Þjóðmál - 01.06.2013, Blaðsíða 80

Þjóðmál - 01.06.2013, Blaðsíða 80
 Þjóðmál SUmAR 2013 79 kúgaðir, niðurlægðir og arð rændir en gegn þeim, sem arðræna, kúga og niður lægja aðra í krafti eigna og for réttinda . . . Ég myndi aldrei sætta mig við að kalla mig kommúnista . Það er vegna þess að á bak við það orð er lenínisminn og alræði öreig anna; á bak við það orð er atlaga að lýðræðinu .“ Í mínum huga hafa sósíal- istar ekki einkarétt á því að standa með þeim, sem eru „kúgaðir, niðurlægðir og arðrændir“ . Reyndar tel ég að enginn geti lengur neitað því að í nafni sósíalisma hefur fólk verið „kúgað, niðurlægt og arðrænt“ á okkar tímum . Svavar Gestsson ber ekki ábyrgð á því, en kannski má halda því fram, að bæði hann og samherjar hans hér á Íslandi hafi lengst af lagt minna á sig en efni stóðu til við að vekja athygli á þess konar framferði í nafni sósíalismans bæði í Sovétríkjunum og annars staðar . En lagt þeim mun meira á sig til að gera lítið úr þeim, sem héldu því fram að svo væri . Frásögn Svavars af þeirri veröld vinstri manna í Reykjavík, sem hann gekk inn í ungur að árum er skemmtileg . Kannski finnst mér það vegna þess að ég þekkti hana sjálfur að hluta til og marga þá einstaklinga, sem hann nefnir til sögunnar en í hópi þeirra voru æskuvinir mínir á borð við Magnús Jónsson, kvikmyndaleikstjóra — menntaður í Moskvu . Og vegna þess að ég hafði kynni af þessum heimi vissi ég mæta vel, að þar voru engir pólitískir misindismenn á ferð . Þeir voru bara annarar skoðunar, hvort sem um var að ræða innanlandsmál eða heimsmálin . Laugavegur 11, sem mátti þekkja sinn fífil fegri, þegar Svavar kom til sögunnar, var á margan hátt miðstöð þessa hóps . Mér verður ljóst af lestri ævisögu Svavars að tengsl hans við Einar Olgeirsson hafa orðið til vegna vináttu Svavars og Ólafs heit ins Einarssonar, sonar Einars . Það er ekkert ljótt við það að hafa haft tengsl við Einar Olgeirsson . Hann er einn af merkustu stjórn málamönnum 20 . ald- arinnar á Íslandi og styrk- leiki hans var ekki sízt sá, að hann barðist af ein- lægri sannfæringu fyrir rétti lítilmagnans . Það breytir hins vegar engu um þá mótsögn í lífi hans og póli- tísku starfi að á sama tíma og hann taldi sig berjast fyrir sjálfstæði og fullveldi Íslands gegn auðvaldinu varð hann einn helzti lið- þjálfinn hér heima fyrir í sókn einræðisstjórnarinnar í Sovétríkjunum til áhrifa hér á Íslandi . Og nú liggur fyrir að hinir miklu leiðtogar sósíalismans á heimsvísu á 20 . öldinni, Jósef Stalín og Mao Tse Tung, voru mestu fjöldamorðingjar okkar tíma . Hitler var í þriðja sæti . Það er misskilningur hjá Svavari, að fréttir Morgunblaðsins á Viðreisnarárunum af innri málefnum Alþýðubandalagsins og deilum þar innan dyra hafi komið frá tengdaföður mínum, Finnboga Rúti Valde mars syni . Þær komu úr annarri átt . Hins vegar höfðu þau fjölskyldutengsl þýðingu á árum vinstri stjórnarinnar 1971–1974 fyrst og fremst vegna þess, að þar hafði ég kynnzt Birni Jónssyni og Karli Árnasyni (Hannibal þekkti ég frá fyrri tíð) . Þeir treystu mér vegna þessara tengsla en sú saga er rakin að verulegu leyti í bók minni, Sjálfstæðis flokkurinn — Átök og uppgjör, sem út kom á síðasta ári . Í ævisögu Svavars eru fróðlegar upplýs ing- ar um átökin í Alþýðubandalaginu bæði fyrr og síðar . Mér þótti fyndið að sjá, að Svavar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.