Þjóðmál - 01.06.2013, Blaðsíða 71

Þjóðmál - 01.06.2013, Blaðsíða 71
70 Þjóðmál SUmAR 2013 en verið meðvitaður um að það var ekki í lagi . Honum þykir súrt í brotið að nú sé dreift gögnum þar sem hann hafi ekki einu sinni verið aðili málsins . „Ég hlýt að bíta frá mér þegar Samkeppniseftirlitið neitar mér um aðild að máli, neitar mér um þá réttarvernd sem ég get fengið með því að vera málsaðili og hefði þannig getað kært úrskurð og svo framvegis . Nú dreifir þessi stofnun gögnum um mig . Hún gerði sátt á grundvelli rangra sakarefna .“ Það var bankastjórum hagfellt að láta sök frekar falla á kortafyrirtækin en sjálfa bankana . Fjárhæð sektanna var hins vegar í samræmi við hið raunverulega sakarefni, það gjald urðu félögin að greiða í þóknun fyrir greiðann . Þetta var það sem gerðist og var gert . Forstjórinn sagði ósatt bæði í þessu viðtali við DV og einnig í Kastljósi, þ .e . að stjórn Kreditkorts hefði tekið ákvörðunina um að ég fengi ekki að koma mínum ábend- ingum að, að stjórnvaldið SE hefði látið öðrum eftir að ákveða það! Þetta er ósatt, hann gerði það sjálfur, en væri skýlaust brot á réttarfari og reglum stjórnsýsluréttar, ef satt væri og mætti þá jafnvel hafa orðalagið „ólögmætt samráð“ um það réttarfarsbrot . Á meðan á rannsókn málsins stóð kom nýr hortittur inn í samkeppnislög um að „lög- persóna“ geti verið málsaðili . Stofnunin leit svo á að stjórnir félaganna hefðu játað brot á lögpersónuna . Hvergi í öðrum lögum er gert ráð fyrir að félag hafi sjálfstæðan vilja, það samrýmist ekki heilbrigðri skynsemi og réttarvitund almennings, sem telur að lögbrot séu á ábyrgð fólks en ekki kenni talna . Þetta er jafn vitlaust eins og að gera bifreið að sökudólgi í tilviki ölvunaraksturs . Að auki gat ég orðið persónulega ábyrgur eins og lögin voru . Hortitturinn mátti a .m .k . ekki hafa afturvirk áhrif á mína stöðu . Ekkert lá heldur fyrir um sátt þegar mér var synjað um að gefa skýrslu mína . Styður það enn frekar að óréttmætt hafi verið að neita mér um áheyrn, að ógleymdri rannsóknarskyldu þeirri sem stjórnsýslulög áskilja . Allt ber að sama brunni — réttarfarsbrot, lögfræði fúsk, og ósannindi . Forstjórinn vék ekki sæti SE haldlagði og hefur síðan haft ítarleg gögn um raunveruleg brot bankanna undir höndum . Ég vísaði ásökunum um „ólög mætt samráð“ á bug og fullyrti að það væri hin opinbera stofnun sem braut á mér . RB var alla tíð í eigu keppinauta og staðlaði þjónustu þeirra og vöruframboð með ólögmætum hætti . RB reyndist haldgóð aðgangshindrun að bankamarkaði í 35 ár . Samkeppnisyfirvöld settu alla tíð frá 1993 kíkinn fyrir blinda augað hvað RB varðar og er það ein lögleysan enn . Kjarni málsins er sá að stofnunin sleppti bönkunum við sekt í þessu broti og leyfði þeim að samþykkja annað brot, sem felldi sök á aðra en þá sjálfa, gegn greiðslu . Náin vinátta forstjórans og Halldórs J . Kristjánssonar bankastjóra á hér líklega hlut að máli, eins og kemur fram í bréfi mínu til SE sem ég ritaði stofnuninni í desember 2011 (sjá rammagrein 2, bls . 71 og 73) . Forstjóranum bar ótvírætt að víkja sæti en hann gerði það ekki . Upphlaup Kastljóss skv . pöntun utan úr bæ Ámiðju ári 2009 tók ég sæti í stjórn Líf-eyrissjóðs verslunarmanna sem full- trúi VR . Sem slíkur átti ég jafnframt sæti í fyrstu stjórn Framtakssjóðs Íslands slhf . (FSÍ) . Í febrúar 2011 tók Kastljós RÚV hina þriggja ára gömlu sátt SE við stjórnir kortafélaga til umræðu og sáði efasemdum um hæfi mitt til að sitja í þessum stjórnum í ljósi málsins . Mér er kunnugt um að þetta gerði Kastljós skv . ábendingum og pöntun utan úr bæ . Ekki kannaði Kastljós málið frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.