Þjóðmál - 01.06.2013, Blaðsíða 76

Þjóðmál - 01.06.2013, Blaðsíða 76
 Þjóðmál SUmAR 2013 75 og höfundur kallar það, nýttu sér það ástand sem varð til við bankahrunið, svo sem ótta, vonleysi og vantraust á stjórnmálamenn, til að grafa undan ríkisstjórninni og stjórnkerfinu . Höfundur rekur það vel í bókinni hvernig ákveðnir aðilar, sem þóttu bærari til þess en aðrir að vera byltingarforingjar, vildu eigna sér þá reiði sem var til staðar með þjóðinni . Bent er á úttekt á því hvað margir höfðu samúð með mótmælaaðgerðum þó að fáir hefði áhuga á ofbeldi gegn lög reglu eða stjórnmálamönnum . Andúðin á stjórnmálamönnum var slík að litlu skipti hvort þingmenn voru í stjórn eða stjórnar andstöðu . Allir gátu átt von á því að einhver veittist að þeim með því að taka í yfirhöfn eða setja fram hótanir, iðu- lega með steyttum hnefa . En þrátt fyrir að hnípin þjóð væri í vanda þá náði búsáhaldabyltingin ekki þeim árangri að hrekja ríkisstjórnina frá völdum eða þá embættismenn sem helst urðu fyrir barðinu á svigurmælum Samfylkingarfólks og Vinstri grænna . Það voru önnur öfl áhrifameiri og öflugri sem stóðu fyrir því að ólætin mögnuðust og voru tilbúin til að taka við þegar því takmarki væri náð að ríkisstjórnin hefði verið hrakin frá völdum . Í bókinni segir höfundur lauslega frá samdrætti Össurar Skarp héðinssonar og þeirra þáverandi fóst- bræðra Steingríms J . Sigfússonar og Ög- mundar Jónassonar . Hins vegar er ekki vikið að því nema lauslega hvaða breyting varð á mótmælunum eftir að þessi samdráttur þeirra félaga hafði náð nokkrum þroska . Harði kjarninn og fjölmiðlar Harður kjarni 20–30 manna var á bak við það að halda uppi mótmælum fyrir utan ákveðnar stofnanir og fyrirtæki . Þessi hópur var í góðu sambandi við helstu fjölmiðla . Fjölmiðlar fluttu reglulegar fréttir af því hvar þessi hópur væri að mótmæla eða mundi mótmæla . Þessi umfjöllun fjölmiðla gaf þá mynd að alda mótmæla væri í gangi þó að það væri að jafnaði sama fólkið sem stóð á bak við öll mótmælin . Umfjöllun um þennan hóp vantar hins vegar í bókina þó að nokkur grein sé gerð fyrir því hlutverki sem fjölmiðlar gegndu við að auglýsa mótmæli og nánast hvetja fólk til þátttöku . Hlutur RÚV er kafli út af fyrir sig sem æskilegt hefði verið að gerð væru fyllri skil í bókinni . RÚV auglýsti mótmæli og hvatti jafnvel til þátttöku eins og kemur fram í bókinni en auk þess flutti RÚV ítarlegar fréttir af útifundum og ummælum einstakra ræðumanna, en tók þingmenn úr sambandi og talaði ekki við aðra en sér valda áróðursmenn búsáhaldabyltingar inn ar . Lögreglan og aðgerðir hennar Í bókinni fjallar höfundur skilmerkilega um það hvernig sótt var að lög regl unni og í hvaða hættu einstakir lögreglu menn voru við að rækja skyldustörf sín . Vikið er Hlutur RÚV er kafli út af fyrir sig sem æskilegt hefði verið að gerð væru fyllri skil í bókinni . RÚV auglýsti mótmæli og hvatti jafnvel til þátttöku eins og kemur fram í bókinni en auk þess flutti RÚV ítarlegar fréttir af útifundum og ummælum einstakra ræðumanna, en tók þingmenn úr sambandi og talaði ekki við aðra en sér valda áróðursmenn búsáhaldabyltingar inn ar .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.