Þjóðmál - 01.06.2013, Blaðsíða 77

Þjóðmál - 01.06.2013, Blaðsíða 77
76 Þjóðmál SUmAR 2013 að brigslyrðum ýmissa um harð ræði lög- reglunnar og hvernig ákveðnir for ustu- menn Vinstri grænna agnúuðust ítrekað út í einstaka lögregluþjóna og sýndu þeim jafnvel fulla vanþóknun þó að þeir hefðu ekkert annað til saka unnið en að vera kallaðir til að gæta öryggis þingmanna . Þar á meðal voru Steingrímur J . Sigfússon og Álfheiður Ingadóttir sem fóru hvað dólgs- legast að lögreglumönnum . Bókin rekur einnig hvernig sumir þingmenn Vinstri grænna virðast beinlínis hafa veitt aðstoð við að sækja að Alþingishúsinu og lögreglu- mönnum . Bókarhöfundur virðist þeirrar skoðunar að vel hafi tekist til við lögregluaðgerðir miðað við hve illa lögreglan var búin tækjum og tólum og illa undirbúin undir fjöldamótmæli . Eftir að hafa verið í nálægð við lög- regluþjóna, sem lögðu sig í hættu við að rækja skyldustörf sín sem best þegar harðast var að þeim sótt, þá get ég ekki annað en lýst virðingu minni og aðdáun fyrir því fólki sem starfar í íslensku lögreglunni . Það var aðdá- unar vert að sjá vaska sveit ungs fólks takast af æðruleysi og festu á við vandann sem upp kom þegar atlagan var hörðust að Alþingi . Þó bókin sé vel og lipurlega skrifuð þá skortir á að gerð sé ítarlegri grein fyrir þeim sem stóðu að hörðustu mótmælunum og atlögunni að lögreglunni . Einnig hefði verið gott að fá meiri upplýsingar um appelsínu­ gulu byltinguna eða hverjir það voru sem stóðu að því að koma lögregluliðinu til hjálpar . Það var fólk sem vildi breytingar en ofbauð atgangur niðurrifsaflanna sem sóttu að lýðræðinu og þjóðfélagsskipaninni . Mér var ljóst þegar ég sá hvaða öfl það voru sem létu dólgslegast að miklu skipti að borgaralega sinnað fólk skipaði sér saman í einn flokk og treysti innviði hans, þrátt fyrir að sá flokkur hefði ýmislegt á samviskunni eftir langa valdasetu . Lögreglumenn almennt stóðu sig vel meðan þessi orrahríð gekk yfir sem og yfir stjórn lögreglunnar . Hins vegar tel ég að stjórnendum lögreglunnar hafi orðið á mikil mistök í nóvember 2008 þegar sótt var að lögreglustöðinni . Þá þurfti að taka á skemmdarverkum og skrílslátum af festu og sækja þá til saka sem að því stóðu . Hugsanlega hefði þróunin orðið önnur ef lögregluyfirvöld hefðu brugðist við árás- inni á lögreglustöðina 22 . nóvember 2008 af eðlilegri festu og látið menn svara til saka fyrir skemmdarverk og árás á lögregluna . Í því sambandi má minna á að breska lögreglan stóð frammi fyrir ólátum og skemmdarverkum í London í ágúst 2011 . Þar var brugðist við með því að sækja þá strax til saka sem urðu uppvísir að lögbrot- um . Skoðaðar voru myndir í fjölmiðlum og vöktunarmyndavélum og kennsl borin á óeirðarseggi og þeir síðan sóttir heim til sín og látnir sæta ábyrgð . Hér var slíkt ekki gert og lögregluyfirvöld sýndu linkind þó sótt væri að lögreglustöðinni og lögreglunni sem ekkert hafði til saka unnið . Þegar eina sakamálið vegna óeirða leit dagsins ljós var tilefnið löngu liðið . Það er svo kafli út af fyrir sig, sem hefði mátt fá frekari umfjöllun í bókinni, með hvaða hætti ríkisvaldið sótti málið gagnvart þeim sem ákærðir voru fyrir aðför að Alþingi . Málsmeðferðin af hálfu sérstaks saksóknara málsins, Samfylkingarkonunnar Láru V . Júlíus dóttur, og vitnalisti sýndi að lítill hugur fylgdi máli, alla vega var ekki metnaður til að ná fram sakfellingu eða rétt mætum refsingum yfir ákærðu . Eftir ólætin í lok árs 2008 og byrjun árs 2009 varð vart við aukinn áhuga og umsvif glæpagengja á Íslandi og bárust ýmsar fréttir af því . Ég hef velt því fyrir mér hvort þetta sé afleiðing þess að óvandaðir aðilar sáu hversu vanbúin lögreglan var að takast á við ólæti fólks með almenn og lítt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.