Þjóðmál - 01.06.2013, Side 77

Þjóðmál - 01.06.2013, Side 77
76 Þjóðmál SUmAR 2013 að brigslyrðum ýmissa um harð ræði lög- reglunnar og hvernig ákveðnir for ustu- menn Vinstri grænna agnúuðust ítrekað út í einstaka lögregluþjóna og sýndu þeim jafnvel fulla vanþóknun þó að þeir hefðu ekkert annað til saka unnið en að vera kallaðir til að gæta öryggis þingmanna . Þar á meðal voru Steingrímur J . Sigfússon og Álfheiður Ingadóttir sem fóru hvað dólgs- legast að lögreglumönnum . Bókin rekur einnig hvernig sumir þingmenn Vinstri grænna virðast beinlínis hafa veitt aðstoð við að sækja að Alþingishúsinu og lögreglu- mönnum . Bókarhöfundur virðist þeirrar skoðunar að vel hafi tekist til við lögregluaðgerðir miðað við hve illa lögreglan var búin tækjum og tólum og illa undirbúin undir fjöldamótmæli . Eftir að hafa verið í nálægð við lög- regluþjóna, sem lögðu sig í hættu við að rækja skyldustörf sín sem best þegar harðast var að þeim sótt, þá get ég ekki annað en lýst virðingu minni og aðdáun fyrir því fólki sem starfar í íslensku lögreglunni . Það var aðdá- unar vert að sjá vaska sveit ungs fólks takast af æðruleysi og festu á við vandann sem upp kom þegar atlagan var hörðust að Alþingi . Þó bókin sé vel og lipurlega skrifuð þá skortir á að gerð sé ítarlegri grein fyrir þeim sem stóðu að hörðustu mótmælunum og atlögunni að lögreglunni . Einnig hefði verið gott að fá meiri upplýsingar um appelsínu­ gulu byltinguna eða hverjir það voru sem stóðu að því að koma lögregluliðinu til hjálpar . Það var fólk sem vildi breytingar en ofbauð atgangur niðurrifsaflanna sem sóttu að lýðræðinu og þjóðfélagsskipaninni . Mér var ljóst þegar ég sá hvaða öfl það voru sem létu dólgslegast að miklu skipti að borgaralega sinnað fólk skipaði sér saman í einn flokk og treysti innviði hans, þrátt fyrir að sá flokkur hefði ýmislegt á samviskunni eftir langa valdasetu . Lögreglumenn almennt stóðu sig vel meðan þessi orrahríð gekk yfir sem og yfir stjórn lögreglunnar . Hins vegar tel ég að stjórnendum lögreglunnar hafi orðið á mikil mistök í nóvember 2008 þegar sótt var að lögreglustöðinni . Þá þurfti að taka á skemmdarverkum og skrílslátum af festu og sækja þá til saka sem að því stóðu . Hugsanlega hefði þróunin orðið önnur ef lögregluyfirvöld hefðu brugðist við árás- inni á lögreglustöðina 22 . nóvember 2008 af eðlilegri festu og látið menn svara til saka fyrir skemmdarverk og árás á lögregluna . Í því sambandi má minna á að breska lögreglan stóð frammi fyrir ólátum og skemmdarverkum í London í ágúst 2011 . Þar var brugðist við með því að sækja þá strax til saka sem urðu uppvísir að lögbrot- um . Skoðaðar voru myndir í fjölmiðlum og vöktunarmyndavélum og kennsl borin á óeirðarseggi og þeir síðan sóttir heim til sín og látnir sæta ábyrgð . Hér var slíkt ekki gert og lögregluyfirvöld sýndu linkind þó sótt væri að lögreglustöðinni og lögreglunni sem ekkert hafði til saka unnið . Þegar eina sakamálið vegna óeirða leit dagsins ljós var tilefnið löngu liðið . Það er svo kafli út af fyrir sig, sem hefði mátt fá frekari umfjöllun í bókinni, með hvaða hætti ríkisvaldið sótti málið gagnvart þeim sem ákærðir voru fyrir aðför að Alþingi . Málsmeðferðin af hálfu sérstaks saksóknara málsins, Samfylkingarkonunnar Láru V . Júlíus dóttur, og vitnalisti sýndi að lítill hugur fylgdi máli, alla vega var ekki metnaður til að ná fram sakfellingu eða rétt mætum refsingum yfir ákærðu . Eftir ólætin í lok árs 2008 og byrjun árs 2009 varð vart við aukinn áhuga og umsvif glæpagengja á Íslandi og bárust ýmsar fréttir af því . Ég hef velt því fyrir mér hvort þetta sé afleiðing þess að óvandaðir aðilar sáu hversu vanbúin lögreglan var að takast á við ólæti fólks með almenn og lítt

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.