Þjóðmál - 01.03.2012, Qupperneq 93

Þjóðmál - 01.03.2012, Qupperneq 93
92 Þjóðmál VOR 2012 Þeir réðust oftast gegn skipunum með flugvélum og kafbátum og ollu oft miklu tjóni . Frægust varð helför lestarinnar sem bar einkennisstafina PQ 17, en úr henni náðu aðeins örfá skip á leiðarenda . Magnús Þór Hafsteinsson hefur um árabil rannsakað sögu skipalestanna og segir hana mjög rækilega . Hann rekur sögu hverrar einustu skipalestar sem sigldi frá Hvalfirði allt frá upphafi og til ársloka 1942 . Hann greinir tíðum frá gangi mála nánast frá degi til dags og setur atburði oft í stærra samhengi þess sem átti sér stað annars staðar . Frásögn hans er öll mjög ýtarleg og byggð á rækilegri rannsókn fjölda heimilda . Magnús á miklar þakkir skildar fyrir eljusemi sína en íslenskir fræðimenn hafa fram til þessa verið heldur óduglegir við rannsóknir og samningu ritverka um þá sögu sem ekki getur beinlínis talist íslensk . Almennt séð verður þessi bók að teljast vel heppnuð og ekki kann ég að benda á neitt sem missagt er í henni . Hún er öll einkar fróðleg en helsti gallinn við hana er sá, að hún er mjög misvel skrifuð, ef svo má að orði kveða . Höfundurinn hefur safnað og kannað feikimikið efni og fjölda heimilda, en tekst ekki alltaf að vinna úr því sem skyldi . Fyrir vikið verða kaflarnir mjög misgóðir . Sumir eru ljómandi vel skrifaðir, mjög fróðlegir og spennandi aflestrar, en aðrir miklum mun þunglamalegri og nánast upptalning á smáatriðum . Einnig er alltof mikið um óþarfar endurtekningar og prentvillur og málfarslegir hortittir harla leiðinlegir . Úr öllu þessu hefði bæta með harðari ritstjórn . Þegar á heildina er litið er mikill og góður fengur að þessari bók . Hún er einkar fróðleg og fjallar um efni, sem fremur lítið hefur verið skrifað um á íslensku áður, a .m .k . ekki í heild . Og vonandi verður þetta frumkvæði hafrannsóknamannsins íslenskum sagnfræðingum hvatning til dáða á akri veraldarsögunnar . Hún kemur okkur líka við . Sess Jóns Sigurðssonar í þjóðarsálinni Páll Björnsson: Jón forseti allur? Táknmyndir þjóðhetju frá andláti til samtíðar. Sögufélag, Reykjavík 2011, 321 bls . Eftir Björn Bjarnason Þegar Vigdís Finnbogadóttir forseti Íslands sótti Hrafnseyri, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar, heim árið 1983 kynnti hún áform um að koma á fót Bókmennta­ verðlaunum forseta Íslands í minningu Jóns Sigurðssonar . Í frumdrögum að skipu lagsskrá var gert ráð fyrir að forseti afhenti verðlaunin 17 . júní ár hvert og skyldu þau nema árslaunum lektors við Háskóla Íslands og vera skattfrjáls . Skyldi veita verðlaunin fyrir verk sem hefði verið gefið út á bók, flutt á sviði, í hljóðvarpi eða sjónvarpi á undanförnum fimm árum . Í úthlutunarnefnd áttu að sitja þrír fulltrúar, einn frá Rithöfundasambandi Ís­ lands, annar frá Félagi gagnrýnenda auk formanns sem forsetinn skipaði . Þótt Vig­ dís hefði tryggt sér stuðning Alberts Guð­ mundssonar fjármálaráðherra við tillög­ una náði hún ekki fram að ganga . Í stað þessara bókmenntaverðlauna komu önnur verðlaun: Hin íslensku bókmenntaverðlaun á vegum íslenskra bókaútgefenda en forseti Íslands tilnefnir oddamann í þá nefnd sem ákveður hverjir hljóti verðlaunin hverju sinni . Verðlaunin voru veitt í fyrsta sinn árið 1989 og eru þau veitt höfundi skáldverks annars vegar og fræðirits hins vegar . Verðlaun vegna fræðirits sem út kom árið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.