Þjóðmál - 01.06.2013, Blaðsíða 4

Þjóðmál - 01.06.2013, Blaðsíða 4
Ritstjóraspjall Sumar 2013 _____________ Feginsandvarp fór um allar Íslands-byggðir þegar ofríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J . Sigfús- sonar var loks hrundið . Aldrei frá því að Jónas frá Hriflu var upp á sitt versta hafa aðrir eins ójafnaðarmenn haldið um valda- tauma á Íslandi . Verst var þó að ráðherrar þessarar ríkisstjórnar kunnu lítt eða ekkert til verka, svo sem makalausar ógöngur ríkisstjórnarinnar í nánast hverju málinu af öðru voru til vitnis um . Fólk tekur því nýrri ríkisstjórn Fram- sóknarflokks og Sjálf stæðisflokks fagnandi enda þótt það viti ekki almennilega við hverju megi búast af því unga og reynslu- litla fólki sem sest hefur í valdastóla . Allt er betra en það sem fyrir var, hugsa væntanlega flestir með sjálfum sér — og mun hin nýja ríkisstjórn trúlega njóta þess langt fram á kjörtímabilið að hafa tekið við af verst þokkuðu ríkis stjórn í manna minnum . Margt er merkilegt við úrslit síðustu al- þingis kosn ing a . Aldrei hefur sitjandi ríkis- stjórn beðið annað eins afhroð í kosning- um . Nýju flokkarnir, sem þótt ust tala í nafni þjóðarinnar, fengu háðulega út reið . Enda lausu rausi svokallaðra „álitsgjafa“ um nauðsyn stjórnarskrárbreytinga vísuðu kjós endur á haf út . Ennfremur kom í ljós að linnulaus áróður Ríkisútvarpsins í þágu ríkis stjórnarflokk anna allt kjörtíma bilið hafði, þegar upp er staðið, lítil sem engin áhrif . Það kom líka á daginn í kosningunum að Sjálfstæðisflokkurinn á langt í land með að endurheimta sitt fyrra traust . Nýjar skoð - anakannanir sýna að ríkis stjórnarþátttaka breytir engu þar um . Ef flokkur inn vill rífa sig upp úr 25%-farinu verð ur hann að taka hressilega til í eigin ranni . Undan því verður ekki komist að gera rækilega upp við „hrunið“ og spillinguna sem því fylgdi . Þar á meðal er hið hrikalega REI- mál, sem rakið hefur verið að nokkru í Þjóð­ málum en frekari úttekt bíður næstu hefta . Taka þarf allt flokksstarfið til gagngerrar endurskoðunar . Klíkulýðræðið í flokknum gerir það að verkum að prófkjör endurspegla ekki vilja almennra kjósenda flokksins og stendur þannig fjölbreytilegum og sterkum fram boðslistum fyrir þrifum . Þá þarf flokkurinn að efna til hrein- skilnislegrar umræðu um það hvort eitthvað í stefnu flokksins hafi gert það að verkum að forystumenn hans brugðust í að drag anda „hrunsins“ — og marka sér síðan skýra fram tíðarsýn byggða á grunn hug mynd um sígildrar íhaldsstefnu . Að svo mæltu óska ég lesendum gleði-legs sumars . Þjóðmál SUmAR 2012 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.