Þjóðmál - 01.06.2013, Blaðsíða 65

Þjóðmál - 01.06.2013, Blaðsíða 65
64 Þjóðmál SUmAR 2013 ekki gera allt sem keppinautar þess mega gera, menn verða að þola samkeppni og mega ekki láta kné fylgja kviði . Hitt er þó miklu alvarlegra: Þegar keppinautar eiga félög saman, sem eiga líka að heita keppi- nautar, svo að segja í sömu hlutföllum, þá er það mikið umhugsunarefni . Fyrirbrigði sem vestan hafs er nefnt „kartel“ eða jafnvel „walking conspiracy“, og nefnt er „joint market dominance“ í Evrópurétti, hlýtur að koma í hugann . Fyrir lögunum verður slíkur samrekstur að einni einingu, ef honum er misbeitt . Þessi spegilmynd eignarhaldsins kann að hafa verið tilkynningarskyldur samruni skv . samkeppnislögum . Mikilvægt er að skilja að stjórnendur og starfsfólk fær sömu stöðu í þessu samhengi og ef allir væru að störfum í einu og sama fyrirtækinu . Þeir verða m .ö .o . ekki sakaðir um samráð, ef þetta er samkeppnisbrotið . Ekki þarf endilega að hafa verið um „einbeittan brotavilja“ að ræða hjá eigendum Visa, sært ljón sést ekki endilega fyrir í heiftarlegum viðbrögðum sínum . Ekki er heldur sjálfgefið að sameiginlegu eignarhaldi sé misbeitt . Lítum samt nánar á það . Misbeiting sameiginlegra markaðs yfirráða Sameiginlegt eignarhald, spegilmyndin, bauð hættunni heim, eignaraðildin var nú orðin næstum eins . Skilinn var eftir dá- lítill mismunur til málamynda . Viðskipta- vinir banka höfðu gjarnan orð á því að hið sameiginlega eignarhald keppinauta væri „óvenjulegt“ eða „sérkennilegt“ svo notuð séu orð sem maður heyrði þá taka sér í munn . Félögin voru bæði einkasölufélög á þessum tíma, því þau höfðu ein starfsleyfi á Íslandi hvort frá sínu alþjóðlega greiðslukerfinu . Breyting var nú gerð: Báðir formenn stjórna félaganna voru frá einum og sama bankanum í fyrsta sinn, Landsbankanum, sem var stærsti bankinn . Ekki var nóg með það, formaður stjórnar stærra félagsins var yfirmaður formanns hins smærra í dag- legum störfum í bankanum . Þetta ástand ríkti í nokkur ár með samþykki allra banka og sparisjóða . Af hverju? Til að draga úr sam keppni félaganna, fjölmörg haldlögð skjöl sýna það, en þeim var stungið undir stól . Birtingarmynd misbeitingarinnar var yfirleitt sú að lögð voru fram klögumál í stjórn Visa vegna samkeppni Kreditkorts . Stundum leið ekki nema hálf klukkustund frá því stjórnarfundum í VISA lauk þar til stjórnarformaður Kreditkorts hringdi í mig og hafði þá verið kallaður fyrir af yfirmanni sínum, stjórnarformanni VISA . Hápunkti náði misbeitingin líklega í janúar 2001 þegar stjórnarformaður Visa, Halldór J . Kristjánsson, kom í eigin persónu í heim- sókn til mín í Ármúla 28, ásamt aðstoðar- bankastjóra sínum, formanni stjórnar Kreditkorts, og hafði í hótunum við mig út af samkeppni félaganna . Minnisblað til undirbúnings þessum fundi er meðal þeirra gagna sem SE haldlagði og ég hugðist vísa á . Skipan stjórna og fundargerðir aðal- og stjórnarfunda rannsakaði SE sérstaklega vel . Ég áttaði mig, því miður seint og um síðir, á að það ástand var komið á sem nefnt er „sameiginleg markaðsyfirráð“ og að þeim var misbeitt . Ég lít á rekstur kortafélaganna frá og með breytingu eignarhalds Visa Íslands 1999 til haustsins 2007 sem einn samrekstur á ábyrgð eigenda þeirra . Um þetta fæst hins vegar engin niðurstaða úr þessu, því að SE lauk málinu án þess að efna rannsóknarskyldu stjórnsýslulaga og lokaði því með sátt, gegn vænni þóknun . Rannsóknarskylda hundsuð Bankar og sparisjóðir áttu fleiri félög saman en þau sem komu til athugunar 2007 . Hvergi var samstarf keppinauta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.