Þjóðmál - 01.06.2013, Blaðsíða 11

Þjóðmál - 01.06.2013, Blaðsíða 11
10 Þjóðmál SUmAR 2013 að stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur vildi aldrei viðurkenna eðli stöðunnar sem hún myndaði gagnvart ESB . Þá ber að leggja úttektina fyrir alþingi og kynna hana almenningi . Í þessu orðalagi felst að niðurstaða úttektarinnar verði ekki aðeins lögð fyrir þingið og almenning heldur einnig vænlegir kostir . Loks segir um ESB-mál í sáttmála ríkis - stjórn arinnar: „Ekki verður haldið lengra í að - ild ar viðræðum við Evrópu sam bandið nema að undangenginni þjóðar atkvæða greiðslu .“ Þetta ákvæði verður ekki virkt nema einhver leggi til og alþingi samþykki að við ræð unum við ESB verði fram haldið eftir að út tektin hefur verið gerð . Hver mun leggja til við þjóðina að það verði gert? Varla þing með meirihluta flokka sem telur hag þjóð ar innar betur borgið utan ESB en innan . Nú munu ýmsir spyrja: Hvenær verður þjóðin spurð um framhald ESB- viðræðnanna? Svarið hlýtur að vera: Þegar spurningin er lögð fyrir hana af þeim sem vill halda áfram viðræðunum . Eins og áður segir gerist það ekki ef á þingi er meirihluti sem telur hag Íslands best borgið utan ESB . Segja má að orðalag stjórnarsáttmálans um ESB sé diplómatískt en ESB geti ekki skilið það á annan veg en þann að aðildar- umsókn Íslands hafi verið sett í frysti með umsókn Sviss sem hefur legið þar í um það bil tvo áratugi . Hér er þessari niðurstöðu ESB-málsins fagnað . Hún er í samræmi við hagsmuni íslensku þjóðarinnar í bráð og lengd . V . Önnur ákvæði stjórnarsáttmálans hafa vakið meiri athygli en þau sem hér hafa verið nefnd . Þau lúta að ríkis fjár- málum, efnahagsstjórn, gjaldeyris höft um og málefnum sem snerta atvinnulíf lands manna . Óhjákvæmilegt er að snúa af braut sósíal ist- anna í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðar dótt ur í efnahags- og atvinnumálum . Það verður að fjarlægja hina lamandi hönd sem lögð var á þjóðlífið í maí 2009 og binda tafar laust enda á illdeilur um stjórnarskrá, fisk veiði s tjórnun og skynsamlega nýtingu auðlinda . Árni Páll Árnason, formaður Sam fylk- ingarinnar, segir að „hamfarir“ flokks síns í kosningunum megi rekja til þess að hann hafi rofið sambandið við fólkið í landinu . Þetta er harður dómur yfir Jóhönnu Sigurðardóttur og forsætisráðherratíð hennar . Hún hefur sinnt virku stjórnmálastarfi í meira en þrjá áratugi sem sérstakur málsvari þeirra sem minna mega sín og jafnan stillt sér upp sem „málsvara fólksins“ andspænis hinni ráðandi stétt . Nú er tími Jóhönnu liðinn og Samfylkingarinnar næstum einnig vegna gjár milli flokks og þjóðar . Við blasir eftir fjögurra ára „tæra vinstri stjórn“ að úrræði hennar eru sama marki brennd og ráð sambærilegra stjórna á árum áður, þjóðin er hreinlega illa stödd við stjórn- ar skiptin . Ofríki stjórnarherranna birtist í ýmsum myndum . Í nýjasta hefti Tíundar, mál gagns ríkisskattstjóra, er birt ú ttekt und- ir fyrirsögninni: Helstu skatta laga breyt ing ar eftir hrun — aldrei jafn miklar breytingar á jafn skömmum tíma . Þar varpar Ragnheiður Björnsdóttir lögfræðingur „örlitlu ljósi“ á helstu skattalagabreytingarnar frá því að Steingrímur J . Sigfússon varð fjár mála- ráðherra 1 . febrúar 2009 . Birt eru lagaheiti og örstutt ágrip og nær þetta efni yfir blað- síður 12 til 18 í stóru broti . Að allar þessar breytingar hafi verið nauð- synlegar til að bregðast við hruni bank anna haustið 2008 er af og frá . Breyt ingarnar eru aðeins ein sönnun þess að hrunið var misnotað í stjórnartíð Jóhönnu Sigurðar- dóttur til að færa þjóðina í vinstri fjötra skatt- píningar og ofstjórnar . Takist nýrri rík is stjórn að losa um þessa fjötra og ýta þeim til hliðar á skipulegan og árangursríkan hátt skapar hún á ný stöðugleika og ró sem er heilbrigð forsenda framfara og dafnandi þjóðlífs .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.