Þjóðmál - 01.03.2012, Síða 88

Þjóðmál - 01.03.2012, Síða 88
 Þjóðmál VOR 2012 87 verður til og Einkenni og helstu útfærslur þingræðisskipulagsins og þrjá kafla í III . hluta bókarinnar: Þróun íslenska stjórn­ málakerfisins; List hins mögulega: Mynd un ríkisstjórna 1917–2009 og Þingmeiri hlut­ inn og einkenni íslenskra ríkisstjórna . Eins og þessi upptalning ber með sér spannar bókin vítt svið . Hún er heimild um þingræðið og stjórnmála­ og stjórn skip unarsöguna auk þess sem dregin eru fram fræðileg álitaefni á hinum ólíku sviðum . Samantektin í lokakafla bókarinnar bregður síðan ljósi á störf alþingis . Að skipta bókinni í þessa fjóra meginhluta er rökrétt og einnig hitt hvernig einstökum köflum er raðað innan þessara hluta . Hins vegar hefði verið eðlilegt að geta nafns höfundar við hvern kafla í efnisyfirliti í stað þess að láta nægja að birta höfundarnafnið við hvert kaflaheiti í bókinni . Þorsteinn Magnússon segir í upphafi bók­ ar innar að langflestir leggi þann skilning í merkingu orðsins þingræði að alþingi sé æðsta valdastofnun ríkisins, það sé hin almenna merking þingræðisorðsins . Við nánari athugun á umræðum um þingræði í fjölmiðlum og í umræðum á alþingi megi greina þrjá meginþætti í áherslunni á valdastöðu þingsins: (1) sjálfstæði þingsins gagnvart framkvæmdavaldinu; (2) ákvarð­ anir séu teknar á grundvelli vandaðrar og ítarlegrar umfjöllunar í þinginu, það sé ekki afgreiðslustofnun ríkisstjórna og (3) þingmenn eigi rétt á því að fá greiðlega þær upplýsingar sem óskað sé eftir frá ríkisstjórn og stjórnsýslu hennar . Þorsteinn bendir á að þessi almenna merking orðsins þingræði feli í sér að grein­ ingu frá hinni stjórnskipulegu merkingu sem sé sú að ríkisstjórn geti ekki setið í andstöðu við meirihluta þings . Þessi merking sé fyrst og fremst áberandi þegar umræðan snúist um formreglur stjórn kerfisins . Loks nefnir Þorsteinn stjórnkerfislega merk ingu orðsins þingræði, með því sé vísað til ákveðins stjórnkerfis eða stjórnar­ fars . Algengara sé þó að um slíkt séu notuð orð eins og þingræðisskipan, þing ­ ræðiskerfi, þing ræðis skipu­ lag, þing ræðis fyrir komulag og þing ræðis stjórn ar far . Undir þessa skilgreiningu Þorsteins skal tekið og er mikilvægt að hafa hana að leiðarljósi við lestur bókar­ innar til að átta sig á hinum ólíku efnisþáttum . Stefanía Óskarsdóttir lýsir upphafi þing ræðis í átökum milli konungs og áhrifa­ mikilla hópa um valdið til að setja lög og fram fylgja þeim . Framsal valds konunga í Bretlandi hafi tryggt þeim hásætið . Þing ræði og þjóðríki séu af sama meiði . Þjóðin hafi fengið aukin völd með minna konungs valdi . Stefanía segir: „Þar sem konungsembætt ið hélt velli varð það að eins konar tákngerv­ ingi ríkis og þjóðar en þingið varð aftur miðstöð opinbers valds .“ Þetta má til sanns vegar færa en því fer hins vegar víðs fjarri að nú á dögum séu menn á einu máli um hvert vald þingsins skuli vera bæði innan einstakra þjóðríkja eða í samskiptum þeirra á milli . Birtist þetta vel innan Evrópusambandsins þar sem vaxandi spenna er á milli valds þjóðþinga og stofnana ESB . Í Þýskalandi hefur stjórnlagadómstóll inn í Karlsruhe til dæmis sett því skorður hve mikið af valdi þjóðþingsins megi framselja til stofnana ESB eða í þágu evrusamstarfs­
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.