Þjóðmál - 01.06.2013, Blaðsíða 70
Þjóðmál SUmAR 2013 69
fyrrverandi hlýtur að hafa komið upp í huga
hans þegar honum varð ljóst að bankastjórinn
sem fór með hin sameiginlegu markaðsyfirráð
bankanna á greiðslukortamarkaði var enginn
annar en ráðuneytisstjórinn fyrrverandi .
Allir forstöðumenn ríkisstofnana hljóta að
vera meðvitaðir um vanhæfisástæður skv .
stjórnsýslulögum .
• Ég tel ótvírætt að forstjóra Sam keppnis
eftirlitsins hafi borið að víkja sæti í „korta-
samráðs-málinu“ . Óska ég hér með eftir
svari stjórnar stofnunarinnar við því hvort
for stjóranum hafi ekki borið slík skylda?
• Þátttaka stjórnvalds veldur því að ein
stakl ingur með öndverð sjónarmið stendur
sjálfkrafa höllum fæti í opinberri umræðu
hvað trúverðugleika snertir . Því er óskað
svars við því hvort forstjórinn hafi brotið af
sér í starfi með því að taka þátt í fjölmiðla-
umræðu þar sem spjótum var beint að
einstaklingi sem var starfsmaður fyrirtækis
sem átti aðild að máli sem lokið hafði með
sátt?
• Ennfremur er spurt hvort Sam keppnis
eftirlitið telji forstjórann og/eða stofnunina
bera skaðabótaábyrgð vegna þátttöku for-
stjór ans í umræðu um málið og ein stakl ing-
inn?
3 . Snemma í júlí 2007 varð ég þess áskynja
að unnið var að sátt í títtnefndu máli án þess
að ég hefði fengið að láta mín sjónarmið í
ljós . Ég óskaði því skriflega eftir fundi með
tölvupósti til forstjórans og ítrekaði þá
ósk fáum dögum síðar . Aldrei bárust svör .
Lögmaður minn sagði mér að það hlyti að
byggjast á að ég væri ekki talinn málsaðili og
gæti þar með andað léttar . Forstöðumaður
Samkeppnissviðs stofnunarinnar staðfesti
síðar við mig (í september 2009) að sú
hefði verið ástæðan . Samt sem áður tel
ég óréttlætanlegt, m .a . í ljósi framgöngu
forstjórans, að stofnunin skyldi ekki vilja
ræða við forstjóra félags með málsaðild, í ljósi
þeirrar leiðbeiningar- og rannsóknarskyldu
sem hvílir á henni skv . stjórnsýslulögum . Þá
leikur vafi á að meðalhófsreglan hafi verið
virt í ljósi þess að sú leið sem stofnunin
valdi var skv . framansögðu íþyngjandi fyrir
mig . Augljóst er að ég hefði getað skýrt
frá sameiginlegum yfirráðum bankanna á
greiðslu kortamarkaði og vísað á haldlögð
gögn því til staðfestu . Í ljósi áðurnefndra
tengsla forstjóra stofnunarinnar og banka-
stjórans fyrrverandi álít ég að tilgangurinn
með útilokun forstjóra Kreditkorts hf . hafi
verið að halda málinu í þeim sáttafarvegi
sem það var komið í . Vitnisburður minn
hefði augljóslega getað beint málinu í annan
farveg sem ekki samræmdist fyrirætlan
forstjórans . Forstjórinn hefur látið svo um
mælt að stjórn félagsins hafi ráðið því hverjir
hafi komið fram fyrir þess hönd . Ég álít
ótækt að rannsóknaraðili leyfi málsaðila slíka
takmörkun rannsóknar .
• Ég tel óvírætt að Samkeppniseftirlitinu
hafi borið, í ljósi leiðbeiningar- og rann-
sóknarskyldu sinnar, að veita mér umbeðna
áheyrn og spyr ég stjórn stofnunarinnar því
hvort hún telji ekki að svo hafi verið?
4 . Óska ég eftir skriflegum svörum stjórnar
stofnunarinnar . Að síðustu óska ég eftir að fá
afhent afrit af gögnum málsins og þá sérstaklega
haldlögðum tölvugögnum á starfsstöð minni .
Vísa ég til 15 . gr . stjórnsýslulaga og 3 . gr .
upplýsingalaga í þeim efnum og minni á að
stofnunin hefur þegar afhent öðrum sum gögn
málsins .
Virðingarfyllst,
Ragnar Önundarson
Rammagrein 2