Þjóðmál - 01.06.2013, Blaðsíða 23
22 Þjóðmál SUmAR 2013
um og víðar í nærsveitum Mývatns . Þessar
framkvæmdir munu örugglega hafa eyði-
leggjandi áhrif á vatnið í Mývatni og hafa
í för með sér brennisteinsmengun og spilla
náttúrugæðum öðrum .
Loki, sem aldrei gefst upp mælir nú mild-
ari rómi, ber fé á menn og hefur áhuga á
um hverfisvernd . Hann deilir og drottnar,
hann er „faglegur“ . Hann eyðileggur fyrst í
rann sóknarskyni og síðan til hagsbóta fyrir
heima menn og er tilbúinn með bætur og
gjöld .
Það er vert að skoða hvað felst í fag leg-heitunum . Leikmaður horfir yfir Mý-
vatn og fyllist aðdáun og lotningu . Ekki
mikil fagmennska þar . Í skýrslunni sem fylgir
með rammaáætlun segir á einum stað:
. . . átti að meta fagurfræðilegt og til-
finningalegt gildi landslags og upp-
lifunargildi þess .
Þar yrði byggt á niðurstöðum fyrri
hlutans en fagurfræðilegt gildi og upp-
lifunargildi m .a . metið með skoðana-
könnunum meðal almennings . Ekki
tókst að afla fjár til að vinna þennan hluta
verkefnisins .
Þannig að það er ekki enn vitað hvort Mý vatn er fallegt . Í fag manna heim -
in um hafa verið skilgreind hugtök eins og
upprunaleiki, upplifunargildi, þekk i ng ar
gildi og táknrænt gildi . Og síðan er hug tök -
unum gefið vægi, 0,25 og 0,33 og 25 og
66 og svo framvegis og búin til for múla,
sem er þá faglegt mat . Með þessari aðferð
hefur fengist leyfi að nýju til að eyði-
leggja Mývatn . Fagmennirnir ákváðu að
setja Geysi í verndarflokk vegna þess að
hann væri „mikilvægt ferðamannasvæði
og heims þekktar náttúruminjar“ . Ég hefði
getað sagt nefndinni það ókeypis og er þó
leik maður .
Hugmyndafræðin á bak við ramma-
áætlun er kolröng . Það er fráleitt að gera
það að útgangspunkti að hægt sé að reikna
út hagkvæmni virkjunar með því að gefa
nátt úru fegurð einkunn . Það endar illa .
Enda hafa Landsvirkjunarjötnarnir þegar
Laxárdal átti að barmafylla .