Þjóðmál - 01.03.2012, Page 97
96 Þjóðmál VOR 2012
Í bókinni um Jón forseta ræðir Páll
Björnsson þessi sjónarmið stuttlega og
bendir á að „staða ímyndar Jóns sé óvenju
sterk í samanburði við svipuð tákn í ná
grannalöndum okkar“ . Það sé „fremur
sjaldgæft“ að „svo mikill samhugur sé um
aðeins eina þjóðhetju“ eins og hér á landi
um Jón Sigurðsson . Um þetta skal ekki deilt .
Annað sameinar aðrar þjóðir, styrjaldir,
einstakar orrustur eða þjóðardýrðlingar
á borð við Jóhönnu af Örk í Frakklandi .
Hitt er ljóst að atburðir úr þjóðarsögu
eða samskiptum einstakra þjóða móta að
sjálfsögðu samtímaviðhorf . Þetta skýrist
þegar einræðisherrar sem haldið hafa ríkjum
með ólík þjóðarbrot í greip sinni hverfa frá
völdum eða stjórnkerfi hrynja . Þá setur
slík minning í þjóðarsálinni æ meiri svip á
samskipti þjóða innan Evrópusambandsins,
meira að segja á milli Frakka og Þjóðverja .
François Hollande, forsetaframbjóðandi
sósíal ista í Frakklandi, sá sig til dæmis knú
inn til þess fyrir skömmu að biðja flokks
menn sína að gæta orða sinna um Þjóðverja
þegar þeir gripu til sögulegra skírskotana til
19 . aldar kanslarans Ottos von Bismarcks í
því skyni að varpa neikvæðu ljósi á Angelu
Merkel, núverandi Þýskalandskanslara .
Helsta gildi bókar Páls Björnssonar er að
bregða ljósi á hvernig viðhorf Íslendinga til
Jóns Sigurðssonar hefur þróast stig af stigi
og hann hefur þrátt fyrir flokkadrætti orðið
að samnefnara og þar með verðugu viðmiði
þjóðar sem vill frekar verja málstað sinn
með orðsins brandi en vopnum . Frásögnin
er greinargóð og auðskilin, hún verður að
vísu á stundum nokkuð staglkennd þegar
tíundaðir eru viðburðir sem eru sam
bæri legir víða um land . Undarlegt er að
höfundur skuli láta kaupmanna ógetið
undir lok bókarinnar þegar hann getur
um framtak félagasamtaka til að halda
minningu Jóns á loft . Þeir og aðrir athafna
menn lágu ekki á liði sínu í því efni og á
sínum tíma var aðdáunarvert hve mikla
rækt verslunareigendur lögðu við að skreyta
glugga sína til að minna á hlut Jóns í tilefni
þjóð hátíðardagsins . Sú auglýsing skipti
miklu, að minnsta kosti fyrir barnshugann .
Í bókinni er lesandinn minntur á hve
Melavöllurinn í Reykjavík gegndi mikil
vægu hlutverki við að gera 17 . júní að þjóð
hátíðardegi . Er undarlegt að ekki skuli hafa
verið reist minnismerki um völlinn þar
sem hann stóð á sínum tíma . Það er hins
vegar táknrænt að hann skuli umlukinn
Þjóðminjasafni og Þjóðarbókhlöðu og reisa
megi hús um Árnastofnun og handritin á
þeim stað þar sem hann stóð . Í tengslum við
þá byggingu ætti að huga að minningarreit
um völlinn .
Bókin um Jón Sigurðsson er prentuð
á vandaðan pappír enda prýdd mörgum
myndum . Ekki hefur þó tekist betur til við
val þeirra en að á bls . 87 er birt mynd af
Benedikt Sveinssyni sem andaðist árið 1899
þegar sagt er frá fundi við Alþingishúsið
mánudagskvöldið 17 . júní 1907, þar sem
Benedikt Sveinsson (d . 1954), ritstjóri og
síðar þingmaður, var meðal ræðumanna .
Síðar segir Páll frá því að Benedikt hafi talað
á Þingvöllum við stofnun lýðveldisins 17 .
júní 1944 . Páll segir:
„Á Jón Sigurðsson var minnst í sumum
ræðunum [á Þingvöllum], til að mynda í
ræðu landvarnarmannsins Benedikts Sveins
sonar, eins af forgöngumönnum 17 . júní
há tíðarhaldanna í Reykjavík á árunum fyr
ir 1911 . Nú var sá dagur orðinn að þjóð
hátíðar degi eins og forgöngumennirnir
höfðu einmitt stungið upp á . Helgun dags
ins var í höfn .“
Ítarleg heimildaskrá fylgir bókinni auk
nafnaskrár . Fengur er að þessari bók í tilefni
af 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar . Að
hún verðskuldi bókmenntaverðlaun sýnir
hve nafn Jóns má sín mikils enn þann dag
í dag .