Þjóðmál - 01.03.2012, Page 93

Þjóðmál - 01.03.2012, Page 93
92 Þjóðmál VOR 2012 Þeir réðust oftast gegn skipunum með flugvélum og kafbátum og ollu oft miklu tjóni . Frægust varð helför lestarinnar sem bar einkennisstafina PQ 17, en úr henni náðu aðeins örfá skip á leiðarenda . Magnús Þór Hafsteinsson hefur um árabil rannsakað sögu skipalestanna og segir hana mjög rækilega . Hann rekur sögu hverrar einustu skipalestar sem sigldi frá Hvalfirði allt frá upphafi og til ársloka 1942 . Hann greinir tíðum frá gangi mála nánast frá degi til dags og setur atburði oft í stærra samhengi þess sem átti sér stað annars staðar . Frásögn hans er öll mjög ýtarleg og byggð á rækilegri rannsókn fjölda heimilda . Magnús á miklar þakkir skildar fyrir eljusemi sína en íslenskir fræðimenn hafa fram til þessa verið heldur óduglegir við rannsóknir og samningu ritverka um þá sögu sem ekki getur beinlínis talist íslensk . Almennt séð verður þessi bók að teljast vel heppnuð og ekki kann ég að benda á neitt sem missagt er í henni . Hún er öll einkar fróðleg en helsti gallinn við hana er sá, að hún er mjög misvel skrifuð, ef svo má að orði kveða . Höfundurinn hefur safnað og kannað feikimikið efni og fjölda heimilda, en tekst ekki alltaf að vinna úr því sem skyldi . Fyrir vikið verða kaflarnir mjög misgóðir . Sumir eru ljómandi vel skrifaðir, mjög fróðlegir og spennandi aflestrar, en aðrir miklum mun þunglamalegri og nánast upptalning á smáatriðum . Einnig er alltof mikið um óþarfar endurtekningar og prentvillur og málfarslegir hortittir harla leiðinlegir . Úr öllu þessu hefði bæta með harðari ritstjórn . Þegar á heildina er litið er mikill og góður fengur að þessari bók . Hún er einkar fróðleg og fjallar um efni, sem fremur lítið hefur verið skrifað um á íslensku áður, a .m .k . ekki í heild . Og vonandi verður þetta frumkvæði hafrannsóknamannsins íslenskum sagnfræðingum hvatning til dáða á akri veraldarsögunnar . Hún kemur okkur líka við . Sess Jóns Sigurðssonar í þjóðarsálinni Páll Björnsson: Jón forseti allur? Táknmyndir þjóðhetju frá andláti til samtíðar. Sögufélag, Reykjavík 2011, 321 bls . Eftir Björn Bjarnason Þegar Vigdís Finnbogadóttir forseti Íslands sótti Hrafnseyri, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar, heim árið 1983 kynnti hún áform um að koma á fót Bókmennta­ verðlaunum forseta Íslands í minningu Jóns Sigurðssonar . Í frumdrögum að skipu lagsskrá var gert ráð fyrir að forseti afhenti verðlaunin 17 . júní ár hvert og skyldu þau nema árslaunum lektors við Háskóla Íslands og vera skattfrjáls . Skyldi veita verðlaunin fyrir verk sem hefði verið gefið út á bók, flutt á sviði, í hljóðvarpi eða sjónvarpi á undanförnum fimm árum . Í úthlutunarnefnd áttu að sitja þrír fulltrúar, einn frá Rithöfundasambandi Ís­ lands, annar frá Félagi gagnrýnenda auk formanns sem forsetinn skipaði . Þótt Vig­ dís hefði tryggt sér stuðning Alberts Guð­ mundssonar fjármálaráðherra við tillög­ una náði hún ekki fram að ganga . Í stað þessara bókmenntaverðlauna komu önnur verðlaun: Hin íslensku bókmenntaverðlaun á vegum íslenskra bókaútgefenda en forseti Íslands tilnefnir oddamann í þá nefnd sem ákveður hverjir hljóti verðlaunin hverju sinni . Verðlaunin voru veitt í fyrsta sinn árið 1989 og eru þau veitt höfundi skáldverks annars vegar og fræðirits hins vegar . Verðlaun vegna fræðirits sem út kom árið

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.