Þjóðmál - 01.06.2013, Blaðsíða 63
62 Þjóðmál SUmAR 2013
SPRON, þarna var um að ræða samráð
um þróun vöru og hið markaðsráðandi
Visa Ísland samræmdi viðbrögð allra
keppinauta SPRON . Ég aflaði mér
lögfræðiálits (sjá rammagrein 1) . Það er
skrifað níu árum áður en málinu var lokið
með sátt og koma þar fram ábendingar um
einmitt þau atriði sem SE staðnæmdist
síðar við, eignaraðild og stjórnarsetu . Bæði
hluthafasamkomulagið og lögfræðiálitið
voru meðal haldlagðra gagna SE og ætlaði
ég að vísa á þessi skjöl . Sjá má af efni
skjalsins að SE hafði ríkar ástæður til að
neita að afhenda mér það, í von um að það
yrði ekki opinbert .
Ég lagði lögfræðiálitið fyrir stjórn og
óskaði eftir heimild til að kæra Visa Ísland .
Sú heimild fékkst ekki og eru minnisstæð
þau ummæli eins stjórnarmanna að ekki
kæmi til greina að „kæra félaga okkar í
stjórn Visa“ . Þá sendi ég sparisjóðsstjóra
SPRON skjalið með ábendingu um að
tilefni væri til að SPRON kærði Visa . Ekki
var kært og ábendingu minni ekki svarað .
Óhjá kvæmilegt er að draga ályktanir af
þessum viðbrögðum stjórnar Kreditkorts
og spari sjóðsstjóra SPRON, í ljósi um mæla
lögmannanna um túlkun slíks aðgerða-
leysis .
Eignaraðild breytt
Stjórn Visa Íslands dó ekki ráðalaus . Eig endur Visa gerðu líka með sér hlut-
hafasamkomulag 1999 og breyttu eignar-
haldi sín megin . Þeir gerðu það nánast að
spegilmynd eignarhaldsins að Kreditkorti .
Landsbankinn var áfram stærstur í Visa, fór
nú með 37%, en aðrir áttu hluti nokkurn
veg inn í samræmi við markaðshlutdeild
sína . Íslandsbanki átti 35% í Kreditkorti,
aðrir skiptu afgangnum með sér eftir mark-
aðs hlut deild . Við þetta er tvennt að athuga:
Annars vegar að markaðsráðandi félag má
Hr . Ragnar Önundarson,
framkvæmdastjóri,
EUROPAY Ísland .
23 . 04 . 99
Minnisblað: Viðbrögð Europay Íslands við
meintum samkeppnislagabrotum Visa
Eins og stjórnendum Europay er að sjálf-
sögðu kunnugt, þá hefur Samkeppnis-
stofnun nú til skoðunar samkeppnisleg
áhrif þess að einu kreditkortafyrirtækin
hér á landi eru í eigu sömu aðila, án þess
þó að mynda fyrirtækjasamsteypu . Einnig
mun Samkeppnisstofnun vera að að athuga
samkeppni milli bankastofnana að öðru
leyti .
Líklegt er að Samkeppnisstofnun reyni
að gera sér grein fyrir hvers eðlis kredit-
kortamarkaðurinn er, þ .e . hvort um sé
að ræða markað, fákeppnismarkað, þar
sem raunveruleg samkeppni á sér stað eða
hvort fyrirtækin tvö fari með sameiginleg
yfiráð (joint dominance) í þeim skilningi
að sú samkeppni og það aðhald sem þó er
á fákeppnismörkuðum sé ekki til staðar .
Til þess að tvö fyrirtæki geti talist fara
með sameiginleg yfirráð þurfa þau að
hafa einhverja samtengingu (link) . Þessu
skilyrði er að sjálfsögðu fullnægt hvað
kreditkortafyrirtækin varðar, þar sem þau
eru í eigu sömu aðila . Niðurstaðan hefur
áhrif á til hvaða ráðstafana samkeppnisráð
getur gripið . Ef niðurstaðan er sú að um
fákeppnismarkað er að ræða þar sem
samkeppni virkar ekki væru róttækustu
Rammagrein 1