Jafnvel þó að þeir að öllu leyti færu í flestum tilfellum heiðar­ lega með sín leyfi, þá vitum við, að þeirra lífs­ uppeldi var undir þessu komið . Þarna komst ekki heiðarleg og eðlileg samkeppni að, heldur einungis ákvörðun stjórnvaldanna um það, hver mætti lifa og hver ætti að deyja, og það er starf, sem flestir verða þreyttir á áður en lýkur . Þetta er sú hliðin, sem sneri að okkur stjórn mála mönnunum . Að almenningi sneri aftur það, að þessu haftafargani fylgdi gífur­ legur vöruskortur; það var ekki séð um, að hinar þarflegustu vörur væru til á þeim tíma, sem á þurfti að halda . Af þessu leiddi hinar hvimleiðustu biðraðir, sem uxu hér og komust í móð á örskammri stundu, og voru um nokkurt árabil, öllum til leiðinda . Þessu fylgdi svartur markaður, óhóflegt okur og margskonar spilling . . . Mestu varðaði auðvitað að allt atvinnulíf í landinu skyldi áratugum saman meira eða minna rígbundið pólitískum leyfaveitingum . Áhaftatímabilinu var ranglætið mest á kreppu árunum þegar höfðatölureglan var við lýði . Sú tilraun sem þá var gerð til áætlun ar búskapar jafnaðist þó ekki á við það regluverk sem Sjálf stæðisflokkurinn, Fram sóknarflokkurinn og Alþýðu flokkurinn sameinuðust um að setja á fót árið 1947 að boði helstu hagfræðinga landsins . Er óhætt að segja að vitfirringsbragur hafi verið á því regluverki og kemur ekki á óvart að það skuli hafa verið saman sett af „færustu“ hagfræðingum landsins . (Ætli nokkrir hafi talað frá sér meira vit í umróti síðustu ára en hinir sprenglærðu hagfræðingar okkar?) Í lögunum um Fjárhagsráð, sem stjórnaði öll­ um framkvæmdum á Íslandi, stórum sem smá­ um, á árunum 1947–1953, sagði að „hlut verk þess“ væri „að samræma fram kvæmd ir ein stakl­ inga og almannavaldsins … þannig að þær verði gerðar eftir fyrirfram sam inni áætlun“ . Skyldi Fjárhagsráð miða störf sín við eftirfarandi: 1 . Að öll framleiðslugeta sé hagnýtt til fulls
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.