Þjóðmál - 01.06.2013, Blaðsíða 62

Þjóðmál - 01.06.2013, Blaðsíða 62
 Þjóðmál SUmAR 2013 61 Visa Ísland hafði farið með um ¾ mark - aðarins lengi . Visa International er stærsta greiðslukortafélag veraldarinnar, en innan þess var Visa Ísland eins konar heims - meistari . Hvergi á byggðu bóli var hlut- deildin eins mikil og hvergi var korta- velta eins mikil á mann og á kort eins og á Íslandi . Á árlegum heimsráðstefnum Visa Int ., sem bankastjórar sóttu, var Íslandi hampað og hrósað . Bankastjórar úr litlu landi urðu stórir kallar . Bankastjórar sóttust vita skuld eftir að sitja í stjórn Visa Íslands, en eftirlétu aðstoðarbankastjórum sínum fremur að sitja í stjórn Kreditkorts . Á þessu var þó ýmis gangur, undantekningar sem sýndu regluna, en þetta einkenndi félögin samt . Á tímabilinu 1990 til 1999 var þess gætt að formennska róteraði milli banka og að formennska í báðum félögum væri aldrei samtímis á vegum eins og sama bankans . Allir bankar og sparisjóðir áttu samt í báðum félögunum . Afleiðing þessa var sú að stóru bankarnir, Landsbanki og Búnaðarbanki, og nær allir sparisjóðir, drógu taum Visa í samkeppninni, sem úrskurð að hafði verið „markaðsráðandi“ . Náið samstarf keppinauta innan Visa Sjálfhelda lítillar markaðshlutdeildar var augljós . Ef Kreditkort missti frekari hlutdeild gæti það haft þær afleiðingar að það stæði ekki lengur undir sér . Þetta leiddi til þess að á árinu 1997 var farið að huga að breytingum á eignaraðild Kredit- korts, í því skyni að breikka hana og fá að gang að dreifileiðum fleiri eigenda . Það var líka pínlegt að hafa fulltrúa þeirra stofn ana sem drógu taum Visa áhugalitla á stjórnar fundum . Niðurstaðan var hluthafa- samkomulag 1998 um breytta eignaraðild Kreditkorts hf ., sem fól í sér að hún var löguð mikið að markaðshlutdeild eigenda á almennum bankamarkaði . Þannig seldi Íslandsbanki 15% hlut til annarra og hélt eftir 35% . Þetta glæddi áhugann og eigendur sáu möguleikann sem fólst í að vinna með félaginu að þróun eigin vörutegunda . Mest munaði um að SPRON ákvað að þróa á eigin vegum svonefnt „Veltukort“ undir merkjum MasterCard . Þeirri nýjung var spilað út strax vorið 1999 með tæknilegri aðstoð Kreditkorts, sem aðrir bankar og sparisjóðir fréttu fyrst af eftir á . Einmitt svona á að standa að vöruþróun í kortakerfi . Visa Ísland brást hins vegar sjálft við, f .h . allra útgefenda Visa-korta, líklega 95% markaðarins, og spilaði út „Veltikorti“, alveg eins lausn, nákvæmri eftirmynd . Þetta var auðvitað kolólöglegt, Visa mátti ekki vinna þetta fyrir hönd allra keppinauta Hvorki þeir né stjórnandi þáttarins höfðu áttað sig á að samráðið, sem stjórnirnar játuðu, var einkum tæknilegt samstarf um þróun lausna á borð við debetkort og posakerfi . Hvort tveggja hinar þörfustu lausnir í sjálfu sér . Nei, grafalvar legt mál, fuss um svei . . . Svo kom Umboðsmaður neytenda í sjónvarps viðtal á Stöð 2 og hneykslaðist f .h . neytenda . Hin játuðu brot sneru samt að seljendum en ekki neytendum . Þetta ágæta fólk kom allt óundirbúið í sjónvarp og talaði út og suður um allt annað en málið snerist um . Dómstóll götunnar var auðvitað agndofa og taldi að um „verðsamráð“ hefði einkum verið að ræða . Fussum svei .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.