Þjóðmál - 01.03.2012, Qupperneq 85
84 Þjóðmál VOR 2012
Þannig sköpuðu höftin ákjósanlegan jarð
veg fyrir óheilbrigða viðskiptahætti .
Ekki má samt gera of mikið úr spillingu . Kunningja og ættartengsl hafa ævinlega
verið rík á Íslandi, tryggð við vini jafnan
talin til hinna bestu dyggða, auk þess sem
blóðskylda var og er mikill þáttur í þjóðlífi
okkar . Beinar mútur munu almennt ekki hafa
þekkst í stórum stíl heldur kom einfald lega
greiði á móti greiða í flestum tilvikum .
Það fór hins vegar aldrei dult á haftaár un
um að stjórnmálaflokkarnir notuðu þau völd
sem höftin færðu þeim í hendur til að reyna
að treysta sig í sessi og ívilna sínum mönn
um .
Sósíalistinn Einar Olgeirsson vakti athygli
á því á Alþingi, að rétt fyrir kosningarnar
1953 hefðu tveir menn verið skipaðir til að
úthluta lánum til byggingar smáíbúða — og
það voru „formaður Framsóknarfélagsins
í Reykjavík og formaður íhaldsfélagsins í
Reykjavík,“ eins og Einar komst að orði, fullur
hneykslunar . Þegar Innflutningsskrifstofan
var sett á fót voru einnig skipaðir tveir
forstjórar . Af hverju ekki einn eða þrír?
spurði Einar og svaraði sér sjálf ur: Af því að
ríkisstjórnarflokkarnir voru tveir! — Einar
hafði hinsvegar engin orð um hvað til stæði
þegar hans eigin flokkur settist í stjórn, og
hlýðir því að geta þess hér að þegar vinstri
stjórnin tók við völdum 1956 var forstjórum
Innflutningsskrifstofunnar undireins fjölgað
í fjóra, svo að Alþýðubandalagið og Alþýðu
flokkurinn gætu átt þar sína menn líka!
„Sannleikurinn var sá, að það var orðið
óþol andi fyrir stjórnmálamenn að standa í
þessu,“ sagði Bjarni Benediktsson, þáverandi
vara formaður Sjálfstæðisflokksins:
Og það var viðbúið, ef hinu sama héldi fram,
að þessi úthlutunarstarfsemi gerði í raun og
veru allt heiðvirt stjórnmálastarf í land inu
ómögulegt . Og ekki síst vegna þess, að úthlut
un arstarfið var í raun og veru það, að það var
sama og verið væri að úthluta peningum; það
var sama og verið væri að gefa stórgjafir þeim
mönnum sem leyfin fengu . Jafnvel þó að þeir
að öllu leyti færu í flestum tilfellum heiðar
lega með sín leyfi, þá vitum við, að þeirra lífs
uppeldi var undir þessu komið . Þarna komst
ekki heiðarleg og eðlileg samkeppni að, heldur
einungis ákvörðun stjórnvaldanna um það,
hver mætti lifa og hver ætti að deyja, og það er
starf, sem flestir verða þreyttir á áður en lýkur .
Þetta er sú hliðin, sem sneri að okkur
stjórn mála mönnunum . Að almenningi sneri
aftur það, að þessu haftafargani fylgdi gífur
legur vöruskortur; það var ekki séð um,
að hinar þarflegustu vörur væru til á þeim
tíma, sem á þurfti að halda . Af þessu leiddi
hinar hvimleiðustu biðraðir, sem uxu hér og
komust í móð á örskammri stundu, og voru
um nokkurt árabil, öllum til leiðinda . Þessu
fylgdi svartur markaður, óhóflegt okur og
margskonar spilling . . .
Mestu varðaði auðvitað að allt atvinnulíf í
landinu skyldi áratugum saman meira eða
minna rígbundið pólitískum leyfaveitingum .
Áhaftatímabilinu var ranglætið mest á kreppu árunum þegar höfðatölureglan
var við lýði . Sú tilraun sem þá var gerð til
áætlun ar búskapar jafnaðist þó ekki á við
það regluverk sem Sjálf stæðisflokkurinn,
Fram sóknarflokkurinn og Alþýðu flokkurinn
sameinuðust um að setja á fót árið 1947 að
boði helstu hagfræðinga landsins .
Er óhætt að segja að vitfirringsbragur hafi
verið á því regluverki og kemur ekki á óvart
að það skuli hafa verið saman sett af „færustu“
hagfræðingum landsins . (Ætli nokkrir hafi talað
frá sér meira vit í umróti síðustu ára en hinir
sprenglærðu hagfræðingar okkar?)
Í lögunum um Fjárhagsráð, sem stjórnaði öll
um framkvæmdum á Íslandi, stórum sem smá
um, á árunum 1947–1953, sagði að „hlut verk
þess“ væri „að samræma fram kvæmd ir ein stakl
inga og almannavaldsins … þannig að þær verði
gerðar eftir fyrirfram sam inni áætlun“ . Skyldi
Fjárhagsráð miða störf sín við eftirfarandi:
1 . Að öll framleiðslugeta sé hagnýtt til fulls